Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2017, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2017, Qupperneq 20
20 Helgarblað 21.–24. apríl 2017fréttir - erlent Í tuttugu og sex ár töldu banda- rísk löggæsluyfirvöld að Gustavo Falcon, sem talinn er hafa átt þátt í smygli á fleiri tonnum af kókaíni til Bandaríkjanna á níunda áratug liðinnar aldar, væri í felum í Mexíkó eða Kólumbíu. Gustavo þessi var hins vegar handtekinn á dögunum í Bandaríkj- unum, 26 árum eftir að ákæra var gefin út á hendur honum. Handtak- an markar ákveðin þáttaskil enda hefur lögreglu nú tekist að hafa hendur í hári allra hinna svokölluðu „kókaínkúreka“ sem báru ábyrgð á þeirri flóðbylgju kókaíns sem reið yfir Bandaríkin, Flórída þá sérstak- lega, á árum áður. 75 tonn á rúmum áratug Gustavo var ákærður árið 1991 fyrir aðild að umfangsmiklu kóka- ínsmygli. Fleiri voru ákærðir í mál- inu, þar á meðal bróðir hans, Aug- usto „Willie“ Falcon, sem dæmdur var í 20 ára fangelsi. Ákæran varðaði innflutning á 75 tonnum af kóka- íni á árunum 1978 til 1991, en verð- mæti efnanna er talið hafa hlaupið á tveimur milljörðum Bandaríkja- dala. „Það bjóst enginn við því að hann héldi til í Bandaríkjunum,“ segir Barry Golden, talsmaður lög- reglunnar í Miami, í samtali við Miami Herald. Gustavo var hand- tekinn skammt frá Orlando á dögun- um, en þá hafði lögregla fylgst með ferðum hans í nokkurn tíma. Við yfir heyrslur sagði hann lögreglu frá því að hann hefði búið á Flórída síð- astliðin tuttugu ár eða svo. Í frétt Miami Herald kemur fram að Falcon hefði notast við fölsuð persónuskilríki og eiginkona hans einnig. Hann verður að líkindum framseldur til Miami þar sem hans bíður dómur. Mútuðu kviðdómendum Bróðir Gustavo, Willie Falcon, var sem fyrr segir dæmdur í tuttugu ára fangelsi í kringum aldamótin eftir að hafa verið sýknaður í undirrétti. Til stendur að veita honum reynslu- lausn í júní næstkomandi. Salvador Magluta, félagi þeirra bræðra, var einnig sýknaður en síðar kom á daginn að kviðdómendur höfðu þegið mútur fyrir að sýkna þá fé- laga. Magluta var að lokum dæmdur í 205 ára fangelsi. Hann dvelur enn í fangelsi í Colorado og berst fyrir endurupptöku á máli sínu. Willie og Magluta gengu undir viðurnefninu Strákarnir (e. The Boys) og fóru þeir að láta til sín taka í undirheimum Suður-Flór- ída eftir að hafa hætt í skóla ungir að árum. Þeir byrjuðu smátt og not- uðu hraðbáta til að flytja kókaín frá Kólumbíu að ströndum Suður-Flórída þar sem þeir þénuðu fúlgur fjár á sölu efnanna. Gustavo er talinn hafa tekið þátt í starfseminni og var ákærð- ur fyrir hlutdeild í smygl- inu. Að sögn Miami Her- ald var lögreglu það ljóst að Magluta var höfuðpaurinn í smyglhringnum. n n „Kókaínkúrekinn“ Gustavo Falcon handtekinn n Stóð fyrir smygli á fleiri tonnum af kókaíni Gómaður eFtir 26 ár á Flótta Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is Kókaín í tonnavís Kókaíninu var meðal annars smyglað með hraðbátum til Flórída. Handtekinn Gustavo Falcon hafði verið á flótta undan réttvísinni í 26 ár. „Það bjóst enginn við því að hann héldi til í Bandaríkjunum. tvísýnustu kosningar í áratugi Macron og Le Pen líklegust til að fara áfram í frönsku forsetakosningunum á sunnudaginn F yrri umferð frönsku forseta- kosninganna fara fram næst- komandi sunnudag og hafa þær ekki verið eins tvísýnar í áratugi. Spútnik-frambjóðandinn Emmanuel Macron hefur sótt í sig veðrið frá því í byrjun mars síðast- liðinn og hefur síðustu daga mælst með mest fylgi frambjóðenda, þetta um og yfir 23 prósent. Marine Le Pen, frambjóðandi Þjóðfylkingar- innar, leiddi lengi vel í könnunum en kemur nú rétt á hæla Macron og mikið þarf að breytast til að þau tvö komist ekki í síðari umferðina sem fram fer 7. maí. Breytt landslag Gott gengi Le Pen, ekki síst fram- an af, vakti áhyggjur margra en flokkur hennar, Þjóðfylkingin, er þjóðernispopúlistaflokkur sem er andsnúinn innflytjendum, múslim- um, talar gegn Evrópusambandinu og evrusamstarfinu og hvetur til einangrunarhyggju í Frakklandi. Macron, sem fer fram fyrir flokk sinn En Marche !, hefur aftur á móti verið sakaður um að vera popúlisti, hann hafi í raun ekki stefnu í neinu svo heitið geti. En svo sem fyrr segir, mestar líkur eru til að þau tvö kom- ist áfram í seinni umferð kosning- anna og það yrði sögulegt. Venjan er sú að frambjóðendur til forseta í Frakklandi, í það minnsta annar ef ekki báðir, séu fulltrúar gömlu valda- flokkanna, hvor á sínum pólitíska vængnum, íhaldsmanna í Lýðveldis- flokknum og vinstri manna í Sósíal- istaflokknum. Mikilvægasta breytan í kosninga- baráttunni var þegar François Fillon, fyrrverandi forsætisráðherra Lýð- veldisflokksins, var ásakaður fyrir að hafa misfarið með fjármuni með því að hafa greitt konu sinni og tveimur börnum yfir 100 milljónir króna fyr- ir störf sem þau sinntu ekki í raun og veru. Fillon var í forystu framan af en eftir að ásakanirnar komu fram hrapaði fylgi hans en á sama tíma sótti Le Pen í sig veðrið. Leiddi Le Pen í könnunum eftir það en í byrjun mars byrjaði stjarna Macron að risa hægt og örugglega og um miðjan marsmánuð mátti vart á milli hans og Le Pen sjá. Þau hafa síðan verið tölfræðilega jöfn í könnunum. Ótryggt fylgi Hvað gerist á sunnu- daginn kemur í ljós en helsti óvissu- þátturinn nú er sá að fylgi Macron er að hluta ótryggt en allt að þriðjungur kjósenda, sem segjast styðja hann, er samt ekki sannfærður um að hann verði fyrir valinu þegar til kastanna kemur. Fylgi frambjóðanda vinstra bandalagsins, Jean-Luc Mélenchon, hefur aukist verulega frá því í síðari hluta marsmánaðar, hefur farið úr tólf prósentum í nítján. Verði kjörsókn dræm gæti það orðið vatn á myllu Mélenchon en dregið úr fylgi Macron. Hvort það myndi duga til kemur í ljós á sunnudag. n freyr@dv.is Spútnik-frambjóðandi Emmanuel Macron hefur skotist hratt upp í forystu fyrir komandi forsetakosn- ingar í Frakklandi. Mynd EPA Líkleg í aðra umferð Mar- ine Le Pen er afar líkleg til að ná í aðra um- ferð í frönsku forsetakosn- ingunum á sunnudaginn. Mynd EPA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.