Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2017, Síða 10
Helgarblað 10.–13. mars 201710 Fréttir
Ekki færri
líkamsárásir
frá árinu 2011
Árið 2016 var tilkynnt um 283
líkamsárásir í miðborg Reykja
víkur. Lögreglunni á höfuð
borgarsvæðinu hafa ekki borist
jafn fáar tilkynningar á einu ári
frá því árið 2011 þegar tilkynnt
var um 261 brot.
Lögreglan sagði frá þessu á vef
sínum á fimmtudag. Flestar eru
tilkynningarnar vegna minni
háttar líkamsárása, sem varða
217. grein almennra hegn
ingarlaga. Flest brotanna koma
upp í tengslum við skemmtana
líf í miðborginni um helgar. Um
það bil tvö af hverjum þremur
tilkynntum ofbeldisbrotum árið
2016 áttu sér stað á tímabilinu frá
miðnætti til klukkan 7 að morgni
laugardags og sunnudags og voru
tæp 80 prósent þessara brota
skráð inni á skemmtistöðum eða
utandyra á þessu svæði.
Þá segir lögregla að karlmenn
séu um 90 prósent gerenda í of
beldismálum í miðborginni og
um 80 prósent brotaþola. Tæp
lega helmingur grunaðra var
á aldrinum 21 til 30 ára og um
helmingur brotaþola var á sama
aldri. Ekki er algengt að sömu
aðilar séu grunaðir í mörgum
ofbeldismálum á sama árinu.
Um níu prósent grunaðra báru
ábyrgð á tveimur eða fleiri of
beldisbrotum árið 2016.
Þegar á heildina er litið hef
ur ofbeldisbrotum á höfuð
borgarsvæðinu öllu fjölgað frá
árinu 2011. Það ár bárust lög
reglunni 679 tilkynningar um
ofbeldisbrot, en árið 2015 voru
tilkynningarnar aftur á móti
orðnar 1.186 og 1.169 árið 2016.
Að sögn lögreglu skýrist þessi
fjölgun af breyttu verklagi Lög
reglunnar á höfuðborgarsvæðinu
í heimilisofbeldis málum sem tók
gildi í janúar 2015. Allt til ársins
2015 var hlutfall heimilisofbeldis
mála í ofbeldisbrotum um það bil
25 prósent, en jókst nokkuð árin
2015 og 2016 eða í rúmlega 40
prósent.
Á næstu dögum og vikum mun
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
fara af stað með ný verkefni með
það að leiðarljósi að fækka of
beldisbrotum og auka öryggi í
miðborginni. Til að mynda er
nú unnið að uppsetningu á um
30 nýjum eftirlitsmyndavélum í
miðborginni auk þess sem Lög
reglan á höfuðborgarsvæðinu
mun vera með aukið eftirlit á
svæðinu um helgar.
Landsbyggðarþingmenn Pírata andsnúnir frumvarpi samflokksmanna sinna
Þ
ingmenn Pírata í Norðvestur
og Norðausturkjördæmi,
Eva Pandóra Baldursdóttir
og Einar Brynjólfsson, eru
andvígir frumvarpi sam
flokksmanna sinna sem gengur út á
breytingu á skiptingu þingsæta. Eva
segist myndi greiða atkvæði gegn
því kæmi það til afgreiðslu í þeirri
mynd sem það er nú. Hið sama er að
segja um varaþingmann Evu, Gunn
ar Ingiberg Guðmundsson, sem nú
situr á Alþingi.
Vilja fækka
landsbyggðarþingmönnum
Frumvarpið gerir ráð fyrir að þing
sætum í landsbyggðarkjördæmun
um verði fækkað og skal það gert í
því skyni að ná fram jöfnu vægi at
kvæða. Þingmönnum Norðvestur
kjördæmis myndi þannig fækka úr
átta í sex, þingmönnum Norðaust
urkjördæmis úr tíu í átta og þing
mönnum Suðurkjördæmis myndi
fækka úr tíu í níu. Að sama skapi
myndi þingsætum Reykjavíkurkjör
dæmanna tveggja fjölga úr ellefu í
tólf í hvoru kjördæmi og þingsætum í
Suðvestur kjördæmi myndi fjölga um
þrjú, verða sextán en eru þrettán nú.
Viktor Orri Valgarðsson, vara
þingmaður Pírata, er fyrsti flutnings
maður frumvarpsins en auk hans
eru sex aðrir þingmenn Pírata með
flutningsmenn. Af þremur lands
byggðarþingmönnum Pírata er að
eins einn meðflutningsmaður að
frumvarpinu, Smári McCarthy, þing
maður Suðurkjördæmis.
Sex þingmenn að lágmarki
Samkvæmt núgildandi lögum um
kosningar til Alþingis skal landskjör
stjórn reikna út eftir hverjar alþingis
kosningar hvort kjósendur á kjörskrá
að baki hverju þingsæti séu í ein
hverju kjördæmi helmingi færri en í
einhverju öðru kjördæmi. Sé svo skal
færa til þingsæti fyrir næstu kosn
ingar. Á þetta hefur tvisvar reynt, í
bæði skiptin í Norðvesturkjördæmi,
eftir kosningarnar 2003 og kosn
ingarnar 2009. Miðað við mann
fjöldaþróun er ekki ólíklegt að enn
þurfi að fækka þingsætum í Norð
vesturkjördæmi að afloknum næstu
reglulegu kosningum en sáralitlu
munaði að það þyrfti að gera eftir
síðustu kosningar.
Í greinargerð með frumvarp
inu kemur fram að það sé lagt fram
til að ná fram jöfnun atkvæða að
fullu. Þó kemur fram í frumvarp
inu að ekkert kjördæmi geti feng
ið færri en sex kjördæmasæti í sinn
hlut við skiptingu þingsæta. Er það í
samræmi við ákvæði stjórnarskrár
innar sem kveða á um það lágmark.
Verði mannfjöldaþróun með sama
hætti og verið hefur má því búast við
að þrátt fyrir að frumvarpið yrði að
lögum myndi engu að síður mynd
ast ójafnvægi milli kjósenda, þar eð
þingmönnum má ekki fækka niður
fyrir sex talsins.
Myndi ekki leggja nafn
sitt við frumvarpið
Eva Pandóra Baldursdóttir, þingkona
Pírata í Norðvesturkjördæmi, segir í
samtali við DV að eins og frumvarpið
líti út núna hefði hún ekki getað lagt
nafn sitt við það. Eva er sem stend
ur í fæðingarorlofi og var það einnig
þegar frumvarpið var lagt fram. „Það
skiptir ekki máli þó að frumvarpið
snerti mína stöðu sem þingmanns í
Norðvesturkjördæmi. Ég skil alveg
hugsunina um jöfnun atkvæðavægis
en mér finnst að það þurfi að horfa á
málið í víðara samhengi. Gæti verið
að landsbyggðin, sem staðið hefur
höllum fæti, þurfi einfaldlega á fleiri
þingmönnum að halda? Ég gæti ekki
lagt nafn mitt við þetta frumvarp eins
og það er,“ segir Eva og spurð hvort
hún myndi greiða atkvæði gegn
frumvarpinu í því formi sem það er
svarar hún því játandi, þó með því
fororði, að hennar sögn, að eðlilegt sé
að frumvarpið fái þinglega meðferð.
Gunnar Ingiberg Guðmundsson,
varaþingmaður Evu, segir liggja í
augum upp hvers vegna hann sé ekki
meðflutningsmaður að frumvarp
inu. „Ég er landsbyggðarþingmað
ur,“ segir Gunnar. Gunnar segir það
sína skoðun að kjördæmakerfið eins
og það er sé ónýtt og telji að gera eigi
landið allt að einu kjördæmi. Spurn
ingu um hvort hann hafi verið beðinn
um að vera meðflutningsmaður að
frumvarpinu svaraði hann játandi.
Vill nýja stjórnarskrá
Þingmaður Pírata í Norðaustur
kjördæmi, Einar Brynjólfsson, segir
að honum hafi verið boðið að vera
meðflutningsmaður að frumvarp
inu en ekki þegið það boð. „Ég er
ekki meðflutningsmaður að þessu
frumvarpi af þeirri einföldu ástæðu
að það felur í sér breytingu á kerfi
sem er ekki gott. Ég hefði viljað taka
upp nýja stjórnarskrá, sem myndi
breyta þessum málum verulega,
bæði hvað varðar kjördæmaskip
an og varðandi möguleika kjósenda
til að velja fulltrúa, af landslistum,
kjördæmalistum og með persónu
kjöri. Þetta frumvarp er bara plástur
á ónýtt kerfi og það mun fyrst og
fremst verða til þess íbúar í þeim
kjördæmum þar sem þingmönnum
myndi fækka verði ósáttir.“ n
Freyr Rögnvaldsson
freyr@dv.is
Plástur á ónýtt kerfi Einar Brynjólfsson,
þingmaður Pírata í Norðausturkjördæmi,
segir að frumvarpið sé bara til þess fallið að
valda óánægju í kjördæmunum. Mynd PíRataR
Er á móti Eva Pandóra Baldursdóttir,
þingmaður Pírata í Norðvesturkjördæmi,
segir að hún myndi greiða atkvæði gegn
frumvarpinu. Mynd alþingi
Vilja fækka landsbyggðarþing-
mönnum Hluti þingflokks Pírata vill fækka
landsbyggðarþingmönnum í því skyni að
jafna atkvæðavægi. Mynd SigtRygguR aRi
„Plástur á
ónýtt kErfi“
fáir reykja
Árið 2015 var hlutfall fólks á
Íslandi sem aldrei reykir með
því hæsta sem gerist í Evrópu.
Þetta kemur fram í tölum sem
Hagstofan birti í vikunni.
Rúmlega 81% fólks á Ís
landi reykja aldrei, en það er
þriðja hæsta hlutfall í Evrópu.
Hæst er hlutfall reyklausra
í Svíþjóð, rúmlega 83%, og í
Bretlandi, tæp 83%.
Evrópska heilsufarsrann
sóknin er samræmd rannsókn
á heilsufari og heilsutengdri
hegðun sem er framkvæmd af
hagstofum á Evrópska efna
hagssvæðinu. Rannsóknin fór
fram á Íslandi haustið 2015.