Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2017, Qupperneq 20
Helgarblað 10.–13. mars 201720 Fréttir Erlent
Finnar í sjöunda himni
með að fá borgaralaun
n Atvinnulausir fá reisn n Engar áhyggjur af skerðingum n Þrír mánuðir liðnir af tilrauninni
F
rá áramótum hafa tvö þúsund
Finnar fengið greidd borgara
laun, eða það sem kallað
er skilyrðislaus grunnfram
færsla. Um er að ræða tilraun
sem felur í sér að þátttakendur fá
greitt sem nemur tæpum 65 þúsund
krónum, eða 560 evrur, inn á reikn
ing sinn, burtséð frá því hvort þeir
séu í vinnu eða atvinnulausir. Launin
hafa verið greidd út þrisvar og er því
komin reynsla á tilraunina sem mun
standa í tvö ár. Ef vel tekst til verður
það tekið til skoðunar að allir Finnar
fái greidd borgaralaun, en með því er
talið að hægt væri að spara umtals
verða fjármuni sem að öðrum kosti
færu í fjárfrekar stofnanir landsins.
Hér á landi hafa borgaralaun
verið nokkuð í umræðunni, en árið
2015 lögðu Píratar fram þingsálykt
unartillögu um borgaralaun. Hug
myndin var sú að launin myndu
leysa almannatryggingakerfið af
hólmi, eða í það minnsta einfalda
það verulega, auk þess að uppræta
ójöfnuð í samfélaginu.
Þátttakendur í finnsku tilrauninni
eru sem fyrr segir tvö þúsund talsins
og eru þeir á aldrinum 35 til 58 ára.
Þeir sem áður þáðu atvinnuleysis
bætur fá borgaralaun í staðinn, en að
standendur tilraunarinnar sögðu að
markmiðið væri að þátttakendur í at
vinnuleit gætu tekið að sér hlutastörf,
gengi illa að finna fullt starf, án þess
að launin myndu skerðast að nokkru
leyti. Það er einmitt markmiðið með
borgaralaununum; að kerfið geri ekki
ráð fyrir neinum skerðingum og allar
aðrar tekjur leggjast ofan á borgara
launin.
Hér á eftir má sjá hvernig þátttak
endur telja að tilraunin hafi heppn
ast til þessa. n
Einar Þór Sigurðsson
einar@dv.is Borgaralaun Tvö þúsund Finnar fá sem
nemur 65 þúsund krónum á mánuði í tvö ár.
Finnar gera tilraun með borgaralaun og virðist
almenn ánægja ríkja með kerfið. Mynd EPA
„Ókeypis peningur“ „Fyrir mig er þetta í raun eins og ókeypis peningur
sem bætist ofan á launin,“ segir Mika Ruusunen í samtali við Guardian. Hann trúði því vart
þegar hann fékk tilkynningu þess efnis í desember að hann hefði verið valinn til þátttöku
í tilrauninni. Mika, sem er tveggja barna faðir og búsettur í Kangasala, missti vinnuna fyrir
tveimur árum en þá starfaði hann sem bakari. Honum gekk illa að finna vinnu en fékk þó
stöðu starfsnema nýlega í upplýsingatæknigeiranum. Þó að hann vanti ekki beinlínis pen-
ingana segir hann að þeir veiti ákveðið öryggi – og þá sérstaklega þeim sem eru atvinnu-
lausir eða í atvinnuleit. Þá komi þeir að góðum notum fyrir þá sem vilja reyna fyrir sér á sviði
nýsköpunar þar sem fyrstu mánuðirnir geta oft verið erfiðir. „Ef einhver vill stofna fyrirtæki
fær hann ekki atvinnuleysisbætur, jafnvel þótt tekjurnar séu engar fyrstu mánuðina. Þú
verður að hafa sparifé, annars er þetta ómögulegt.“
Gat ekki tekið að
sér vinnu Juha Järvinen er
annar þátttakandi í verkefninu en hann
er búsettur í vesturhluta Finnlands.
Hann hefur verið atvinnulaus í fimm ár
eftir að fyrirtæki hans fór á hausinn.
Hann segir að borgaralaunin geri það
að verkum að einstaklingar í hans stöðu
öðlist meira frelsi til athafna í atvinnu-
lífinu. Juha þykir flinkur ljósmyndari auk
þess sem hann býr yfir þekkingu til að
setja upp heimasíður. Á þeim fimm árum
sem liðin eru síðan fyrirtæki hans fór á
hausinn hefur hann sinnt þessu áhuga-
máli sínu en ekki þegið nein laun fyrir
því þá myndu atvinnuleysisbæturnar
skerðast. „Ég hef gert margt án þess að
þiggja greiðslu fyrir, einfaldlega af því ég
hef gaman af því. Áður en að borgara-
laununum kom hefði ég lent í vandræð-
um hefði ég þegið greiðslu fyrir.“
Atvinnulausir fá reisn „Núna get ég einbeitt mér að því sem mig
langar að gera, í stað þess að eiga við skrifræðið,“ segir hin 34 ára Sini Marttinen sem er í
hópi þeirra sem fá borgaralaun. Bakgrunnur Sini liggur í félagsstarfi og hefur hún verið að
leita að starfi við hæfi undanfarin misseri. Hún segir að borgaralaunin létti fjárhagslegar
byrðar en segir að einn stærsti kosturinn sé sá að atvinnulausir endurheimti ákveðna reisn.
Sini var í fastri vinnu þar til í fyrravor er staða hennar var lögð niður og flutt til Kaupmanna-
hafnar. Í stað þess að flytja þangað ákvað Sini að freista gæfunnar í Finnlandi, en hefur
ekki haft erindi sem erfiði með að finna starf. Undanfarna mánuði hefur hún starfað sem
sjálfboðaliði fyrir tekjulágar fjölskyldur auk þess sem hún hefur hjálpað hælisleitendum.
Engar áhyggjur af skerðingu
„Núna getur maður náð andanum og einbeitt sér að því að fá
þá vinnu sem er í boði, án þess að hafa áhyggjur af skerðingu
atvinnuleysisbóta,“ segir Mari Saarenpää, þrítug kona sem
býr í afskekktu þorpi, Paltamo, í miðhluta Finnlands. Mari
er garðyrkjufræðingur að mennt en atvinnuleysi er talsvert
á svæðinu og þurfa margir íbúanna að reiða sig á hlutastörf
eða sinna verktakavinnu. Áður en Mari fékk borgaralaunin
fékk hún sem nemur 77 þúsund krónum á mánuði í atvinnu-
leysisbætur. En hver króna sem Mari þénaði, til dæmis í
verktakavinnu eða aukavinnu, skerti bæturnar. Nú eru þær
áhyggjur úr sögunni. Mari flutti til Paltamo fyrir þremur
árum ásamt unnusta sínum, Tuomas, sem er nemandi í
verkfræði. Samhliða námi starfar hann í varahlutaverslun
fyrir bíla. Mari vill búa áfram í sveitinni, meðal annars vegna
þess að sonur hennar, Veeti, 10 ára, er með Aspergers-heil-
kennið og nýtur sín best í rólegu umhverfi.