Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2017, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2017, Blaðsíða 25
Helgarblað 20.–23. janúar 2017 Kynningarblað - Bílasölur 5 Tæplega 2.000 bílar á söluskrá af öllum gerðum Bíll.is, ein glæsilegasta bílasala landsins B ílasalan Bíll.is var stofnuð árið 1998 og var þá fyrsta bílasalan til þess að notfæra sér netið í sölu á bifreiðum. Aðalsmerki Bíll.is í dag er þó glæsileg að- staða og sýningarsalur á Malarhöfða. „Það má segja að Bíll.is sé einfaldlega flottasta bílasalan á landinu, þótt ég segi sjálfur frá,“ segir Hlynur Gylfason, eigandi Bíll.is. Hlynur tók við kefl- inu í nóvember 2016. „Við erum með um sjötíu bíla til sölu á staðnum og af þeim eru um tíu alveg nýir. Þetta eru mjög blandaðir bílar, allt frá fólksbíl- um og upp í sendiferðabíla af ýmsum tegundum. Við erum líka með mótor- hjól, vélsleða, ferðavagna, kerrur og margt fleira. Til gamans má svo geta þess að við erum með tæplega 2.000 bíla og tæki á söluskrá hjá okkur,“ segir Hlynur. Því má heita afar líklegt að það farartæki sem viðskiptavinur leitar að sé að finna hjá Bíll.is. Þess má geta að hægt er að skrá bíla og tæki í söluskrá á vefsíðu Bíll.is án endurgjalds. Bjóða upp á besta verðið „Við erum mestmegnis með notaða bíla en einnig með nýja bíla sem við flytjum sjálf inn og erum með á al- veg einstaklega góðu verði. Við flytj- um að auki inn bíla eftir pöntun. Okkar meginmarkmið er að bjóða alltaf upp á besta verðið, bæði á nýj- um og notuðum bílum. Það varð töluverð gengislækkun á nýjum bif- reiðum fyrir stuttu og notuðu bíl- arnir hafa enn ekki fylgt eftir í því. En við hjá Bíll.is höfum verið mjög dugleg við að uppfæra verð á notuð- um bílum eftir gengislækkunina og pössum alltaf upp á að hafa gott og rétt verð á bifreiðunum okkar,“ seg- ir Hlynur. Sýningarsalur Bíll.is er stað- settur að Malarhöfða 2, 110 Reykja- vík. Hægt er að hafa samband í síma: 577-3777 eða með því að senda póst á bill@bill.is. Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu fyrirtækisins bill.is eða á Facebook-síðunni. n Bíll.is Starfsmenn Bíll.is vita hvað þeir syngja.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.