Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2017, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2017, Blaðsíða 11
Helgarblað 18. ágúst 2017 fréttir 11 lands skylt að veita nýtingar- leyfishöfum aðgang að því landi sem nýtingarleyfið tekur til, en þó ekki fyrr en leyfishafi hefur náð samkomulagi við landeiganda um endurgjald fyrir auðlindir eða eignarnám farið fram og umráða- taka samkvæmt því.“ Enn fremur segir: „Ber landeiganda eða umráða- manni skv. 1. mgr. að hlíta hvers konar afnotum af landi, takmörk- un á umráðarétti og óþægindum sem nauðsynleg eru vegna rann- sóknar eða nýtingar á auðlind í samræmi við viðkomandi leyfi.“ Haukur Gunnarsson, formaður umhverfisráðs Dalvíkurbyggðar, segir að Orkustofnun hafi sent skýrslu til ráðsins þar sem kom ágætlega í ljós hvert umfang verk­ efnisins yrði. „Það kom hins vegar ekki fram hvað þeir geta í raun vaðið yfir jarðir annarra.“ Hann segir að sveitarfélagið hafi verið beðið um að gefa um­ sögn um leyfisveitinguna hvað varðar lönd sveitarfélagsins. Þessi tiltekna leyfisveiting geri ráð fyrir yfirborðskönnunum og kjarna­ borunum á ákveðnum svæðum. Ef frekari rannsóknir yrðu fram­ kvæmdar ætti að hafa sam­ ráð við sveitarfélagið. Ráðherra og Orkustofnun hafi hins vegar ákvörðunarvaldið. Haukur segist ekki geta talað fyrir hönd sveitarfélagsins sjálfs en persónulega segist hann alger­ lega á móti gullvinnslu á svæðinu. „Mér finnst þetta fáránlegt. En við höfum ekkert um þetta að segja. Það er skýrt í lögum.“ Landeigendur standa saman Jökull Bergmann, fjallaleiðsögu­ maður frá Klængshóli, er einn af þeim landeigendum sem telur að lög hafi verið brotin í þessu máli. Hann og fleiri hafa því ákveðið að kæra leyfisveitinguna á grunni upplýsingaskyldu stjórnvalda. Hann segir: „Allir landeigendur sem ég hef heyrt í vilja taka skref­ ið strax og að vera á móti þessum framkvæmdum. Því að fullvinnsla þessara málma yrði umhverfislegt stórslys. Gullvinnsla í bergi eins og er hér fer fram í opnum gryfju­ námum. Það er talið vinnanlegt ef það finnast fjögur grömm af gulli í einu tonni af jarðvegi. Það er því augljóst hvernig það fer með jarð­ veginn og landið.“ Þegar ríkar gullæðar eru unn­ ar fylgir því tiltölulega lítið jarð­ rask. En á Íslandi hafa slíkar æðar aldrei fundist og því þyrfti mikla jarðvegsvinnu til nýta gullið. Klett­ ar yrðu sprengdir upp og heilu hlíðunum skolað í burtu. Gullið er greint úr jarðveginum með því að leysa það upp í blásýru undir opn­ um himni. Jökull segir: „Það er mjög ólík­ legt að það finnist eitthvert gull hérna en ef svo er þá eru það al­ veg hreinar línur að landeigendur munu aldrei koma til með að sam­ þykkja slíka vinnslu á sínu landi.“ Hann viðurkennir þó að land­ eigendur hafi ekki endilega úrslita­ áhrif um hvort af vinnslu yrði. „Allt sem er ofan í jörðinni er ríkiseign. Öll slík vinnsla gæti farið fram án þess að landeigendur hefðu nokk­ uð um það að segja.“ Hann hef­ ur einnig áhyggjur af sögu þeirra aðila sem fengu leyfið. „Ef nýt­ ingarleyfi yrði veitt myndi Iceland Resources hafa þar forgang þar sem það fékk rannsóknarleyfið.“ Búið er að ræða við flesta land­ eigendur á svæðinu og að sögn Jökuls ætla flestir þeirra að taka þátt í kærunni. Ekki eru þar með­ talin hin fjögur sveitarfélögin sem eiga land á svæðinu: Dalvíkur­ byggð, Hörgársveit, Akrahreppur og Skagafjörður. Samráð „bersýnilega óþarfi“ Þegar ástralskt fyrirtæki sótti um leyfi til gullleitar árið 2010 á Aust­ fjörðum var haft samráð við þá 1.260 landeigendur sem leitað var hjá. Þegar leitað var til Orkustofn­ unar um það af hverju ekki hafi verið leitað eftir samráði við land­ eigendur nú eins og gert var árið 2010 fengust þau svör að rann­ sóknarleyfið væri tvíþætt og að jarðrask ætti ekki að eiga sér stað á þessu stigi. Skúli segir: „Ekki var talin ástæða til þess að kynna land­ eigendum sérstaklega um fyrir­ hugaða leit, fyrri þáttinn, eða leita andmæla þeirra, þar sem það var bersýnilega óþarfi og hefði ekki haft áhrif á leyfisveitinguna.“ Hann segir einnig að leyfis­ veitingin frá árinu 2010 hafi ekki verið bundin í tvo fasa líkt og nú. Þá hafi komið fram örfáar athugasemdir frá landeigendum sem hafi ekki haft áhrif á leyfis­ veitinguna sem slíka. Hann segir enn fremur að ef far­ ið verði í seinni hluta rannsóknar­ innar á Tröllaskaga verði haft sam­ ráð við landeigendur. „Engin hætta er á að hagsmunir landeigenda verði fyrir borð bornir.“ Segja landeigendur oftúlka leyfin Vilhjálmur Þór, forstjóri Iceland Resources, segir undirbúnings­ vinnu hafna að gullleitinni á Tröllaskaga en ekki er ljós hvort fólk verður sent á staðinn á þessu ári. Næst á dagskrá sé að til­ kynna um það hvernig gullleitin gekk í Vopnafirði en hún hófst í fyrrahaust. Hann segist ekki hafa neina vissu fyrir því að það finnist gull í vinnanlegu magni á Tröllaskaga. En gull hefur sést þar og bergsam­ setning svæðisins þykir vænleg til gullleitar. „Við höfum vissu fyrir því að það sé gull á svæðinu líkt og í Vopnafirði, Þormóðsdal og fleiri stöðum á landinu. Við sóttum um átta leyfi og við gerðum það ekki af handahófi eða að gamni okkar. Við vitum alveg hvað við erum að elta.“ Vilhjálmur segist ekki óttast andstöðu landeigenda á svæðinu við leit Iceland Resources eða þá málsókn sem nú er í burðarliðn­ um. „Það hafa allir rétt á því að kæra. En við höfum engar áhyggjur af því. Þetta er byggt á misskilningi og fólk þekkir þetta ekki. Það sem við þurfum að gera betur er að upplýsa fólk um hvað sé raunveru­ lega í gangi.“ Hann segir einnig að sum­ ir landeigendur oflesi í þau leyfi sem fyrirtækið fékk. „Það hefur aldrei staðið til að vaða inn á lönd þeirra án þess að tala við þá þrátt fyrir að leyfin og lög landsins leyfi það. Þú veður ekkert inn á heim­ ili fólks.“ Flutt úr landi í miðri umsókn Þegar umsókn um leyfi til rann­ sóknar var sent inn til Orku­ stofnunar árið 2015 var Iceland Resources að fullu í eigu Vil­ hjálms Þórs og Vilhjálms Kristins í gegnum félag þeirra JV Capi­ tal í London. Þann 16. mars síð­ astliðinn tilkynntu forsvarsmenn kanadíska námavinnslufyrir­ tækisins St. Georges Platinum and Base Materials Ltd. að þeir hefðu fest kaup á félaginu Iceland Resources. Samkvæmt samkomulaginu gengur Vilhjálm­ ur Þór inn í stjórn kanadíska fyrir­ tækisins og fyrri eigendur Iceland Resources halda 40 prósentum af bréfum félagsins í nýju dóttur­ félagi. Meirihlutinn, 60 prósent bréfanna, er þó í eigu kanadíska félagsins. Jökull segir: „Það virðist því vera búið nú þegar að framselja réttinn til þessa kanadíska fyrir­ tækis sem brýtur algerlega í bága við leyfisveitinguna.“ Í 12. lið leyfisveitingarinnar segir „Leyfi þetta verður ekki framselt né má setja það til tryggingar fjárskuld­ bindingum nema með leyfi Orku­ stofnunar, sbr. 32. gr. laga nr. 57/1998“. Lögfræðingur Orkustofnunar staðfestir að ekki sé hægt að framselja leyfið án leyfis stofn­ unarinnar. En framsal leyfisins sé hins vegar bundið við lögaðila en ekki eigendur þess félags. „Þó að eignaraðild þess félags breyt­ ist, eins og eignarhald í félögum breytist með kaupum og sölum félaga með lögmætum hætti hér á landi, breytast ekki skyldur þess og réttindi.“ n „Það kom hins vegar ekki fram hvað þeir geta í raun vaðið yfir jarðir annarra. n Ísland er frekar óvænlegt til gullgraftar sökum samsetningar jarðefna og stöðu lands- ins á miðhafshrygg. Í íslensku basalti er meðalstyrkur gulls 0,007 grömm á hvert tonn. n Árið 1905 töldu menn sig hafa fundið gull þegar borað var eftir vatni í Vatnsmýrinni við Öskjuhlíðina. Félagið Málmur var stofnað til að vinna gullið en þá kom í ljós að um kopar var að ræða. Sama ár var grafið í Þormóðsdal í Mosfellssveit. n Árin 1922–1924 var önnur tilraun gerð til gullleitar í Vatnsmýrinni án árangurs. n Eftir áratugalangt hlé var byrjað að horfa til gullleitar 1990 víða um land. Einkum var horft til Þormóðsdals árin 1996–1997. n Melmi ehf. fær leyfi til gullleitar á Reykjanesi og Vesturlandi árið 2004. n Ástralskt fyrirtæki fær leyfi til gulleitar á Austfjörðum árið 2010. n Iceland Resources fær leyfi til gullleitar í Vopnafirði 2016 og á Tröllaskaga 2017. Aldrei hefur fundist gull í vinnanlegu magni á Íslandi. Gullleit á Íslandi Leitarsvæðið Nær yfir fjögur sveitarfélög. Dalvíkurbyggð Gulleit á Tröllaskaga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.