Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2017, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2017, Síða 16
Helgarblað 10.–13. mars 201716 Fréttir S tyrking krónunnar undan- farið virðist hafa skilað sér í lægra vöruverði á innflutt- um matvælum í verslunum. Á móti kemur að verð á ís- lenskum matvælum, sumum hverj- um, hefur hækkað verulega á sama tíma, í mörgum tilfella langt umfram verðlag. Launahækkunum á vinnu- markaði hefur verið velt út í verðlag- ið og íslenskir neytendur súpa seyðið af því. Formaður Neytendasamtak- anna segir mikla verðhækkun inn- lendrar matvöru að verulegu leyti í boði ofurvaxtastefnu Seðlabank- ans. Staðan í dag sé óásættanleg frá sjónarhorni neytenda og innlendra framleiðenda, sem líði fyrir. Erlent niður, innlent upp DV ákvað að skoða hvernig og hvort styrking krónunnar hefði í raun skil- að sér í lægra verði á innfluttum matvælum í verslunum. Til þess var stuðst við verðkannanir ASÍ á tilteknu tímabili, annars vegar í febrúar 2014 og nú í febrúar 2017. Í ljós kom að innfluttar vörur höfðu lækkað verulega í verði en íslenska framleiðslan hækkað. Ákveðið var að miða við verð Hag- kaupa í könnunum ASÍ þar sem vöru- verð þar fetar ákveðinn meðalveg, er að jafnaði hvorki lægst né hæst. Þar sem ekki eru alltaf sömu vörur milli kannana hjá verðlags- eftirliti ASÍ voru sömu vörur milli verðkannana bornar saman. Þar sem verð á vöru fyrir árið 2017 vantaði voru þær fundnar í vefverslun Hag- kaupa í einstaka tilfellum. Aðeins er um dæmi að ræða og listinn hvergi nærri tæmandi. Hins vegar sýna dæmin mjög greinilega tilhneigingu. Eins og sjá má í meðfylgjandi töflum er eina innlenda varan í úttekt DV á verðkönnunum ASÍ sælgætið Völu froskabitar. Mesta verðhækkunin á innlendri vöru er á samlokubrauði frá Myllunni, 26% hækkun milli kannana, og rjómaosti frá MS, 24,5%. Af innfluttu vörunum sem teknar voru út lækkar Merrild-kaffi mest, um 30%, Sun lolly frostpinnar og Kornax hveiti, báðar um og yfir 22%. Til samanburðar ber að geta að frá febrúar 2014 til febrúar 2017 hækkaði vísitala neysluverðs um 5%, og hækkanirnar því umfram verðlag. En hvað skýrir þessar hækkanir þá? DV leitaði svara. Hækkun kemur ekki á óvart Vörur frá MS eru áberandi í verð- könnunum ASÍ og fjórar mjólkur- vörur að finna í úttekt DV. Þær hafa allar hækkað í verði á tímabilinu, um- fram verðlag, en mismikið þó. Rjóma- ostur hefur þannig hækkað um 24,5% sem fyrr segir en hálfur lítri af Skyr.is með bláberjum aðeins um 6,2%. Ari Edwald, forstjóri MS, bendir á að opinber nefnd, Verðlagsnefnd búvöru, ákveði heildsöluverð á flest- um mikilvægari söluvörum MS og að aðrar verðbreytingar frá MS hafi verið nálægt þeim. Smásöluverð og smásöluálagning á þessum vörum er síðan frjáls svo verðmyndun þegar heildsöluverði sleppir byggi á ákvörðun hverrar verslunar fyrir sig. „Það kemur mér ekki á óvart að innlend framleiðsla sé að hækka umfram verðlag. Launahækkanir hafa t.d. verið miklar en gengi krón- unnar styrkst mikið.“ Skaðleg ofurvaxtastefna Ólafur Arnarson, formaður Neyt- endasamtakanna, skellir skuldinni á vaxtastefnu Seðlabanka Íslands, sem bæði íslenskir neytendur og inn- lendir framleiðendur líði fyrir. Sam- anburður DV nú staðfesti það sem samtökin hafi bent á. „Að helstu áhrif ofurvaxta Seðla- banka Íslands til varnar verðbólgu hér á landi koma fram í því að gengi krónunnar hækkar, sem leiðir til verð- lækkunar á innfluttum vörum. Tals- verð undirliggjandi verðbólga er hins vegar þegar innlend framleiðsla er skoðuð. Ofurvextir Seðlabankans eru raunar kostnaðarauki fyrir innlenda framleiðendur og ýta undir verð- hækkanir og þar með verðbólgu. Við þetta má bæta að ofur vextir Seðla- bankans gera ekkert til að slá á verð- hækkanir á fasteignamarkaði því enginn liður í vísitölu neysluverðs hefur hækkað meira en einmitt hús- næðisliðurinn. Án húsnæðisliðarins hefði vísitala neysluverðs farið lækk- andi allt frá árinu 2015.“ Ólafur segir að svo virðist sem ofurvaxtastefna Seðlabankans hafi lítil áhrif á verðlag á Íslandi, önnur en þau að koma í veg fyrir lækkun vísitölu neysluverðs og standa þannig í vegi fyrir því að höfuðstóll húsnæðis lána heimilanna og verð- tryggðra lána fyrirtækjanna lækki. En nokkrar augljósar skýringar eru á ólíkri verðþróun íslenskrar framleiðslu og innfluttra vara. „Ofris krónunnar vegna of hárra vaxta Seðlabankans veldur lækkun á inn- kaupsverði innfluttra vara í krónum. Sömu áhrif hefur niðurfelling tolla og vörugjalda, sem nokkuð hefur verið um. Raunar ættu innflutt mat- væli að hafa lækkað enn frekar en raun ber vitni ef einungis er horft til áhrifa af gengisþróun.“ Launaþróun innanlands hafi síð- an haft áhrif til hækkunar á fram- leiðslukostnaði innlendra matvæla. Ofurvextir Seðlabankans valdi því svo að öll fjármögnun innlendra framleiðenda og fjárfesting sé mun dýrari en hjá erlendum framleiðend- um sem búi við vaxtakostnað sem nemi einungis broti af þeim kostn- aði sem innlendir framleiðendur og íslenskir neytendur búi við. „Þá hefur húsnæðiskostnaður bæði íslenskra neytenda og fyrir- tækja hækkað mjög ört undanfarin ár vegna skorts á húsnæði og títt- nefndra ofurvaxta Seðlabankans, sem hækka mjög kostnað á byggingarstigi fasteigna. Þessi kostn- aðarauki fer inn í verðlag.“ Í boði ofurvaxta Seðlabankans Ólafur segir Neytendasamtökin ítrek- að hafa ályktað gegn verðtryggingu neytendalána og ofurvaxtastefnu Seðlabankans og telja ábyrgð Seðla- bankans á þeirri verðlagsþróun inn- lendrar framleiðslu mjög mikla. „Þá er það einnig að háir vextir Seðlabankans auka mjög kostnað neytenda til að koma sér þaki yfir höf- uðið og eru þannig ein rót þess að launþegar þessa lands hafa séð sig knúna til að sækja kauphækkanir um- fram það sem tíðkast í nágrannalönd- um okkar. Því má segja að hin mikla verðhækkun innlendrar matvöru sé að verulegu leyti í boði ofurvaxta- stefnu Seðlabankans. Sú verðlækkun innfluttra matvæla, sem fæst með gengishækkun krónunnar, sem stafar að verulegu leyti af þessum sömu of- urvöxtum, er síðan ekki sjálfbær þar sem vaxtamunurinn við útlönd laðar hingað spákaupmenn, sem fyrr eða síðar forða sér og þá hrynur krónan.“ Óásættanlegt Ólafur segir aðspurður að þessi þróun sé óásættanleg út frá sjónarmiði neyt- enda. „Ástandinu í dag má líkja við alvarleg sjúkdómseinkenni í íslensku hagkerfi. Reynslan hefur sýnt okkur að svona ástand leiðir að lokum óhjá- kvæmilega til kollsteypu í hagkerfinu með tilheyrandi verðbólguholskeflu sem mun reynast neytendum þungbær í verðtryggingarumhverfi þar sem öll áhætta af efnahagsóstöðugleika er flutt af fjármálafyrirtækjum yfir á neytendur og atvinnufyrirtækin í landinu.“ n n Krónan styrkist og launahækkunum velt út í verðlag n Ofurvextir refsa neytendum Íslensk framleiðsla Vara kr. 2014 kr. 2017 +hækkun/-lækkun Myllan samlokubrauð 770 g. 385 485 +26% MS rjómaostur til matargerðar 400 g. 477 594 +24,5% Kaffitár Morgundögg 400 g. (1) 799 979 +22,5% MS AB mjólk 1 l. 267 319 +19,4% SS hamborgarhryggur í sneiðum kílóverð 3.900 4.390 +12,5% Royal karamellubúðingur 90 g. 215 239 +11% MS Skyr.is bláberja 500 g. 369 392 +6,2% MS ostur Ljótur 200 g. 659 699 +6% Stjörnupopp osta 100 g. 184 189 +2,7% Völu froskabitar 150 g. 388 339 -12,6% (1) Morgundögg frá Kaffitári var í 500 g. pakkningum árið 2014 en 400 g. pakkningum árið 2017. Verðið frá 2014 hefur því verið umreiknað miðað við verð á grammi yfir í 400 g. pakkn- ingu til að bera saman sama magn. Innfluttar vörur Vara kr. 2014 kr. 2017 +hækkun/-lækkun Merrild kaffi mellemristet 103 (500 g.) 849 689 -30% Sun lolly appelsínubragð 10 stk. 339 439 -22,7% Kornax hveiti 2 kg. rauður pk. 319 249 -22% Melroses te, 25 stk. rauður pk. 329 229 -18,8% Burger spelt hrökkbrauð 195 169 -13% Bertolli viðbit 250 g. 249 219 -12% Miðað við verð í verslunum Hagkaupa í verðlagskönnunum ASÍ í febrúarbyrjun 2017 og marsbyrjun 2014 þar sem sömu vörur voru milli kannana. Þar sem verð á vörum fyrir árið 2017 vantaði voru þær fundnar í vefverslun Hagkaupa. (7. mars 2017) Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Ólafur Arnarson Formaður Neytendasamtakanna. Ari Edwald Forstjóri MS. Sífellt dýrara að kaupa innlent Á meðan styrking krónunnar hefur skilað sér í lægra matvöruverði á innfluttum vörum til neytenda hefur innlend framleiðsla hækkað í verði. Íslenskt orðið miklu dýrara

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.