Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2017, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2017, Page 23
Helgarblað 10.–13. mars 2017 Umræða 23 ( 893 5888 Persónuleg og skjót þjónusta þú finnur okkur á facebook borgarstjórn Reykjavíkur hafi fyrir tveimur, þremur árum eða svo verið orðin svo leið á þessu endingarleysi gatna að hingað hafi verið pantaðir verkfræðingar með háar prófgráður frá Þýskalandi, þar sem átóbanarnir eru og duga vel. Mér er líka sagt að þýsku fræðingarnir hafi rannsakað öll verkferli við hérlendar framkvæmdir á þessu sviði, og reyndar fundið að fleiru er deigu grjóti; þeir munu, að því er mér var sagt, hafa skrifað svarta skýrslu um allar hliðar málsins, með- al annars fúsk þeirra sem leggja til efnið: malbik mun eiga að vera að mig minnir eitthvað hundrað og tuttugu gráðu heitt þegar það er lagt, en hafi sjaldnast hér hjá okkur verið meira en sjötíu gráður, með þeirri afleiðingu að það loðir hreinlega ekki saman og spænist því upp eigin lega eins og hver önnur lausamöl, eða næstum eins og sandur í sandkassa. En hitt meginatriðið hinna þýsku sneri svo að grjótinu, sjálfum jarðveginum sem hafður er til þessara nota: það vant- ar allan slitstyrk. Það mun hafa verið sagt að það þýddi hreinlega ekkert að vera að sækja þannig byggingarefni á gosbeltið, sem nær um allan miðpart landsins frá suðvestri til norðausturs; miklu skárra væri að fara á Austfirði eða Vestfirði, en þó langmest vit að flytja slíkt efni hreinlega inn, frá lönd- um með gömlu hörðu bergi; risaskip myndi gera mikið gagn með nokkrum ferðum. Steinhúsin sem molna og flöt þök Svo er hitt auðvitað opinbert leyndarmál hvað steinhús mörg hér á landi hafa reynst mikil hrákasmíð. Við höfum öll komið í borgir þar sem steinhús eru gömul; heilu miðborg- irnar samanstanda af byggingum sem eru jafnvel margra alda forn- ar, og líta þó út fyrir að vera býsna státnar. Á meðan heilu hverfin hér hjá okkur eru þannig að fáum ára- tugum eftir að þau eru glæný hefj- ast milljónafram kvæmdir við steypu sem er svo sprungin að styrktarjárn tærist upp, það þarf að rífa niður heilu svalalengjurnar og helst klæða þessi hús með missmekklegum málmplötum, og dugir þó stundum skammt. Eitt fyrirbærið er nú þetta með flötu þökin, sem víða erlendis hafa reynst alveg prýðileg ef rétt er frá þeim gengið, en hafa hér aldrei verið nema til ama, leka og vatnstjóns. Hversu oft hefur maður heyrt sagt að það þýði ekkert að vera með flöt þök hér vegna okkar sérstöku veður- skilyrða? En hvaða veðurskilyrði eru það eiginlega sem eru svo frábrugðin hér og í löndunum handan hafs fyrir austan og vestan, svo dæmi sé nefnt? Hér er að vísu hitamunur á vetri og sumri, en það er alls staðar, og meira að segja víða miklu meiri en hér í áðurnefndum löndum. Hér kemur rigning, snjór og slydda, en það er líka svo, „þér að segja“, í öðrum lönd- um en okkar. Er það kannski vindur- inn sem svona öðruvísi hér? Nei ónei! Langlíklegasta skýringin er sú að þetta stafi af vondu byggingarefni sem hér er notað. Ég þykist ekki vera neinn sér- fræðingur á þessu sviði, en margt hefur maður heyrt frá kunnáttu- mönnum. Meðal annars að hér sé ekki bara hinni stökku og frauð- kenndu möl um að kenna, heldur líka vondu sementi, sem landsmönn- um var skylt að kaupa í nokkra ára- tugi, og ekki annað. Þó hafði það ver- ið á æði margra vitorði að sementið frá ríkisverksmiðjunni einu væri lé- legt, og því til sönnunar sé sú stað- reynd að þegar ráðist var í að byggja Búrfellsvirkjun á sjöunda áratug liðinnar aldar hafi danska verktaka- fyrirtækið Phil og Søn, sem bauð best í þá risaframkvæmd, sett það skil- yrði fyrir aðkomu sinni að þeir mættu taka með sér danskt sement frá Ála- borg. Og mun það mikla steypuvirki við Búrfell standa mjög heillegt síð- an þá. Til samanburðar mætti nefna sjálfa Hallgrímskirkju, sem var í ákafri byggingu um svipað leyti og Búrfellsvirkjun reis. En eins og menn vita þarf að ráðast þar í risavaxn- ar endurbyggingar á fárra ára fresti, með tilheyrandi stillansavirki. Verk- fræðingur einn sagðist hafa heyrt að kannski væri mesta vitið að rífa turninn og vængina og reisa aftur með almennilegu efni og aðferðum, annars yrði þetta aldrei til friðs. Með öðrum orðum: mönnum var þetta með lélegt byggingarefni og sement vel kunnugt, eða mátti vera það, en samt var haldið áfram að nota þetta hálfónýta stöff með þeim afleiðingum að kannski mun á end- anum þurfa að rífa heilu og hálfu blokkahverfin frá því um og uppúr miðri síðustu öld. Það þarf að hugsa þessi mál upp á nýtt Ó fögur er vor fósturjörð, um það verður aldrei deilt. Og kostir hennar eru fleiri en fegurðin, eins og til dæm- is þetta með framboðið góða af tand- urhreinu vatni sem sumt hefur verið ár og áratugi að síast í gegnum jarð- veginn áður en það kemur upp á yfir- borðið. Mér er sagt að lindin eða áin sem rennur neðanjarðar í Ölfusinu og fyrirtækið Icelandic glacial tappar á til útflutnings sé þannig að dagsrennsli þar færi langt með að duga fyrir allt flöskuvatn heimsins á ári. Og það vatn hefur verið úrskurðað af alþjóð- legum yfirvöldum sem eins hreint og heilnæmt sem hugsast getur. En gall- inn við jarðveginn hér er líka augljós: hann er varla nema með undantekn- ingum dugandi sem byggingarefni. Á miðöldum byggði fólk, sömu þjóðar og við vorum, steinhús í Noregi, Færeyjum og Grænlandi, en ekki hér. Sumir hafa viljað kenna um hve grjótið okkar dugði lítt þótt hitt sé líka sennilegt að menn hér hafi reynt að hlaða upp steinveggjum, en gefist upp vegna tíðra jarðskjálfta. En hitt eru hreinar línur að ef við ætlum að leggja götur sem eitthvað endast þá er eina vitið að flytja inn möl til að blanda í bikið, og grús í steypu verður að velja af miklu meiri kostgæfni en gert hefur verið. n „Með öðrum orðum: mönnum var þetta með lélegt byggingarefni og sement vel kunn- ugt, eða mátti vera það, en samt var haldið áfram að nota þetta hálf- ónýta stöff með þeim afleiðingum að kannski mun á endanum þurfa að rífa heilu og hálfu blokkahverfin frá því um og uppúr miðri síðustu öld. Ó fögur er vor fósturjörð Og kostir hennar eru fleiri en fegurðin. Mynd Sigtryggur Ari Gleraugnaverslunin Eyesland býður mikið úrval af íþróttagleraugum á góðu verði – og þú færð frábæra þjónustu. Verið velkomin! Sportgleraugu Red Bull sólgleraugu kr. 14.950,- Eyesland . Grandagarði 13 og Glæsibæ, 5. hæð . sími 510 0110 . www.eyesland.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.