Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2017, Blaðsíða 18
Helgarblað 20.–23. janúar 2017
Heimilisfang
Kringlan 4-12
6. hæð
103 Reykjavík
fréttaskot
512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7000
512 7050
aðalnúmer
ritstjórn
áskriftarsími
auglýsingar
sandkorn
18 Umræða
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson
Ritstjórar: Kolbrún Bergþórsdóttir og Kristjón Kormákur Guðjónsson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson
Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur
Við rann sökuðum skipið
hátt og lágt.
Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu. – mbl.is
Grímur til fyrirmyndar
Grímur Grímsson, yfirlögreglu-
þjónn hjá lögreglunni á höfuð-
borgarsvæðinu, hefur síðustu
daga komið fram
af aðdáunar-
verðri yfirveg-
un og stillingu í
samskiptum við
fjölmiðla og al-
menning. Grím-
ur hefur leitt
rannsókn á hvarfi ungrar stúlku,
Birnu Brjánsdóttur, sem hefur
valdið næsta óþekktum sam-
hug íslensku þjóðarinnar, enda
fólk slegið óhug vegna málsins.
Grímur hefur af næmni í sam-
skiptum sínum náð að róa fólk
eftir því sem hægt hefur verið
og verður honum seint þakkað
nógsamlega. Í þessu samhengi
er rétt að benda öðrum þeim
sem í embættum sitja á fram-
göngu Gríms. Í öllum samskipt-
um sínum hefur hann sýnt til-
litssemi, auðmýkt og vilja til að
upplýsa eftir því sem hægt hefur
verið um framgang rannsóknar-
innar. Þá hefur hann aldrei skor-
ast undan því að eiga samskipti
við fjölmiðlafólk. Mættu ýmsir
fleiri, stjórnmálamenn og emb-
ættismenn, taka sér framgöngu
Gríms til fyrirmyndar.
Gleraugnaverslunin Eyesland hefur opnað nýja og glæsilega verslun
á Grandagarði 13. Mikið úrval af gæðagleraugum á góðu verði
– og þú færð frábæra þjónustu.
Verið velkomin!
Eyesland . Grandagarði 13 og Glæsibæ, 5. hæð . sími 510 0110 . www.eyesland.is
Ray-Ban 5228 umgjörð
kr. 25.970,-
Ný gleraugu?
Við spilum til
sigurs.
Geir Sveinsson landsliðsþjálfari vildi sigur gegn Makedóníu. – RÚV
Þetta er fagmaður
út í gegn.
Alda Hrönn Jóhannsdóttir um Grím Grímsson yfirlögregluþjón. – DV.is
B
arack Obama hóf síðasta
blaðamannafund sinn sem
forseti á því að hrósa fjölmiðla-
fólki, minnti á mikilvægi fjöl-
miðla og lagði áherslu á þá skyldu
þeirra að spyrja gagnrýnna spurn-
inga. Það er ómögulegt að sjá Don-
ald Trump á sama stað að hrósa
fjölmiðlamönnum en það hefur
margsýnt sig að hann hefur sérstaka
óbeit á þeim. Einkennilegar Twitter-
færslur hans þar sem hann úthúðar
mönnum með götustrákaorðbragði
vekja endalausu furðu
þegar haft er í huga að
hann er kjörinn forseti
Bandaríkjanna. Ný-
lega sagðist Trump til-
neyddur til að tjá sig
á Twitter því það væri
fljótvirkasta leið hans
til að svara óheiðar-
legum fréttaflutningi
um sig sem hann seg-
ir ekkert lát vera á. Það
boðar aldrei gott þegar
einstaklingur sem beit-
ir sér af krafti gegn fjöl-
miðlum kemst í æðsta
embætti hjá þjóð sinni.
Það verður afar fróð-
legt að sjá hvernig blaðamannafund-
ir Donalds Trump, forseta Bandaríkj-
anna, munu fara fram – ef þeir þá á
annað borð verða haldnir.
Vinsældir Barack Obama þegar
hann nú hverfur úr embætti Banda-
ríkjaforseta eru miklar, nánast
jafnmiklar og þegar hann tók við
embætti. Þetta er merkilegt, því
væntingarnar sem bundnar voru við
Obama þegar hann var fyrst kjör-
inn voru svo gríðarlegar að þær voru
alls óraunhæfar. Í farsælli forsetatíð
sinni kom hann sannarlega ekki öllu
í framkvæmd sem hann ætlaði sér og
hefur iðulega, með réttu eða röngu,
verið gagnrýndur fyrir dugleysi í ut-
anríkismálum. Hann náði þó mikil-
vægum sáttum við Kúbu, sem hlýtur
að teljast nokkurt afrek. Hann náði
ekki árangri í hinu mikla baráttumáli
sínu um herta byssulöggjöf í Banda-
ríkjunum. Varla er hægt að ásaka
hann fyrir það, enginn forseti hefði
náð því máli í gegn, svo heiftarleg er
afstaða byssueigenda og stuðnings-
manna þeirra. Obama náði árangri
með Obamacare, sem hann telur
sjálfur að verði mesta arfleifð sín, en
milljónir Bandaríkjamanna eiga fyr-
ir vikið kost á tryggingum, sem þeir
höfðu ekki áður. Hann hefur tek-
ið einarða stefnu í loftslagsmálum
og gerir sér grein fyrir þeim hættum
sem að okkur steðja. Því miður eru
ekki allir ráðamenn á sama máli og
hann, þar á meðal eftirmaður hans.
Obama hefur verið ötull talsmað-
ur mannréttinda, minnir stöðugt á
jafnan rétt kynjanna og talar máli
samkynhneigðra og minnihluta-
hópa. Hann fór fyrstur Bandaríkja-
forseta í heimsókn í ríkisfangelsi og
náðaði á valdatíma sínum í Hvíta
húsinu fjölmarga einstaklinga sem
sátu í fangelsi fyrir minni háttar brot.
Síðast sýndi hann þann mikla dreng-
skap að stytta dóm yfir uppljóstrar-
anum Chelsea Manning.
Fáir eða engir stjórnmálamenn
samtímans hafa útgeislun á við
Barack Obama og ekki búa þeir yfir
málsnilld hans. Innblásnar ræð-
ur hans hafa kveikt í fjölmörgum
einstaklingum víða um heim og
blásið þeim baráttuanda í brjóst. Hið
sama má segja um hina stórgáfuðu
konu hans, Michelle.
Takk, Obama! n
Takk, Obama!
Leiðari
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@dv.is
Myndin Gæsluvarðhald Tveir skipverjar á grænlenska togaranum Polar Nanoq voru úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald í tengslum við hvarfið á Birnu Brjánsdóttur.
Hér er öðrum mannanna ekið á brott úr Héraðsdómi Reykjaness. mynd SiGtryGGur Ari
„ Innblásnar
ræður hans hafa
kveikt í fjölmörgum
einstaklingum víða um
heim og blásið þeim
baráttuanda í brjóst.