Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2017, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2017, Blaðsíða 2
Helgarblað 10.–13. mars 20172 Fréttir n Kostaði 10,7 milljónir n Kaupverð nýrra ráðherrabíla nálgast hundrað milljónir I nnanríkisráðuneytið hefur fest kaup á nýjum Toyota Land Cruiser 150 VX-jeppa fyrir Jón Gunnars- son, samgöngu- og sveitar- stjórnarráðherra. Jeppinn var keyptur 1. mars síðastliðinn og var kaupverðið 10.683.700 krónur sam- kvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu. Vantaði ráðherrabíl Eftir fjölgun ráðherra við myndun núverandi ríkisstjórnar Sjálfstæðis- flokks, Viðreisnar og Bjartrar fram- tíðar úr tíu í ellefu var ljóst að kaupa þyrfti nýjan ráðherrabíl fyrir einn þeirra líkt og DV greindi frá í lok jan- úar. Það kom í hlut innanríkisráðu- neytisins að kaupa þann bíl fyrir Jón en ráðherrar ráðuneytisins eru nú tveir eftir að því var skipt upp og Sigríður Á. Andersen gerð að dóms- málaráðherra. Hún fékk BMW X5- jeppa ráðuneytisins sem keyptur var vorið 2016. Jóni hefur verið ekið um á leigubíl frá því að hann settist í ráðherrastól í janúar og mætti einmitt á Chrysler- leigubifreið til fyrsta ríkisráðsfund- ar stjórnarinnar á Bessastöðum 11. janúar. DV fékk þær upplýsingar frá ráðuneytinu í lok janúar að verið væri að skoða kaup á nýjum ráðherrabíl fyrir Jón. Þau kaup eru nú frágengin að undangengnu útboði Ríkiskaupa. Hundrað milljóna flotinn Land Cruiser-jeppinn er níundi nýi ráðherrabíllinn sem keyptur hefur verið síðastliðin rúmlega tvö ár. Kostnaðurinn við endurnýjun ráð- herrabílaflotans stendur nú í 97,7 milljónum króna. Ljóst er að fljótlega þarf að endur- nýja tvo síðustu ráðherrabílana í flot- anum sem komnir eru til ára sinna og orðnir lúnir svo heildarkostnað- urinn við ráðherrabílakaup mun að líkindum rjúfa 100 milljóna króna markið á kjörtímabil- inu og gott betur. Það er velferðar- ráðuneytið sem eftir á að endurnýja ráð- herrabifreiðar sínar tvær, sem báðar eru orðnar níu ára gaml- ar og hafa hingað til þjónað heilbrigðis- ráðherra og félags- og húsnæðismálaráð- herra. Óttarr Proppé, nýr heilbrigðisráðherra, er sem stendur á Volvo XC90, árgerð 2008, og Þorsteinn Víglundsson, nýr félags- og jafnréttismálaráðherra, á Land Rover Freelander 2, einnig ár- gerð 2008. Ekki grænn kostur Nýr ráðherrajeppi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra er sjálfskipt- ur dísilbíll, 177 hestöfl og eyðir 9,2 lítrum/100 km. í innanbæjarakstri, 6,3 lítrum í utanbæjarakstri og 7,4 lítrum í blönduðum akstri. Mörg ráðuneytanna hafa í endur- nýjun bifreiða sinna veðjað á tengi- tvinnbíla, sem ganga bæði fyrir raf- magni og eldsneyti, og eru bæði sparneytnari og umhverfisvænni. Samanborið við þá ráðherrabíla er ljóst að Land Cruiser-jeppi sam- göngu- og sveitarstjórnarráðherra er ekki mjög grænn. n Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Glæsilegur bíll Innanríkisráðuneytið festi kaup á þessum nýja Land Cruiser-jeppa í byrjun mánaðarins. Kaup- verðið var tæpar 10,7 milljónir sem gerir hann að þeim fjórða dýrasta í ráðherrabílaflotanum. Mynd SiGtryGGur Ari Jón Gunnarsson Samgöngu- og sveitar- stjórnarráðherra. Mynd SiGtryGGur Ari Nikótínvökvi í kílóavís Tollverðir hafa að undanförnu haldlagt rúmlega 184 lítra af nikótínvökva sem flytja átti inn í landið. Í tilkynningu frá tollin- um kemur fram að flestar hafi sendingarnar, eða fimm tals- ins, komið frá Bandaríkjunum en einnig frá Bretlandi og Hong Kong. „Í flestum tilvikum var um hraðsendingar að ræða en einnig fáeinar póstsendingar. Þá voru tvær sendingar sem innihéldu merkimiða á nikótínvökva einnig haldlagðar en slíkt varðar brot á lyfjalögum. Athygli skal vakin á því að um er að ræða bráðabirgðatöl- ur,“ segir í tilkynningunni. Stærsta einstaka sendingin af nikótónvökva innihélt rúmlega 81 lítra og var þar um að ræða hraðsendingu frá Bandaríkj- unum. Næststærsta sendingin innihélt 48 lítra og barst hún frá Bretlandi. Tollstjóri hefur kært umrædd mál til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hagvöxtur á Íslandi var 7,2 prósent í fyrra Landsframleiðsla jókst að raun- gildi um 7,2 prósent á árinu 2016 og er nú 10 prósentum meiri en hún var árið 2008. Þetta kemur fram í tölum sem Hagstofa Íslands birti á fimmtudag. Á liðnu ári jókst einkaneysla um 6,9 prósent, samneysla um 6,9 prósent og fjár- festing jókst um 22,7 prósent. „Árlegur vöxtur einkaneyslu hefur ekki mælst meiri frá árinu 2005 en að árinu 2007 undan- skildu hefur einkaneysla ekki mælst meiri að raungildi hér á landi,“ segir í frétt Hagstofunnar. Þá segir í nýbirtum tölum að útflutningur hafi aukist 11,1 pró- sent á sama tíma og innflutning- ur jókst um 14,7 prósent. Fjárfesting jókst sem fyrr segir um 22,7 prósent á síðasta ári, en árlegur vöxtur fjárfestingar hefur ekki mælst meiri síðan árið 2006. Sótti slasaðan sjómann Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF- LIF, var kölluð út seint á miðviku- dagskvöld til að sækja veikan skip- verja af Hrafni Sveinbjarnarsyni GK-225. Skipið var þá að veiðum um 17 sjómílur vestur af Surtsey. Þyrlan fór í loftið rétt eftir miðnætti og um 40 mínútum síð- ar var hún komin að skipinu. Að sögn Landhelgisgæslunnar var maðurinn rólfær og því reyndist ekki þörf á að taka hann upp í sjúkrabörum. Þyrlan lenti svo á Reykjavíkurflugvelli klukkan rúmlega eitt eftir miðnætti. Þar beið sjúkrabíll sem flutti mann- inn á Landspítalann. U m 58 prósent Íslendinga eru á móti vegatollum, sem not- aðir yrðu til uppbyggingar á vegakerfinu, en 42 prósent eru hlynnt þeim. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnum Maskínu. Um 29–30 prósent svarenda sögð- ust vera hlynnt vegatollum til upp- byggingar á vegakerfinu aðeins þar sem maður hefði val um aðra leið. Um 12–13 prósent voru hlynnt vegatollum óháð því hvort maður hefði val um aðra leið. Mest andstaða við vegatolla reyndist á meðal sunnlendinga og Reyknesinga, en þrír af hverjum fjórum voru andvígir vegatollum. Helmingur Reykvíkinga er á móti vegatollum. Þeir sem hafa minni menntun eru frekar á móti vegatollum en þeir sem eru langskólagengnir. Þannig eru 72–73 prósent þeirra sem aðeins hafa lokið grunnskóla- prófi á móti vegatollum. „Síðast en ekki síst er munur á skoðunum svarenda eftir því hvaða flokk þeir myndu kjósa. Píratar eru einna helst á móti vegatollum, eða slétt 71 prósent, en kjósend- ur Bjartrar framtíðar eru minnst á móti vegatollum, eða rúmlega 32 prósent.“ n baldur@dv.is Íslendingar andvígir vegatollum Könnun Maskínu leiðir þetta í ljós Vegatollar Helmingur Reykvíkinga er á móti vegatollum. Mynd SiGtryGGur Ari Jón fær Land Crusier
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.