Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2017, Page 23
umræða 23Helgarblað 21.–24. apríl 2017
aðallega til Minnesota í Bandaríkj
unum, og stofnuðu meðal annars ís
lenska kaupstaðinn „Minneota“ sem
ég hef heimsótt, en þar bjó Vestur
íslenska skáldið Bill heitinn Holm.
Rolluhokur fremur en kornrækt
Eins og ég hef sagt frá í skáldsögun
um Stormi og Passíusálmunum þá
er þessi staður, þar sem íslenski bær
inn „Minneota“ stendur, að mörgu
leyti afar óheppilegur til búsetu, og
kemur ýmislegt til: skordýraplág
ur, geysilegar hitasveiflur, og fleira.
Samt munu Íslendingarnir, aðal
lega af Jökuldalsheiðinni og víðar af
Norðausturlandi, hafa valið sér þann
stað umfram ýmsa hagfelldari, því
að þeir voru að leita að stað hent
ugum fyrir sauðfjárrækt, sem var sá
landbúnaður sem þeir þekktu. Þarna
eru geysifrjósamar sléttur, upplagðar
fyrir kornrækt, en við fólkið héðan
þekktum bara rolluhokur. Víðar á
sléttunum í landnámi komandi ára
leituðu Íslendingar að hæðardrög
um, eða í það minnsta litlum hól
um á gresjunni, og völdu sér þar
búsetu; þannig varð til einn af ís
lensku bæjunum vestra sem heitir
„Mountain“. Meðan nýkomnir Þjóð
verjar, Svíar, Úkraínumenn, Belgar
og margar fleiri þjóðir hófu ábata
sama kornrækt, hírðust Íslendingar
uppi á hólunum sínum. En fóru brátt
að einbeita sér öðru en því að stúss
ast í kringum ásauð; í íslensku ný
lendunum var mikið sungið og lesið,
menn fóru út í að skrifa skáldskap,
stofna blöð, boða guðsorð, stunda
lög eða stjórnmál. Um þetta er til
stórmerkileg ritgerð eftir Bill heitinn
Holm sem ég nefndi áðan, hún heit
ir The Music Of Failure, og má finna
í bók eftir hann sem heitir The Heart
Can Be Filled Anywhere On Earth,
auk þess sem mig minnir að hún hafi
birst á íslensku í TMM.
Vilji menn fræðast nánar um
Kitta í Selinu þá bendi ég á bók
Bergsveins Skúlasonar: Þarablöð
– þættir frá Breiðafirði. Að auki er
um Selið góð og ýtarleg grein eftir
Kjartan Ólafsson, í árbókinni Breið
firðingur 1916. Og svo ættu menn
að leita uppi á Sarpinum hinn stór
góða endurflutta þátt Finnboga Her
mannssonar sem ég gat um í upphafi
þessa pistils. n
eldofninn.is
Eldofninn, pizzeria • Bústaðavegi • sími 533 1313 • eldofninn.is
Kaffit
ími
- ekta Íta
lskt
Eldofninn flytur in
n eðal kaffi frá Ítal
íu
„Að því sögðu er
engin ástæða til
að efa þau orð að hug-
mynd hins unga Halldórs
um að skrifa bók um líf
fólks í íslensku sveitakoti
hafi að einhverju leyti
kviknað þegar hann
heimsótti þau í Selinu.
Erindi okkar Tómasar „Að
gera okkar til að láta spádóm
Jóns frá Skáleyjum rætast.“