Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2017, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2017, Qupperneq 20
20 umræða Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson ritstjórar: Kolbrún Bergþórsdóttir og Sigurvin Ólafsson ritstjóri dv.is: Kristjón Kormákur Guðjónsson aðstoðarritstjóri dv.is: Einar Þór Sigurðsson umbrot: DV ehf. Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. aðalnúmer: 512 7000 auglýsingar: 512 7050 ritstjórn: 512 7010 fréttaskot 512 70 70 Heimilisfang Kringlan 4-12, 4. hæð 103 Reykjavík Sandkorn Helgarblað 18. ágúst 2017 Allir á völlinn? Ingu Auðbjörgu finnst Frjálslyndir jafnaðarmenn ekki eiga við um flokkinn. - Facebook Gunnar Smári Egilsson um ummæli Söruh Palin vegna Downs-heilkennisins. – FacebookÞorsteinn Guðmundsson leikari. – Twitter Ekki nota það til að ríbranda Samfylkinguna Eins og við séum tækni- væddir súper-nasistar Aumingja skátarnir. Búnir að safna fyrir ferð til Íslands með sölu á klósettpappír Hvað á barnið að heita? Til umræðu er innan Sam- fylkingarinnar að breyta nafni flokksins. Eva H. Baldursdóttir varaborgarfulltrúi vakti máls á þessu á Facebook-síðu sinni á miðvikudaginn og sköpuðust talsverðar umræður um málið sem fjölmiðlar greindu einnig frá. Svo sem við var að búast gerðu ýmsir, einkum pólitískir andstæðingar flokksins, stólpa- grín að hugmyndinni. Þannig skrifaði Friðjón R. Friðjónsson, al- mannatengill og áhrifamaður í Sjálfstæðisflokknum, eftirfar- andi: „Þetta verður stórkostlegt ferli, flokkurinn má ekki heita Jafnaðarmannaflokkur Íslands því það er of þjóðernislegt og ekki Jafnaðarmannaflokkurinn því það er of karllægt. Svo mun einhverjum finnast það of gam- aldags að hafa þessa flokks endingu. Ég spái því að þau endi á Samfylkingin.“ Svartipétur í borginni Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, batt enda á heldur langdregið dauðastríð þegar hann lýsti því yfir í vikunni að hann hygðist ekki gefa kost á sér til setu á framboðslista flokksins fyrir kosningar næsta vor. Það hef- ur ekki verið neitt leyndarmál að Sjálfstæðismenn hafa leitað logandi ljósi að nýjum odd- vita enda hefur ekki tekist að hífa flokkinn upp í skoðana- könnunum undir forystu Hall- dórs. Sumum þykir þó að þetta hafi verið snjallt útspil hjá Halldóri, með þessu hafi hann tryggt að aðrir sitji uppi með svartapétur og leit er hafin að næsta oddvita – manninum eða konunni sem ætlað er að fella meirihlutann. Aðstoðarmenn undir feldi Áður hefur verið vikið að því að margir vonist eftir því að Davíð Oddsson snúi aftur í borgarmálin, en ómögulegt er að segja hvort það rætist. Á kantinum skoðar Eyþór Arnalds líka málin og tveir aðstoðarmenn ráðherra íhuga áskoranir um að bjóða sig fram. Það eru þau Svanhildur Hólm Vals- dóttir, aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, og Borgar Þór Einarsson, aðstoðar- maður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. Borgar Þór er sonur Ingu Jónu Þórðardóttur, fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins, og stjúpsonur Geirs H. Haarde, fyrrverandi for- sætisráðherra og nú sendiherra. N æsti heimaleikur ís- lenska karlalandsliðsins í knattspyrnu fer fram þann 5. september næstkom- andi. Gengi liðsins síðustu ár hef- ur verið með ólíkindum, liðið situr sem dæmi núna í 20. sæti styrk- leikalista FIFA, sem er líklega enn eitt heimsmetið miðað við höfða- tölu. Flug strákanna upp listann hefur verið lygilegt, fyrir aðeins rúmum fimm árum sat liðið í 131. sæti. Þessar framfarir hafa ekki farið framhjá neinum. Erlendir fjöl- miðlar gera sér reglulega ferð hingað til lands til að reyna að átta sig á því hvernig svo fámenn þjóð geti náð svo langt í þessari vin- sælustu íþrótt jarðar. Þá fjölgar sí- fellt íslenskum atvinnumönnum erlendis og í vikunni var okkar skærasta stjarna, Gylfi Sigurðsson, seldur til Everton fyrir um hálfan sjöunda milljarð króna, í met- viðskiptum hjá einu frægasta fót- boltaliði enska boltans. Þessi uppgangur er jákvæð- ur að svo gott sem öllu leyti. Liðið gaf þjóðinni til dæmis einn eftirminnilegasta mánuð sem hún hefur upplifað, með frammistöð- unni á EM í Frakklandi í fyrra. Þá má telja líklegt að þessi upp- sveifla liðsins muni skila sér í fjölda góðra knattspyrnumanna og kvenna í framtíðinni í gegnum þau börn og unglinga sem dýrka og dá strákana og stelpurnar okk- ar þegar þeim gengur svona vel. Einn fylgifiskur árangursins er hin mikla aukning aðsóknar á leiki karlaliðsins hér heima. Það er auðvitað gleðiefni en felur jafn- framt í sér það eina sem skyggir á; hversu erfitt það er orðið að mæta á völlinn og horfa á og styðja strákana. Laugardalsvöllurinn rúmar tæplega tíu þúsund áhorf- endur og síðastliðin þrjú ár hef- ur verið uppselt á alla leiki liðsins í undankeppni stórmóta. Miða- sala á völlinn hefur í samræmi við tækniþróun færst úr trékofum við völlinn og yfir á netið og þar seljast allir lausir miðar jafnan á nokkrum mínútum. Jafnvel þótt miðasalan fari fram um miðja nótt. Miklu færri komast því að en vilja og margir stuðningsmenn sitja eftir með sárt ennið við tölv- una. Það blasir því við að Laugar- dalsvöllur er alltof lítill miðað við eftirspurnina, við þurfum nýjan völl. Undirbúningur við gerð nýs þjóðarleikvangs er raunar hafinn. Þannig hafa KSÍ, borgaryfirvöld og menntamálaráðuneytið í sam- einingu látið gera skýrslu um frumhönnun og kostnaðargrein- ingu vegna byggingar nýs vallar. Þar ku vera miðað við að byggður verði leikvangur sem rúmar á bil- inu 16 til 20 þúsund áhorfendur. En þangað til þar að kem- ur mætti athuga hvort hægt væri að auka aðgengi hins almenna borgara að leikjum liðsins. Oftast eru til sölu um 4.000 miðar í almennri miðasölu og liggur því fyrir að meira en helmingi sæta vallarins er ráðstafað með öðrum hætti. Vitað er að eitthvað um 1.000 miðar renna til mótsmiða- hafa, þeirra sem hafa fyrirfram keypt miða á alla leiki liðsins í viðkomandi keppni. Þá er 1.000 miðum ráðstafað til áhangenda aðkomuliðsins. Eftir standa þá tæplega 4.000 miðar sem fara ekki í almenna sölu. Væntanlega eru þeir miðar teknir frá fyrir fjöl- miðla, önnur knattspyrnusam- bönd, styrktaraðila eða vildar- vini samkvæmt samningum. Það væri ánægjulegt ef KSÍ hefði ein- hver tök á að endurskoða slíka samninga svo hin venjulegu Jón og Gunna eigi betra tækifæri til að berja goðin berum augum. Þetta er því það eina sem var gott við það að sitja í 131. sætinu fyrir fimm árum, þá komust allir á völlinn sem vildu. n Leiðari Sigurvin Ólafsson sigurvin@dv.is Myndin Borgin böðuð kvöldsól Íbúar höfuðborgarinnar gátu vel við unað í blíðunni sem var ríkjandi á fimmtudaginn. „Væntanlega eru þeir miðar teknir frá fyrir fjölmiðla, önnur knattspyrnusambönd, styrktaraðila eða vildar- vini samkvæmt samn- ingum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.