Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2017, Blaðsíða 16
Helgarblað 20.–23. janúar 201716 Fréttir Erlent
Verum þjóðleg
til hátíðabrigða
Frakkastíg 10 | Sími 551 3160 | gullkistan@vortex.is | www.thjodbuningasilfur.is
Sönglaði lady gaga og hlóð niður gögnum
n Chelsea Manning náðuð af Bandaríkjaforseta n Einn mikilvægasti uppljóstrari sögunnar losnar úr fangelsi í vor n Lak gögnunum til að reyna að bæta heiminn
B
arack Obama, fráfarandi
Bandaríkjaforseti, gerði
það að einu síðasta emb-
ættisverki sínu að náða
Chelsea Manning. Hún var
dæmd í 35 ára fangelsi árið 2013
fyrir að hafa lekið hundruð þús-
undum gagna um hernaðarað-
gerðir Bandaríkjamanna í Írak og
Afganistan til WikiLeaks.
Chelsea, sem áður hét Bradley
Manning og var hermaður, söng
lag með Lady Gaga á meðan hún
hlóð niður þúsundum leyniskjala
frá hernum, að því er tölvuhakkari,
sem starfaði með henni á sínum
tíma, hefur sagt fjölmiðlum. BBC
greinir frá þessu.
Erfiður tími á bak við lás og slá
Chelsea er 29 ára gömul og hef-
ur setið í fangelsi í sex ár. Hún var
dæmd til 35 ára fangelsisvistar eftir
að hafa verið fundin sek í 20 ákæru-
liðum, meðal annars fyrir njósnir.
Það var eftir að hún var hneppt
í fangelsi sem Chelsea, sem fæddist
karlmaður, sagðist frá og með
þeirri stundu vilja lifa lífi sínu sem
kona. Hún hefði tekið upp nafnið
Chelsea. Hún hefur ekki átt sjö dag-
ana sæla í fangelsi og hefur með-
al annars staðið í stappi við herinn
vegna áhuga hennar á að gangast
undir kynskiptiaðgerð, að því er
BBC greinir frá. Hún hefur reynt að
svipta sig lífi í fangelsinu.
Fór fram á náðun í nóvember
Það var í nóvember sem hún fór
þess á leit við Barack Obama
Bandaríkjaforseta að hann stytti
dóminn hennar úr 35 ár í 6 ár, eða
niður í þann tíma sem hún hefur
setið inni. Hún sagðist taka fulla
ábyrgð á gjörðum sínum og væri
ekki að biðja um fyrirgefningu. Í
vikunni, þremur dögum fyrir emb-
ættistöku Donalds Trump, hefur
Obama fallist á beiðni hennar.
Sniðugur persónuleiki
Manning fæddist árið 1987 í
Crecent, litlum bæ í Oklahoma.
Pabbi hennar, Brian, sinnti að sögn
herþjónustu í fimm ár. Foreldrar
hennar skildu í æsku og hún flutti
með móður sinni til Haverford-
west í suðvesturhluta Wales. Hún
þótti hvatvís sem unglingur og sætti
nokkurri stríðni fyrir að vera hálf-
gerður lúði, að því er BBC herm-
ir. Vinur hennar, James Kirkpat-
rick, segir við BBC að hún hafi verið
sniðugur persónuleiki, sem hafi
verið heltekinn af tölvum.
Hún flutti aftur til Bandaríkj-
anna árið 2007 og gekk í herinn.
Vinir hennar segja að með því
að ganga í herinn hafi hún vilj-
að losna við langanir sínar um að
verða kona. Samhliða námi hafði
hún gegnt ýmsum láglaunastörf-
um. Hún hafði í starfi sínu mikið að-
gengi að viðkvæmum upplýsingum
þar sem hún vann innan banda-
Baldur Guðmundsson
baldur@dv.is
Vinsælar ákvarðanir Barack Obama nýtur gríðarlegra vinsælda nú þegar hann lætur af
starfi forseta. Mynd REutERS
Fyrir og eftir Hér má sjá hvernig Chelsea lítur út, en myndefni af henni er af mjög skornum
skammti.
Leidd fyrir rétt
Chelsea tilkynnti daginn
eftir dóminn að hún
hygðist lifa lífinu sem
kona. Mynd EPA