Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2017, Síða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2017, Síða 56
40 menning Helgarblað 21.–24. apríl 2017 Þ jóðleikhússtjóri réð Þorleif Örn Arnarsson til þess að setja á svið leikritið Aftur á kreik, um endurkomu Adolfs Hitlers, á stóra svið leikhússins. En Þorleifur fann fyrir samfélagslegri og listrænni nauðsyn til þess að gera eitthvað annað. Hann taldi brýnt að Þjóðleik- húsið og listamenn þess endurnýj- uðu umboð sitt frá þjóðinni, eins og hann hefur sagt í viðtölum, og fékk því leyfi leikhússtjóra til þess að henda fyrri plönum og setja þess í stað upp verk eftir sjálfan sig. Þetta er spennandi staða og óljóst hvað gerist ef þetta meinta umboð fæst nú ekki endurnýjað. Allur heimurinn er leiksvið Leikritið hófst á þekktum línum Shakespeares en aðstandendur sýn- ingarinnar virðast gera sér far um að þakka ekki höfundum þeirra texta- brota sem flutt eru í sýningunni eða notuð sem innblástur. Því næst tók við upprifjun á byggingarsögu leikhússins og kynning á leikurum sýningarinnar. Þá tóku við lang- dregnir bútar og umfjöllun um Fjalla-Eyvind, Stundarfrið, Sjálf- stætt fólk, Elínu, Helgu, Guðríði, Þetta er allt að koma, Inuk – Mann- inn og Pétur Gaut að ógleymdum sigurleik íslenska landsliðsins í fót- bolta gegn Englendingum síðasta sumar. Um sviðið rambaði líka trúður í líki Ronalds McDonalds sem öskr- aði gjarnan línur sínar út í sal. Af- skaplega þreytandi stíll og oft ómögulegt að greina orðaskil. Ef til vill skipti textinn og skilningur áhorfenda leikstjórann engu máli. Það voru líka þuldar upp hinar ýmsu fyrirsagnir úr fjölmiðlum í gríð og erg. Mjög leiðinlegt. Og leik- ararnir öskruðu líka stundum allir saman til áhorfenda, bæði hátt og lengi. Aftur mjög leiðinlegt. Hafi einhver samfelldur tónn verið í gegnum sýninguna þá kem- ur einna helst upp í hugann háð, óvirðing, heimska og hroki gagnvart leikhúsinu, áhorfendum og öllum öðrum en þeim sem að sýningunni standa. En samt er eiginlega á mörk- unum að hægt sé að staðhæfa eitt- hvað slíkt. Þetta var hvorki fugl né fiskur, bara ótrúlega leiðinleg og löng sýning. Korterið sem fór í að velja 10 áhorfendur úr sal til þess að skipta kökunni sem táknaði eign- ir landsmanna, var eitt skýrasta dæmið um þokkalegar hugmyndir, en slappa og ófrumlega úrvinnslu. Pólitískt leikhús fyrir markaðsdeildina Skásti hlutinn var þó frásögn Ólafíu Hrannar um fátækt á Íslandi. Efni- viðurinn var hjartaskerandi en öll úrvinnsla einstaklega máttlaus. Það er ömurlegt hlutskipti að vera fá- tækur og ná ekki endum saman. Að vera í sömu stöðu í næsta mánuði, á næsta ári og á næsta áratug. Að eiga enga von um betri tíð. Að lifa í stöðugu nei-i, neita öllu, dag eftir dag eftir dag. Berja niður allar lang- anir til þess að gleðja börnin sín og sjálfan sig eða bara kaupa svolítið hollari mat. Að geta ekki einu sinni sent börnin sín í afmæli bekkjarfé- laganna. Ekki núna, ekki á morgun, ekki í næsta mánuði, ekki á næsta ári. Fátæktin bítur í sálina og skaðar alla sem hún nær í. Álfahöllin var kannski einhvers konar spegill samfélagsins að því leyti að hún þóttist ætla að vera póli- tískt leikhús og hafa mikilvægt erindi við þjóðina. Höfundar sóttu bensín fyrir markaðsdeildina til verst settu þegna samfélagsins, gáfu þeim sviðið í stutta stund en unnu ekkert af viti úr sögu þeirra, grófu í raun bara höfuðið í sandinn, rétt eins og samfélagið sjálft. Til að slá einhvern botn í þetta fékk Arnar Jónsson að lokum að flytja texta úr Pétri Gaut eftir Henrik Ibsen með yfirdrifnum dramatískum tilþrifum. Það má vera að það hafi verið mikill kjarkur hjá Ara Matthíassyni að gefa Þorleifi fullt listrænt leyfi til þess að setja á svið stóra leiksýningu eftir eigin höfði en slíku leyfi hefði jafn- framt þurft að fylgja hugrekki leik- hússtjórans til að blása sýninguna af ef hún ekki stæðist kröfur um gæði. Því miður var það hugrekki ekki til staðar. n Bryndís Loftsdóttir ritstjorn@dv.is Leikhús Álfahöllin Höfundar handrits: Þorleifur Örn Arnars- son, Jón Atli Jónason og fleiri. Leikstjóri: Þorleifur Örn Arnarsson Leikarar: Aldís Amah Hamilton, Arnar Jónsson, Atli Rafn Sigurðarson, Baldur Trausti Hreinsson, Hallgrímur Ólafsson, Lára Jóhanna Jónsdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Ólafur Egill Egilsson, Sigurður Þór Óskars- son, Vigdís Hrefna Pálsdóttir Leikmynd: Börkur Jónsson Búningar, hönnun og gervi: Sunneva Ása Weisshappel Lýsing: Jóhann Friðrik Ágústsson Sýnt í Þjóðleikhúsinu „Hafi einhver sam- felldur tónn verið í gegnum sýninguna þá kemur einna helst upp í hugann háð, óvirðing, heimska og hroki gagn- vart leikhúsinu, áhorfend- um og öllum öðrum en þeim sem að sýningunni standa. Flatneskja og sjálfumgleði á stóra sviðinu Mynd Hörður SveinSSon Mynd Hörður SveinSSonMetsölulisti Eymundsson 13.– 19. apríl 2017 Allar bækur 1 Í skugga valdsinsViveca Sten 2 LögganJo Nesbø 3 Sterkari í seinni hálfleik Árelía Eydís Guðmundsdóttir 4 Risasyrpa Glóandi gull Walt Disney 5 Ævinlega fyrirgefiðAnne B. Ragde 6 Iceland flying highÝmsir höfundar 7 Sagas of the Icelanders Ýmsir höfundar 8 Ör kilja Auður Ava Ólafsdóttir 9 Leyndarmál eigin-mannsins Liane Moriarty 10 Iceland In a BagÝmsir höfundar Handbækur / Fræði- bækur / Ævisögur 1 Sterkari í seinni hálfleik Árelía Eydís Guðmundsdóttir 2 Undur MývatnsUnnur Þóra Jökulsdóttir 3 Leitin að svarta víkingnum kilja Bergsveinn Birgisson 4 Svefn Dr. Erla Björnsdóttir 5 Garðrækt í sátt við umhverfið Bella Linde/Lena Granfelt/Halla Kjartansdóttir 6 Gæfuspor - Gildin í lífinu Gunnar Hersveinn 7 FjallvegahlaupStefán Gíslason 8 Náttúrulega sætt Tobba Marinós 9 Volcano SudokuÝmsir höfundar 10 Fléttur IV Margar myndir ömmu Irma Erlingsdóttir o.fl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.