Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2017, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2017, Side 6
6 Helgarblað 18. ágúst 2017fréttir Þ rjú alvarleg mál hafa komið upp á einung- is rúmum mánuði sem tengjast ökumönn- um og öðrum starfsmönnum ferðaþjónustufyrir tækisins Kynn- isferða/Reykjavík Excursions. Í tveimur tilvikum er um að ræða mál sem ógnuðu öryggi farþega í hópflutningabifreiðum en í hinu er um hugsanlega umsvifamikla smygl-starfsemi að ræða. Sam- kvæmt heimildarmönnum DV er það altalað meðal rútubílstjóra hjá BSÍ og víðar að fyrirtækið taki ekki á þessum málum. Bílstjóri mjög ölvaður Hópferðabílstjóri frá Kynnisferðum var stöðvaður af lögreglu sunnu- daginn 6. ágúst, um verslunar- mannahelgina, við Fosshótel Jökuls- árlón í Öræfum. Tilkynning barst frá hóteli við Freysnes í Skaftafelli um að bílstjórinn hefði setið að drykkju áður en hann hélt út í bifreiðina með erlenda ferðamenn. Bílstjórinn, sem er íslenskur maður um fimmtugt, sýndist ekki mjög ölvaður í fyrstu en eftir mæl- ingar kom í ljós að hann hafði drukkið töluvert magn áfengis. Þegar lögreglan stöðvaði manninn var einn erlendur ferðamaður eftir í bílnum hjá honum, á leiðinni til Hornafjarðar. Aðrir farþegar voru þá farnir úr bifreiðinni. Aðrar reglur gilda um ölvunar- brot atvinnubílstjóra en annarra ökumanna. Maðurinn var sviptur ökuréttindum sínum á staðnum og hann handtekinn. Hann hefur verið kærður vegna gruns um ölv- un við akstur hópferðabifreiðar en enn eiga eftir að koma niðurstöð- ur úr blóðsýnisrannsókn. Það tekur yfirleitt á bilinu 2–3 vikur að fá þau gögn. Lögregla hafði samband við Kynnisferðir vegna atviksins og annar ökumaður tók við áætlunar- ferðinni. Kristján Daníelsson, for- stjóri Kynnisferða, sagði að búið væri að vinna úr þessu máli: „Hann er ekki starfsmaður okkar lengur.“ Glæfraakstur Þann 25. júní síðastliðinn náð- ist myndbandsupptaka úr fólks- bifreið þar sem ökumaður hóp- ferðabíls frá Kynnisferðum sást aka mjög hratt og glæfralega. Atvikið átti sér stað við Hjör- leifshöfða á Mýrdalssandi. Ökumaður hópferðabíls- ins tók fram úr á ofsahraða og minnstu munaði að hann lenti framan á annarri bifreið sem kom úr gagnstæðri átt. Ólafur Ísleifsson, sem náði atvikinu á myndband, sagði í samtali við Vísi: „Ökumaðurinn var nærri því búinn að drepa okkur báða. Þú sérð að þegar rútan fer fram hjá hinum bílnum þá er hún enn hálf inn á akreininni hans.“ Ólafur sagðist sjálfur hafa þurft að hemla harkalega og sveigja út í kant til þess að hóp- ferðabíllinn kæmist aftur inn á rétta akrein. Hann var sjálfur með fellihýsi og því áhættusamt að hemla svo snögglega. Öku- maður bifreiðarinnar sem kom úr gagnstæðri átt þurfti að sama skapi að nauðhemla og keyra út í vegöxlina. Eftir að atvikið kom upp tjáði Kristján fjölmiðlum að bún- aður væri til staðar sem gerði stjórnendum kleift að fylgjast með hraða allra hópferðabif- reiða fyrirtækisins. Þessi um- rædda bifreið hafi ekki verið í eigu Kynnisferða en ökumað- urinn var á vegum þeirra. Sagði hann þá að hart yrði tekið á at- vikinu. Nú segir Kristján málinu lokið. „Við erum búnir að klára þetta mál og hann er ekki starfs- maður fyrirtækisins lengur.“ Smyglað til lands með nýjum rútum Þann 25. júlí greindi DV frá því að töluvert magn áfengis, bæði vodka og bjórs, hefði fundist í nýrri hópferðabifreið í eigu Kynnisferða. Bifreiðum fyrirtæk- isins er breytt í Póllandi og þær síðan fluttar til Íslands frá Dan- mörku eða Hollandi. Málið er talið tengjast pólsk- um starfsmanni Kynnisferða sem fer með mannaforráð og sér um að flytja bílana. Witold Jankowski sem er yfir rútuflutningadeildinni neitaði því að nokkuð áfengi væri í bílunum. Hann segir: „Það er ekkert [vín] í bílunum. Bara varahlutir og allt með reikningi.“ Hann sagðist einnig ekki sjá um að flytja bílana frá Póllandi heldur aðeins sækja þá frá höfn- inni í Þorlákshöfn og flytja þá til Reykjavíkur. Samkvæmt upplýs- ingum frá forstjóra Kynnisferða hefur hann örugglega flutt bíl- ana frá Póllandi til hafnar í Dan- mörku eða Hollandi. Samkvæmt heimildarmanni DV hefur smygl með rútum stað- ið yfir lengi innan fyrirtækisins og ekki einungis á áfengi. Með bíl- unum komi eldhúsinnréttingar, bílvélar, bílskúrshurðir og fleira. Þegar áfengismálið kom upp sagði Kristján að málið yrði skoð- að innan fyrirtækisins og mjög líklega yrði haft samband við lög- reglu ef þetta reyndist rétt. Krist- ján segir nú að enn hafi ekkert fundist varðandi þetta mál en rannsókn innan fyrirtækisins hefur eingöngu farið fram með samtölum við starfsmenn. „Það eru ekki komnar neinar niður- stöður úr því. Við höfum ekkert til að sýna lögreglunni.“ Kristján staðfesti þó að rætt verði við umræddan starfsmann um atvikið þegar hann snýr aftur til vinnu en hann er nú í sumarfríi erlendis. Ánægðir með starfsmannamálin Lögreglan á Suðurlandi staðfestir að það sé ávallt ökumaður sem beri refsiábyrgðina gagnvart lögum nema hvað varðar þætti sem snerta akstur og hvíldartíma ökumanna. Þá segir yfirmaður tollgæslunnar á Suðurlandi að mál Kynnisferða hafi ekki komið inn á sitt borð og bætir við: „Ef fyrirtæki sem ætlar sér að gera rétt varðandi tilkynningar þá ætti það að leita til okkar.“ Hann staðfestir einnig að eftir að fréttir bárust af þessu máli í júlí muni bílar fyrirtækisins kannaðir sérstaklega. Kristján segir að ekki sé þörf á að endurskoða starfsmanna- og ráðn- ingarmál hjá fyrirtækinu. „Við erum nokkuð ánægð með okkar ráðn- ingarferli. Þegar þú ert með stóran hóp af fólki þá ertu með fjölbreyttan hóp.“ Um 600 manns starfa nú hjá fyrirtækinu sem hefur vaxið mjög að undanförnu vegna aukins ferða- mannastraums hér á landi. Hann segist þó ekki taka þessum málum af léttúð. „Allar ábendingar eru skoðaðar hjá okkur og ákvarð- anir teknar í framhaldi af því. Svona mál eru tekin mjög alvarlega.“ Til að mynda hafa ökumennirnir tve- ir verið leystir frá störfum. Þá hafi verkferlum fyrirtækisins varðandi rútuflutninga verið breytt til að auka gagnsæi og koma í veg fyrir að smygl geti átt sér stað. n Ölvaður rútubílstjóri Kynnisferða handteKinn n Þriðja stóra málið stuttum tíma n Glæfraakstur og smygl Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is „Ef fyrirtæki sem ætlar sér að gera rétt varðandi tilkynningar þá ætti það að leita til okkar. Kynnisferðir Hópferðabílstjóri tekinn ölvaður við Jökulsárlón. Mynd SiGtryGGur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.