Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2017, Síða 34
Helgarblað 10.–13. mars 201730 Sport
Þ
að hefur verið bjartara út-
lit yfir íslenskum lands-
liðsmönnum en akkúrat
þessa dagana. Þann 24.
mars er mikilvægur leikur
við Kósóvó í undankeppni HM, leik-
ur sem þarf að vinnast svo íslenska
liðið eigi möguleika á að komast á
HM í Rússlandi 2018.
Staðan á lykilmönnum Íslands er
ekki góð en fjórir leikmenn sem hafa
allir leikið mjög stórt hlutverk síðustu
ár verða líklega ekki með í leiknum.
Útilokað er að Kolbeinn Sigþórsson
verði með en þessi frábæri framherji
hefur ekki spilað leik síðan í ágúst
og óvíst er hvenær hann spilar aftur.
Birkir Bjarnason verður frá næstu
tvo mánuðina en hann hefur leikið
stórt hlutverk í landsliðinu síðustu ár.
Mjög ólíklegt er að Jóhann Berg Guð-
mundsson, kantmaður Burnley, verði
með en hann glímir við hnémeiðsli.
Hann og Birkir Bjarnason hafa átt
fast sæti hvor á sínum kantinum síð-
ustu ár. Alfreð Finnbogason, fram-
herji Augsburg í Þýskalandi, hefur
ekki spilað síðan í september og óvíst
er hvenær hann snýr aftur á völlinn.
Þetta eru stór skörð sem þjálfarinn,
Heimir Hallgrímsson, þarf að fylla.
Hver á að skora mörkin?
Þegar þessir fjórir leikmenn eru
teknir út úr dæminu sést að 46 mörk
hverfa á einu bretti. Mestu munar
þar um Kolbein sem hefur skorað
22 mörk fyrir landsliðið. Ef mögu-
legt byrjunarlið Íslands fyrir leikinn
gegn Kósóvó er skoðað má sjá að þar
hafa þeir tíu útileikmenn sem líkleg-
astir eru til að byrja leikinn skorað
32 mörk, 14 mörkum minna en þeir
fjórir sem frá eru vegna meiðsla.
Gylfi Þór Sigurðsson er langlík-
legastur til þess að skora fyrir lands-
liðið, hann hefur skorað 14 mörk
fyrir landsliðið sem er níu mörkum
meira en næsti maður. Arnór Ingvi
Traustason hefur skorað fimm mörk
fyrir landsliðið á stuttum tíma og ætti
að fá tækifæri í þessum leik vegna
meiðsla Birkis og Jóhanns.
Ískaldur Jón Daði
Jón Daði Böðvarsson, framherji Wolv-
es, hefur ekki skorað mark í leik síðan
í ágúst og hans styrkleiki fyrir lands-
liðið hefur ekki verið markaskor-
un. Nú þegar Kolbeinn og Alfreð eru
meiddir er langlíklegast að Viðar Örn
Kjartansson fái tækifæri. Hann hefur
ekki fengið mörg af þeim með lands-
liðinu en spilamennska hans í Ísrael
ætti að gefa honum sénsinn. Viðar
hefur skorað mikið undanfarið og
ætti að vera líklegur til afreka gegn
Kósóvó. Viðar hefur þó aðeins skorað
eitt mark fyrir Ísland.
Miðverðirnir
Ragnar Sigurðsson og Kári Árna-
son hafa átt þessar stöður síðustu
ár en báðir hafa verið á betri stað en
einmitt þessa stundina, Kári hefur
verið að glíma við meiðsli en er að
ná sér og ætti að spila næstu leiki
Omonia á Kýpur. Ragnar Sigurðsson
er hins vegar úti í kuldanum hjá Ful-
ham á Englandi, Ragnar hefur ekkert
fengið að spila síðustu vikur. Ólíklegt
er þó að Heimir Hallgrímsson breyti
einhverju í hjarta varnarinnar enda
hafa Ragnar og Kári átt góðu gengi
að fagna með landsliðinu.
Ekki bara dökkar hliðar
Það eru þó ekki bara dökkar hliðar
sem blasa við landsliðinu nú um
stundir. Aron Einar Gunnarsson og
Gylfi Þór Sigurðsson eru líklega mikil-
vægustu leikmenn liðsins og þeir eru
báðir í sínu besta formi á ferlinum,
Gylfi hefur verið frábær með Swansea
í ensku úrvalsdeildinni á sama tíma
og Aron Einar hefur reynst Cardiff frá-
bærlega í næstefstu deild Englands.
Emil Hallfreðsson hefur einnig verið
frábær með Udinese á Ítalíu og hann
ætti að fá langþráð tækifæri í alvöru
landsleik. Mörgum þykir Emil ekki fá
það hrós sem hann hefur átt skilið á
Íslandi og nú gæti hann fengið tæki-
færi til að minna rækilega á sig. n
Hver á að skora mörkin?
n Gylfi þarf hjálp gegn Kósóvó n Fær Viðar langþráð tækifæri? n Meiddir með 46 mörk
Meiddir
Kolbeinn Sigþórsson 22 mörk
Alfreð Finnbogason 11 mörk
Jóhann Berg Guðmundsson 5 mörk
Birkir Bjarnason 8 mörk
46 mörk samtals
Hannes Þór
Halldórsson
0 mörk
Birkir Már
Sævarsson
1 mark
Arnór ingvi
Traustason
5 mörk
Viðar Örn
Kjartansson
1 mark
Jón daði
Böðvarsson
2 mörk
Gylfi Þór
Sigurðsson
14 mörk
Aron einar
Gunnarsson
2 mörk
emil
Hallfreðsson
1 mark
Kári
Árnason
3 mörk
ragnar
Sigurðsson
3 mörk
Ari Freyr
Skúlason
0 mörk
Hörður Snævar Jónsson
hoddi@433.is
LíKLeGT
ByrJunArLið
32 mörk samtals