Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2017, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2017, Síða 2
Helgarblað 10.–13. mars 20172 Fréttir n Kostaði 10,7 milljónir n Kaupverð nýrra ráðherrabíla nálgast hundrað milljónir I nnanríkisráðuneytið hefur fest kaup á nýjum Toyota Land Cruiser 150 VX-jeppa fyrir Jón Gunnars- son, samgöngu- og sveitar- stjórnarráðherra. Jeppinn var keyptur 1. mars síðastliðinn og var kaupverðið 10.683.700 krónur sam- kvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu. Vantaði ráðherrabíl Eftir fjölgun ráðherra við myndun núverandi ríkisstjórnar Sjálfstæðis- flokks, Viðreisnar og Bjartrar fram- tíðar úr tíu í ellefu var ljóst að kaupa þyrfti nýjan ráðherrabíl fyrir einn þeirra líkt og DV greindi frá í lok jan- úar. Það kom í hlut innanríkisráðu- neytisins að kaupa þann bíl fyrir Jón en ráðherrar ráðuneytisins eru nú tveir eftir að því var skipt upp og Sigríður Á. Andersen gerð að dóms- málaráðherra. Hún fékk BMW X5- jeppa ráðuneytisins sem keyptur var vorið 2016. Jóni hefur verið ekið um á leigubíl frá því að hann settist í ráðherrastól í janúar og mætti einmitt á Chrysler- leigubifreið til fyrsta ríkisráðsfund- ar stjórnarinnar á Bessastöðum 11. janúar. DV fékk þær upplýsingar frá ráðuneytinu í lok janúar að verið væri að skoða kaup á nýjum ráðherrabíl fyrir Jón. Þau kaup eru nú frágengin að undangengnu útboði Ríkiskaupa. Hundrað milljóna flotinn Land Cruiser-jeppinn er níundi nýi ráðherrabíllinn sem keyptur hefur verið síðastliðin rúmlega tvö ár. Kostnaðurinn við endurnýjun ráð- herrabílaflotans stendur nú í 97,7 milljónum króna. Ljóst er að fljótlega þarf að endur- nýja tvo síðustu ráðherrabílana í flot- anum sem komnir eru til ára sinna og orðnir lúnir svo heildarkostnað- urinn við ráðherrabílakaup mun að líkindum rjúfa 100 milljóna króna markið á kjörtímabil- inu og gott betur. Það er velferðar- ráðuneytið sem eftir á að endurnýja ráð- herrabifreiðar sínar tvær, sem báðar eru orðnar níu ára gaml- ar og hafa hingað til þjónað heilbrigðis- ráðherra og félags- og húsnæðismálaráð- herra. Óttarr Proppé, nýr heilbrigðisráðherra, er sem stendur á Volvo XC90, árgerð 2008, og Þorsteinn Víglundsson, nýr félags- og jafnréttismálaráðherra, á Land Rover Freelander 2, einnig ár- gerð 2008. Ekki grænn kostur Nýr ráðherrajeppi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra er sjálfskipt- ur dísilbíll, 177 hestöfl og eyðir 9,2 lítrum/100 km. í innanbæjarakstri, 6,3 lítrum í utanbæjarakstri og 7,4 lítrum í blönduðum akstri. Mörg ráðuneytanna hafa í endur- nýjun bifreiða sinna veðjað á tengi- tvinnbíla, sem ganga bæði fyrir raf- magni og eldsneyti, og eru bæði sparneytnari og umhverfisvænni. Samanborið við þá ráðherrabíla er ljóst að Land Cruiser-jeppi sam- göngu- og sveitarstjórnarráðherra er ekki mjög grænn. n Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Glæsilegur bíll Innanríkisráðuneytið festi kaup á þessum nýja Land Cruiser-jeppa í byrjun mánaðarins. Kaup- verðið var tæpar 10,7 milljónir sem gerir hann að þeim fjórða dýrasta í ráðherrabílaflotanum. Mynd SiGtryGGur Ari Jón Gunnarsson Samgöngu- og sveitar- stjórnarráðherra. Mynd SiGtryGGur Ari Nikótínvökvi í kílóavís Tollverðir hafa að undanförnu haldlagt rúmlega 184 lítra af nikótínvökva sem flytja átti inn í landið. Í tilkynningu frá tollin- um kemur fram að flestar hafi sendingarnar, eða fimm tals- ins, komið frá Bandaríkjunum en einnig frá Bretlandi og Hong Kong. „Í flestum tilvikum var um hraðsendingar að ræða en einnig fáeinar póstsendingar. Þá voru tvær sendingar sem innihéldu merkimiða á nikótínvökva einnig haldlagðar en slíkt varðar brot á lyfjalögum. Athygli skal vakin á því að um er að ræða bráðabirgðatöl- ur,“ segir í tilkynningunni. Stærsta einstaka sendingin af nikótónvökva innihélt rúmlega 81 lítra og var þar um að ræða hraðsendingu frá Bandaríkj- unum. Næststærsta sendingin innihélt 48 lítra og barst hún frá Bretlandi. Tollstjóri hefur kært umrædd mál til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hagvöxtur á Íslandi var 7,2 prósent í fyrra Landsframleiðsla jókst að raun- gildi um 7,2 prósent á árinu 2016 og er nú 10 prósentum meiri en hún var árið 2008. Þetta kemur fram í tölum sem Hagstofa Íslands birti á fimmtudag. Á liðnu ári jókst einkaneysla um 6,9 prósent, samneysla um 6,9 prósent og fjár- festing jókst um 22,7 prósent. „Árlegur vöxtur einkaneyslu hefur ekki mælst meiri frá árinu 2005 en að árinu 2007 undan- skildu hefur einkaneysla ekki mælst meiri að raungildi hér á landi,“ segir í frétt Hagstofunnar. Þá segir í nýbirtum tölum að útflutningur hafi aukist 11,1 pró- sent á sama tíma og innflutning- ur jókst um 14,7 prósent. Fjárfesting jókst sem fyrr segir um 22,7 prósent á síðasta ári, en árlegur vöxtur fjárfestingar hefur ekki mælst meiri síðan árið 2006. Sótti slasaðan sjómann Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF- LIF, var kölluð út seint á miðviku- dagskvöld til að sækja veikan skip- verja af Hrafni Sveinbjarnarsyni GK-225. Skipið var þá að veiðum um 17 sjómílur vestur af Surtsey. Þyrlan fór í loftið rétt eftir miðnætti og um 40 mínútum síð- ar var hún komin að skipinu. Að sögn Landhelgisgæslunnar var maðurinn rólfær og því reyndist ekki þörf á að taka hann upp í sjúkrabörum. Þyrlan lenti svo á Reykjavíkurflugvelli klukkan rúmlega eitt eftir miðnætti. Þar beið sjúkrabíll sem flutti mann- inn á Landspítalann. U m 58 prósent Íslendinga eru á móti vegatollum, sem not- aðir yrðu til uppbyggingar á vegakerfinu, en 42 prósent eru hlynnt þeim. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnum Maskínu. Um 29–30 prósent svarenda sögð- ust vera hlynnt vegatollum til upp- byggingar á vegakerfinu aðeins þar sem maður hefði val um aðra leið. Um 12–13 prósent voru hlynnt vegatollum óháð því hvort maður hefði val um aðra leið. Mest andstaða við vegatolla reyndist á meðal sunnlendinga og Reyknesinga, en þrír af hverjum fjórum voru andvígir vegatollum. Helmingur Reykvíkinga er á móti vegatollum. Þeir sem hafa minni menntun eru frekar á móti vegatollum en þeir sem eru langskólagengnir. Þannig eru 72–73 prósent þeirra sem aðeins hafa lokið grunnskóla- prófi á móti vegatollum. „Síðast en ekki síst er munur á skoðunum svarenda eftir því hvaða flokk þeir myndu kjósa. Píratar eru einna helst á móti vegatollum, eða slétt 71 prósent, en kjósend- ur Bjartrar framtíðar eru minnst á móti vegatollum, eða rúmlega 32 prósent.“ n baldur@dv.is Íslendingar andvígir vegatollum Könnun Maskínu leiðir þetta í ljós Vegatollar Helmingur Reykvíkinga er á móti vegatollum. Mynd SiGtryGGur Ari Jón fær Land Crusier

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.