Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2017, Side 33

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2017, Side 33
vikublað 7.–9. mars 2017 Kynning - Veitingar 29 Óviðjafnanleg stemning í morgunverðinum Kaffivagninn, Grandagarði 10 Þ að er geysileg aukning hjá okkur í morgunverðinum. Þar spilar inn í að það eru svo fáir staðir opn- ir snemma á morgnana en hérna er opnað klukkan hálf átta. Hér er stundum fullt út úr dyrum og gestahópurinn spannar alla flóru mannlífsins, hér eru erlendir ferða- menn, ungt námsfólk og fjölmargir fastagestir í eldri kantinum. Þessi fjölgun hefur orðið án þess að við höfum verið að auglýsa morgun- verðinn sérstaklega, orðsporið hef- ur borist víða og frábærar umsagn- ir á TripAdvisor hafa haft sín áhrif.“ Þetta segir Mjöll Daníelsdóttir sem rekur hinn fornfræga stað Kaffi- vagninn úti á Granda. Morgun- verðarstemningin á Kaffivagninum þykir einstök og stundum er salur- inn fullsetinn strax upp úr klukk- an hálf átta á morgnana. Eitt af því sem gerir stemninguna einstaka er hópur fastagesta sem ávallt drekkur saman kaffi á morgnana: „Þetta eru afskaplega flottir karlar, fágætir fuglar. Til dæmis hann Dagfinnur flugmaður sem er orðinn 91 árs. Svo er það lögreglu- stjóri úr Keflavík og hér er líka hann Bjössi Króna, Kristján Knútsson og margir aðrir gamlir og frægir spek- ingar,“ segir Mjöll. Morgunverðarúrvalið er afar fjöl- breytt: „Við erum með venjulegan gamaldags hafragraut og síðan lúxus hafragraut með chia-fræjum, jarðar- berjum og bláberjum; við erum með reyktan lax með eggjahræru, egg og beikon, nýbökuð hveitihorn og rúnnstykki og margt fleira. Kaffivagninn er opnaður klukkan hálf átta á morgnana og lokar klukkan 18. Segja má að dagur- inn á Kaffivagninum skiptist í þrjá kafla: Morgunverðinn, hádegis- verðinn og síðdegiskaffið. Töluverð endurnýjum hefur orðið á matseðl- inum eftir að Mjöll og eiginmað- ur hennar, Guðmundur Viðars- son, tóku við rekstri staðarins árið 2013, en Guðmundur er matreiðslu- meistari staðarins. Hádegisverður- inn hefur verið nútímavæddur: „Við leggjum mikla áherslu á fisk- rétti og erum á þessum skandin- avísku nótum. Flestir fiskréttirnir okkar eru bornir fram á pönnum. Einn af þessum pönnuréttum má kalla aðalsmerki Kaffivagnsins en það er þorskhnakki, gratíneraður með rækjum og béarnaise-sósu, Julian-grænmeti og kartöflum. Þetta er afar vinsæll réttur. Síðan erum við með gömlu góðu réttina sem við för- um með upp á næsta stig. Þar má nefna plokkfisk, fiskibollur, bleikju og fiskisúpu. Þá erum við með smur- brauð með rauðsprettu en fyrir þá sem alls ekki vilja fisk þá bjóðum við líka upp á smurbrauð með roast beef sem við poppum dálítið upp.“ En jafnframt þessu heldur Kaffivagninn í sínar gömlu hefðir og hefur því yfir sér „retro“ yfir- bragð sem mörgu yngra fólki þykir mjög eftir sóknarvert. Þannig er til dæmis vinsælt að fá sér uppáhellt kaffi og kleinu í eftir miðdaginn og „hvar annars staðar en hér færðu rjómapönnukökur,“ segir Mjöll. Enn fremur eru allar kökur á Kaffivagninum bakaðar á staðnum fyrir utan tvær tegundir sem eru sér- bakaðar fyrir Kaffivagninn. n Kaffivagninn er að Grandagarði 10. Opið er virka daga frá kl. 07.30 til 18.00 og um helgar frá 09.00 til 18.00. Heimasíðan er www.kaffivagninn.is og Facebook-síða er www.facebook. com/kaffivagninn. Fastagestir Hópur fastagesta gefur staðnum skemmtilegan blæ á morgnana. Myndir Sigtryggur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.