Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2017, Blaðsíða 4
Helgarblað 10.–13. mars 20174 Fréttir
Greiði 5.200
milljónir
Bræðurnir Karl og Steingrímur
Wernerssynir voru í vikunni
dæmdir, ásamt Guðmundi Óla
syni, til að greiða þrotabúi Mile
stone rúmlega fimm milljarða
króna í skaðabætur. Þeir bræð
ur létu Milestone kaupa hlut
Ingunnar, systur þeirra, út úr fyrir
tækinu fyrir hrun.
Ingunn vildi út úr eignarhalds
félaginu, sem þau systkinin áttu
saman, og bræðurnir keyptu hana
út fyrir rúmlega fimm milljarða
króna. Milestone greiddi fyrir þau
kaup og en Milestone, sem var fyr
irferðarmikið á hlutabréfmarkaði
fyrir hrun, varð síðar gjaldþrota.
Karl var í Hæstarétti í fyrra
dæmdur til þriggja og hálfs árs
fangelsisvistar en DV greindi frá
því nýlega að hann væri kominn
í opið úrræði. Steingrímur fékk
tvö ár og Guðmundur, sem var
forstjóri Milestone, þrjú ár í fang
elsi. Þeir dómar byggðu á bók
haldsbrotum og rangfærslum í
ársreikningum en sérstakur sak
sóknari ákærði í því máli.
Að þessu sinni er um að ræða
einkamál sem þrotabú Milestone
höfðar á hendur mönnunum.
Niðurstaðan varð, eins og áður
segir, sú að bræðurnir og Guð
mundur eru dæmdir til að greiða
um fimm þúsund og tvö hundruð
milljónir, auk dráttarvaxta frá ár
inu 2011, í skaðabætur.
Verð á íbúð ráðherra
hækkaði um 61 prósent
Fjölmörg tilboð bárust og seldist íbúðin á rúmum þremur milljónum yfir ásettu verði
E
ins og greint var frá á helstu
fjölmiðlum landsins auglýsti
Þórdís Kolbrún Reykfjörð
Gylfadóttir, þá nýskipaður
ráðherra ferðamála, iðnaðar
og nýsköpunar, íbúð sína til sölu
um miðjan febrúarmánuð. Íbúð
in er staðsett í fjölbýlishúsi í Furu
grund í Kópavogi, fjögurra herbergja
og 91 fermetri að stærð. Samkvæmt
heimildum DV var barist um íbúðina
og til marks um það var endanlegt
söluverð rúmum þremur milljónum
hærra en ásett verð. Óhætt er að full
yrða að fasteignaviðskipti ráðherrans
hafi verið farsæl því á 22 mánuðum
hækkaði íbúðin um 61% í verði.
Fasteignaverð rýkur upp
Fasteignaverð hefur hækkað mikið
undanfarin misseri og er ekkert lát á
þeirri þróun. Um miðjan febrúar síð
astliðinn var greint frá því að síðustu
12 mánuði hefði heildarhækkun
fasteignaverðs verið 16,3%. Greindi
Hagsjá Landsbankans frá því að
hækkanirnar væru svo miklar að fara
þyrfti allt aftur til ársins 2007 til þess
að sjá álíka tölur. Þá vekur athygli
að á sama tíma er verðbólga lítil og
stöðug. Helsta ástæðan fyrir þessari
þróun er einfaldlega skortur á
íbúðarhúsnæði. Samkvæmt annarri
skýrslu Hagsjár Landsbankans kem
ur fram að meðalfermetraverð í
norðurhluta Kópavogs hafi verið 359
þúsund krónur í lok árs 2016.
Umfangsmiklar endurbætur
Þórdís Kolbrún keypti íbúðina í
Furu grund þann 15. maí 2015 ásamt
manni sínum, Hjalta S. Mogensen.
Að auki var móðir hennar, Fjóla
Katrín Ásgeirsdóttir, skráð fyrir litlum
hlut, eins og gjarnan er raunin þegar
ungt fólk er að stækka við sig á íbúða
markaði. Kaupverð eignarinnar var
25,5 milljónir króna en seljandi var
dánarbú aldraðrar konu sem hafði
búið í íbúðinni frá fyrstu tíð. Því var
kominn tími á umfangsmiklar og
kostnaðarsamar endurbætur á íbúð
inni og í það verkefni réðust Þórdís
Kolbrún og Hjalti. Skipt var um inn
réttingar á baði og eldhúsi auk þess
sem skipulagi hennar var breytt með
því að rífa niður veggi. Þá var öll
um gólfefnum skipt út auk þess sem
íbúðin var máluð.
3 milljónum hærra en ásett verð
Rétt eftir að Þórdís Kolbrún hafði
tekið við lyklunum í ráðuneytinu var
íbúðin í Furugrund auglýst til sölu.
Fasteignasalan sem sá um verk
efnið var Fasteignamarkaðurinn og
var ásett verð 37,9 milljónir króna.
Eins og vaninn er var skipulagt svo
kallað „opið hús“ og þar var vel
mætt. Mátti sjá þar margt ungt fólk
í samfloti við foreldra sína að spá
og spekúlera. Óhætt er að fullyrða
að slegist hafi verið um íbúðina því
samkvæmt heimildum DV bárust
allmörg tilboð. Endanlegt kaupverð
var 41 milljón króna, rúmum þrem
ur milljónum yfir ásettu verði.
Á 22 mánuðum hafði því íbúð
ráðherrans hækkað úr 25,5 millj
ónum í 41 milljón. Það gera 15,5
milljónir króna og hækkun upp á
tæplega 61% sem er umtalsvert yfir
meðalhækkun á markaði. Miðað
við þetta verð þá er fermetraverð
íbúðarinnar í Furugrund 450 þús
und krónur, sem er um 30% hærra
en meðalfermetraverð í þessum
hluta Kópavogs. Kaupsamningur
vegna viðskiptanna var undirrit
aður þann 3. mars síðastliðinn og
á ráðherrann að afhenda eignina
þann 15. maí eða fyrr ef kostur er. n
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir Ráðherrann getur verið alsæll með söluna á íbúð fjölskyldunnar í Furugrund.
Björn Þorfinnsson
bjornth@dv.is
Stal áfengi
Héraðsdómur Reykjavíkur
dæmdi í vikunni karlmann í
60 daga fangelsi fyrir þjófnað
arbrot. Maðurinn var ákærð
ur fyrir að hafa í þrígang, á
tímabilinu ágúst til október í
fyrra, stolið áfengi úr verslunum
Vínbúðanna á höfuðborgar
svæðinu. Maðurinn mætti ekki
við þingfestingu málsins og
var því sakfelldur samkvæmt
ákæru. Dómurinn er skilorðs
bundinn til tveggja ára.
Mikill vafi lék á að þeir hefðu veitt samfanga áverka
B
örkur Birgisson og Annþór
Kristján Karlsson voru sýknaðir
af Hæstarétti í dag af ákæru fyrir
að hafa veitt Sigurði Hólm Sig
urðssyni, fanga á LitlaHrauni, áverka
sem leiddu til dauða hans í maí 2012.
Hæstiréttur staðfesti með úr
skurði sínum niðurstöður Héraðs
dóms Suðurlands frá því í fyrra. Í úr
skurði lægra dómstigs kom fram að
mikill vafi léki á því hvort þeir Börkur
og Annþór væru sekir um að hafa veitt
Sigurði áverkana. Ákæruvaldið áfrýj
aði þeim úrskurði og er nú komin end
anleg niðurstaða í málið.
Annþór og Börkur hafa ávallt neit
að sök en farið var fram á 12 ára fang
elsisdóm yfir þeim. Þeir sitja báðir
inni fyrir grófa líkamsárás sem átti sér
stað í janúar 2012. Dæmt var í því máli
haustið 2013 og fékk Annþór sjö ára
dóm en Börkur sex ára. n
Annþór og
Börkur sýknaðir