Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2017, Blaðsíða 30
BLÚS Þorsteinn G. Gunnarsson er í stjórn Blúshátíðarinnar, sem alltaf er haldin í dymbilvikunni og hátíðin
í ár er sú fjórtánda. „Við leggjum áherslu
á tvennt, að breiða út blúsinn með því að
fá þekkta og athyglisverða tónlistarmenn
til okkar og að styðja við unglingastarfið í
tónlistinni á Íslandi.“ Sú hefð hefur skapast
á Músíktilraunum sem haldnar eru stuttu
fyrir Blúshátíðina að þar er valið blúsaðasta
band Músíktilraunina. „Það band setur síð-
an hátíðina með því að stíga fyrst á svið,“
segir Þorsteinn.
Hver sem er getur spilað eftir tónleika
Hátíðin er mjög vel sótt og segir Þorsteinn
að það sé gaman að geta skipulagt
tónlistarhátíð fyrir þennan aldurshóp, en
flestir gesta eru á aldrinum 40–60 ára, þó
að yngra fólk mæti líka. „Gestir eru mjög
þakklátir og þegar tónleikum lýkur þá er
klúbbur fyrir framan tónleikasalinn og
þar er djammað frá því að tónleikum lýkur
klukkan 23 og fram eftir nóttu. Og þar má
hver sem áhuga hefur spila, og kemur fyrir
að stóru og frægu gestirnir okkar, tónlist-
armenn sem hafa fengið Grammy-verð-
laun eru að skemmta sér þar með unga
fólkinu sem er í háskóla og í tónlistar-
námi.“ Þorsteinn segir að ástæðan fyrir því
að Blúshátíð sé haldin á páskum sé sú að
upphaflega hafi ekkert mátt gera á pásk-
um og í raun hafi verið um að ræða leiðin-
legustu viku ársins, hvað skemmtanahald
varðar. „Síðan tók guðfaðir hátíðarinnar,
Halldór Bragason, sem leiðir Vini Dóra,
sig til og þeir byrjuðu að halda tónleika að
kvöldi skírdags á Hótel Borg. Það sem er
heillandi við
blúsinn er í
raun og veru frelsið sem býr í
tónlistinni, spuninn og flugið
sem listamenn taka gjarnan á
sviðinu,“ segir Þorsteinn sem
er heillaður af blús.
Þorsteinn G. Gunnarsson (56)
býður á blúshátíð:
„FRELSIÐ Í
TÓNLISTINNI
ER ÞAÐ SEM
HEILLAR VIÐ
BLÚSINN“
Blúshátíð var haldin á Hilton um páskana. Hátíðin hefur vaxið með hverju ári
og er vel sótt af blúsaðdáendum á öllum aldri, sem hlýða á íslenska og erlenda
blúsara og skemmta sér með þeim fram á nótt.
KÁRI KANN
ÞETTA Kári, sonur
hjónanna Sigurveigar
Káradóttur, eiganda
Matarkistunnar, og
Egils Helgasonar
fjölmiðlamanns, er
einstaklega hæfileik
aríkur. Kári er 15
ára og gerði sér lítið
fyrir í Klúbbnum eftir
tónleika og heillaði
gesti hátíðarinnar.
GUÐFAÐIRINN Halldór Bragason sem jafnan
er kallaður guðfaðir blústónlistarinnar hér á landi, er
einnig listrænn stjórnandi Blúshátíðarinnar.
EINN SÁ BESTI
Bandaríski blúsarinn
Noah Wotherspoon, sem
valinn var besti gítarleik
arinn á International Blues
Challenge árið 2015, var
stórkostlegur á sviði ásamt
The Blue Ice Band.
UNG NEMUR ELDRI TEMUR
Hæfileikarnir ekki fjarri. Ung dóttir Davíðs Þór
Jónssonar leikur sér á trommurnar ásamt föður
sínum, stuttu fyrir tónleika.
BLÚSFÍLINGUR
Óskar Logi Ágústsson,
söngvari og gítarleikari
The Vintage Caravan, var
sem í leiðslu á sviðinu.
VELKOMIN Á BLÚS
Þorsteinn G. Gunnarsson bauð gesti
velkomna á hátíðina og er hæst
ánægður með hvernig til tókst.
KK KLIKKAR
ALDREI Kristján
Kristjánsson, sem best
er þekktur sem KK,
klikkaði ekki á sviði
frekar en fyrri daginn.
Strákurinn er með 'etta.
NORÐURLANDABLÚS Það fór
vel á með sænska gítarleikaranum Göran
Svenningsson, en hann hefur spilað
blús frá unga aldri með helstu
blúsmönnum Svíþjóðar og munn
hörpuleikaranum Þorleifi Gauki
Davíðssyni.
BLÚS MEÐ MÖNNUM
Andrea Gylfadóttir og hljómsveit
hennar Blúsmenn Andreu kom fram
á lokakvöldinu og setti kommuna
yfir uið í velheppnaðri blúshátíð.
GÍTARSNILLINGUR AF
GUÐS NÁÐ Guðmundur Péturs
son er einn af færari gítarleikurum
landsins og þótt víðar væri leitað.