Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2017, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2017, Qupperneq 16
16 sport Helgarblað 18. ágúst 2017 G ylfi Þór Sigurðsson varð á miðvikudag dýrasti leik­ maður í sögu Everton þegar félagið borgaði 45 milljónir punda eða 6,3 millj­ arða íslenskra króna fyrir kapp­ ann sem kom frá Swansea. Hjá Swansea hafði Gylfi átt þrjú mjög góð ár en nú tekur hann skref­ ið upp á við, Everton er klúbbur sem er í mikilli sókn og ætlar sér stóra hluti á næstu árum. „Loksins er þetta komið. Nú er kominn tími til að koma sér í alvöru leikform og spila leiki,“ sagði Gylfi um málið þegar 433.is ræddi við hann rétt eftir að hann hafði skrifað undir samninginn. Á tímapunkti leit út fyrir að félagaskiptin myndu ekki fara í gegn enda tóku viðræðurnar mikinn tíma, mun meiri tíma en menn höfðu átt von á. Gylfi seg­ ir að það hafi tekið mikið á þolin­ mæðina að sitja og bíða þess að eitthvað gerðist. „Þetta er búið að taka þvílíkt langan tíma, þetta er búið að taka rosalega á þolinmæðina og búið að vera erfitt ferli síðustu vikur; hvort þetta færi loksins í gegn eða hvort ekkert yrði úr þessu. Það voru dagar þar sem maður hélt að það yrði ekkert úr þessu, sem betur fer var Everton mjög þolinmótt og gafst aldrei upp,“ sagði Gylfi en það segir margt um það hversu mikinn áhuga Everton hafði, að þrátt fyrir að viðræðurnar hafi tekið fleiri vikur þá gafst félagið aldrei upp. „Það er frábært hversu mik­ inn áhuga þeir höfðu, það er góðs viti að þeir gáfust aldrei upp og sýndu mikinn áhuga. Þeir ætluðu aldrei að hætta við þrátt fyrir að viðræður hefðu gengið illa. Ef ég á að segja alveg eins og er þá var Everton það eina sem heillaði mig frá byrjun, það var áhugi frá þeim síðasta sumar. Eftir það var Everton í raun eina liðið sem ég hafði áhuga á að fara í.“ Mikill metnaður Í Everton Everton ætlar sér stóra hluti á næstu árum en félagið hefur verslað mikið í sumar og þar á meðal Wayne Rooney, marka­ hæsta leikmann í sögu Man­ chester United og enska lands­ liðsins. „Það er mikill metnaður hérna, þú sérð það á leik­ mannakaupunum að það er mikill metn­ aður. Það er verið að kaupa leikmenn til að styrkja allan hópinn, það verða fleiri leikir hjá liðinu í ár ef það kemst í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Þú þarft því breiðari hóp, það er búið að kaupa mjög góða leik­ menn og vonandi heldur klúbburinn áfram að styrkja sig eins og þarf.“ Fékk loksins samning hjá Everton Ronald Koeman, knattspyrnu­ stjóri Everton, hefur lengi reynt að kaupa Gylfa, fyrst til South­ ampton og nú til Everton. Gylfi þekkir einnig til hjá Everton en 13 ára gamall æfði hann í tvígang hjá félaginu en fékk ekki samn­ ing. „Þjálfarinn heillaði mig mik­ ið, hann er búinn að hafa áhuga á mér í nokkur ár. Klúbburinn heillaði svo líka. Það er mikil upp­ bygging í kringum klúbbinn og liðið, það allt hélst í hend­ ur. Ég kom á reynslu til Everton þegar ég var 12 eða 13 ára, ég var í FH á þeim tíma. Ég kom tvisvar hingað á reynslu á þeim tíma en fékk loksins samn­ ing hjá þeim núna. Everton hafði áhuga fyrir ári en á því augna­ bliki fannst mér best í stöðunni að taka eitt ár í viðbót með Swansea, spila vel annað tímabil og það gekk vel persónulega. Mér fannst núna réttur tími til að taka næsta skref­ ið á ferlinum.“ Gengur sáttur frá borði hjá Swansea Gylfi lék í þrjú ár með Swansea og hefur skrifað nafn sitt í sögu­ bækur félagsins, hann er líklega besti leikmaðurinn sem félag­ ið hefur haft en hann er marka­ hæsti leikmaður í sögu ensku úr­ valsdeildarinnar hjá Swansea. „Þrátt fyrir að það hafi ekki geng­ ið neitt sérstaklega vel, eins og við höfðum vonast til á síðustu tveimur tímabilum, þá gekk mér vel persónulega. Ég held að það hafi verið mjög góð ákvörðun að fara til Swansea og spila reglu­ lega. Koma mér í gang og það hef­ ur gengið vel.“ Erfitt að æfa þegar maður vill ekki meiðast Gylfi hefur æft með Swansea síð­ ustu vikur án þess að spila æf­ ingarleiki en allir aðilar vildu að þetta færi í gegn, miklir peningar voru í húfi fyrir Swansea en það hefur tekið á fyrir Gylfa að halda sér í formi. „Það hefur verið erfitt en ég hef æft á fullu með liðinu og U23 ára liðinu þegar aðalliðið fór til Bandaríkjanna. Það er erfitt að æfa á fullu þegar maður vill alls ekki meiðast, það hefur gengið ágætlega. Ég er í fínu æfingar­ formi en þarf að spila leiki.“ Pressan kemur frá honum sjálfum Gylfi segir að hann finni ekki fyrir auka pressu þrátt fyrir að vera dýrasti leikmaður í sögu Everton, hann segir að samkeppnin hjá Everton muni bæta hann sem leikmann. „Þannig séð finnst mér ekki vera pressa, ég hef lítið um þetta að segja. Ég set sjálfur á mig mikla pressu um að standa mig eins og ég hef gert síðustu ár, ég vil halda því áfram. Það er eina pressan sem kemur. Ég held að það geri ekkert annað en að bæta mann að vera í svona samkeppni og það er kannski ekkert of gott að vera í umhverfi þar sem þú er of öruggur með sjálfan þig. Það er gott að komast í mikla samkeppni og spila með mjög góðum leik­ mönnum.“ Frumraunin á mánudag Gylfi mun á mánudag spila sinn fyrsta leik fyrir Everton þegar liðið mætir Manchester City en það er þó ekki líklegt að Gylfi verði með frá byrjun. „Ég held að ég verði eitt­ hvað með, ég býst ekki við að byrja. Ég held að það sé aðeins of snemmt en maður sér til hvað gerist.“ Fagnar því að peningurinn fari heim Með félagaskiptum Blika koma miklir fjármunir heim, Breiðablik fær um 57 milljónir í samstöðu­ bætur og FH um 31 milljón. Þessu fagnar Gylfi. „Það er frábært að þessi peningur fari heim og von­ andi geta þessi félög nýtt þetta í eitthvað gott, það er gott að þessi peningur fari heim í tvö félög. Ég held að þetta sé mjög jákvæður hlutur.“ n „Góðs viti að þeir gáfust aldrei upp“ Blátt fer Gylfa vel Gylfi Þór mun leika í blárri treyju hjá Everton en það þekkir hann vel frá íslenska landsliðinu. Mynd EPAÍtarlegt viðtal við Gylfa n Gylfi er dýrasti leikmaður í sögu Everton n Setur pressuna á sig sjálfur Hörður Snævar Jónsson hoddi@433.is „Nú er kominn tími til að koma sér í alvöru leikform og spila leiki
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.