Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2017, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2017, Síða 24
24 fólk - viðtal Helgarblað 18. ágúst 2017 A frek hans er frá mörgum hliðum séð magnað. Fyrir það fyrsta er um að ræða næsthæsta fjall jarðar, 8.611 metra hátt. Þá er fjallið einnig þekkt fyrir að vera eitt hættulegasta fjall jarðarinnar, 29 prósent þeirra sem reyna að ná tindinum láta lífið á leiðinni. Talið er að einungis um 240 manns hafi komist á topp fjalls- ins og það voru liðin þrjú ár síð- an nokkrum manni tókst það síð- ast. Til viðbótar hafði John Snorri skömmu áður „hitað upp“ með því að klífa annað fjall yfir 8.000 metra hátt og fór svo upp þriðja 8.000 metra fjallið eftir að hafa lokið við K2. Þar að auki var hann svo snögg- ur að þessu að göngur hans voru skráðar í metabækurnar. Einfaldur sveitastrákur úr Ölfusi DV lék forvitni á að kynnast John Snorra betur og forvitnast um hvers konar maður það er sem dettur í hug að reyna svona lagað. Fyrsta spurningin var því einfaldlega, hver ertu og hvað hefurðu verið að sýsla fram til þessa? „Mér finnst langbest að segja að ég sé bara ein- faldur sveitastrákur úr Ölfusinu. Og það eru nú ekki há fjöll þar þannig að það má eiginlega segja að ég sé flatlendingur.“ John Snorri var alinn upp á bænum Ingólfshvoli, þar sem hann bjó með foreldrum og tveimur systrum, hvorri sínum megin við hann í aldri. Hann gekk í grunnskóla í Hveragerði en segist ekki hafa verið öflugur námsmaður á þeim tíma. „Skólatöskunni henti ég alltaf í anddyrið um leið og ég kom heim úr skólanum og svo var hún næst tekin upp þegar ég fór í skólann aftur daginn eftir. Ég var alltaf strax kominn í vinnufötin og fór út í fjárhús eða út í náttúruna. Ég var mjög heppinn krakki, pabbi leyfði mér að gera ansi margt. Ég átti að sofa heima og koma heim en að öðru leyti var ég nokkuð frjáls. Ég hafði þó ákveðnar skyld- ur á bænum og sá um hluta af dýr- unum. Ég held ég hafi verið sjö ára þegar það byrjaði, þannig að það var sett á mig ábyrgð snemma.“ Hann segir íþróttir hafa átt vel við sig og að hann hafi verið mikill keppnismaður. „Ég var góður í íþróttum, sérstaklega í hlaupi, handbolta og fótbolta. Ég var til dæmis eitt sinn valinn knattspyrnu maður ársins í Hvera- gerði. Í handboltanum skoraði ég oft helminginn af mörkunum. Ég var mjög nettur og snöggur og sterkur. Ég hætti svo alveg í íþrótt- unum 17 ára.“ Vélaviðskiptafræðingur með heimspekilegu ívafi Að loknum grunnskóla var John Snorri eitt ár í Fjölbrautaskóla Suðurlands en fór svo sem skipt- inemi til Virginíu í Bandaríkjunum og dvaldist þar í eitt ár. „Það var aðallega ævintýraþrá sem leiddi mig þangað, ég þurfti einhverja breytingu fyrir sjálfan mig. Það reyndist gott fyrir mig, það kveikti aðeins á mér. Eftir að ég kom heim fór ég í meira nám og er búinn að læra ansi margt síðan. Ég er við- skiptafræðingur og vélfræðingur og er búinn að læra smávegis í heimspeki. Svo er ég líka rafvirki og stýrimaður.“ Starfsferill Johns Snorra er í samræmi við menntun hans, mjög fjölbreyttur. Hann hefur meðal annars unnið á olíuborpalli í Nor- egi, unnið sem vélstjóri og stýri- maður á sjó við Noreg og Ísland og keypt og gert upp íbúðir til endur- sölu. „Mér finnst best það sem einn félagi minn sagði, þegar ég var bú- inn að rekja fyrir honum hvað ég hefði lært og gert í gegnum tíðina, þá sagði hann að ég væri vélavið- skiptafræðingur með heimspeki- legu ívafi. Mér fannst það svolítið skemmtilegt.“ Inn í þessa skilgreiningu vant- ar þó tilfinnanlega fjallaklifrið. Hvenær kom það til sögunnar? „Það hefur alltaf verið til staðar. Þegar ég er á fjöllum finnst mér eins og ég sé hluti af náttúrunni, þegar ég er að ganga upp fjöllin þá finnst mér ég vera hluti af fjallinu. Mér líður ofsalega vel í fjallinu og mér finnst ég oft skynja hætturnar sem geta steðjað að mér, eins og einhver dýpri skynjun eða vitund eigi sér ósjálfrátt stað.“ Betri lífslíkur í rússneskri rúllettu Í umfjöllun fjölmiðla um ferða- lag þitt upp á topp K2 hafa sum- ir haldið því fram að þar sé um að ræða stærsta afrek íslensks fjall- göngumanns fyrr og síðar, hvað segir þú um það? „Ég vil ekki segja það, það þurfa aðrir að segja það eða meta. En töl- fræðilega séð er þetta talið annað hættulegasta fjall í heimi, því 29 prósent þeirra sem reyna við það snúa ekki aftur á lífi.“ John Snorri hlær við þegar honum er bent á að lífslíkurnar í rússneskri rúllettu séu vænlegri en það. „Er það já? Hvað sem því líð- ur þá myndi ég segja fyrir mig að ég mun aldrei ná að toppa þetta hvað fjallamennsku varðar, ég held ég nái ekki að fara á annað fjall sem reynir meira á en K2, nema þá ég lendi í einhverjum háska.“ Þrátt fyrir þessa skuggalegu tölfræði var John Snorri aldrei hræddur. „Í flösku- hálsinum svokallaða, þegar maður fer frá Kamp 4 og upp á topp, þar varð ég reyndar dálítið smeykur. Flöskuhálsinn er eins og trekt milli tveggja tinda og þar fyrir ofan hangir ísjaki, 210 metra hár, eins og þrír Hallgrímskirkjuturnar. Við vorum búnir að vera fastir þar í mjög djúpum snjó, vondu veðri og slæmu skyggni. Þá rofaði skyndilega til, sólin skein og það glampaði á allan yfirhangandi ísinn. Þá hugsaði ég með mér og sá í hendi mér að ef það brotnaði eitt- hvað úr jakanum fyrir ofan þá gæti ég ekkert gert. Mér brá, því þarna sá ég svo glöggt hvað þetta var stórt og hvað ég væri varnarlaus ef eitt- hvað gerðist.“ Aðspurður segist John Snorri þó ekki óttast dauðann. „Ef þú ótt- ast ekki dauðann þá er hann ekki flækjast fyrir þér í fjallgöngunni. Þannig að ég held að það sé styrk- ur og að það hjálpi þér á stöðum eins og K2, þar sem áhættan er mikil, því er ekkert að neita. Töl- fræðin er eitt en þegar þú kemur í fjallið þá finnurðu alveg fyrir því að það veitir enga miskunn, það mun ekkert hlífa þér neitt. Þannig að ef þú óttast ekki dauðann þá held ég að þú náir að einbeita þér betur í fjallinu.“ Andlegi þátturinn mikilvægastur Í viðtali við mbl.is fyrir skömmu sagðist Tómas Guðbjartsson lækn- ir telja að þessi fjallganga John Snorra hafi verið „læknisfræðilegt“ afrek. Hann sjálfur segist þó ekki vera neitt læknisfræðilegt undur, það séu margir samverkandi þætt- ir sem hafi stuðlað að því að svona vel gekk. Mestu máli skipti þó and- legi þátturinn. „Þetta er að hluta til einstaklingsbundið varðandi líkam lega þáttinn. Svo er þetta líka spurning um hugarfarið og hversu vel þú ert aðlagaður. Ég var búinn að fara áður upp Island Peak (6.189 m) og Lhotse (8.516 m, fjórða hæsta fjall í heimi) og það gerði ég gagngert til að undirbúa mig fyrir K2. Þannig að ég tel mig hafa gert þetta alveg rétt og hugarfarið var alveg rétt. Ég hafði aldrei efasemdir um að ég gæti klárað þetta og hugs- aði aldrei um að snúa við. En þegar þú ert kominn upp í mikla hæð þá finnurðu að líkaminn segir nei við þig. Þú finnur að hann segir þér að snúa við, fara niður, þetta sé ekki rétt. Þá er það hugarfarið og and- legi þátturinn sem tekur við og drífur mann áfram.“ Það hljómar rökrétt að and- legi þátturinn skipti miklu máli, ekki síst þegar lagt er af stað upp á fjall sem hefur kostað svo mörg líf í gegnum tíðina. Þarf sá sem leggur í K2 ekki að vera örlítið klikkaður? „Jú. Maður þarf að vera klikk- aður og svolítið kærulaus. En ein- beitingin þarf samt að vera 100 prósent allan tímann, alveg sama hversu þreyttur þú ert.“ Hann seg- ir þunna loftið ekki hafa truflað sig að ráði. „Ég hélt sönsum allan tím- ann, eða ég held það. Það sem er einna mikilvægast í undirbúningi svona göngu er að gera nákvæma aðgerðaáætlun áður en haldið er af stað, því niðri ertu allsgáður en þegar þú ert kominn í mikla hæð þá er hætt við að dómgreindin slakni svolítið. Þess vegna er svo mikilvægt að búa til plan og halda sig við það allan tímann.“ Þrjátíu ára gamall draumur rættist á toppnum Að klífa K2 var draumur Johns Snorra allt frá unglingsárum. „Mig minnir að það hafi verið einhvern tíma í kringum fermingaraldurinn, þá sá ég fjallið í fyrsta skipti á mynd og einhverja umfjöllun um það. Ég var búinn að ákveða að klífa fjall- ið árið 2020 en eftir að mamma og pabbi voru bæði farin, pabbi í kringum jólin síðustu og mamma nokkru áður, þá fannst mér að rétti tíminn væri kominn. Þrátt fyr- ir fráfall pabba þá taldi ég mig vera nokkuð sterkan andlega, alla vega á fjöllum. Líkam- lega var ég líka í góðu formi þannig að ég var alveg tilbúinn í þetta.“ John Snorri segir að tilfinningin þegar toppnum var náð hafi verið stórkostleg. „Það rof- aði til á toppnum eftir að skyggn- ið hafði verið slæmt á leiðinni upp. Þannig að við fengum þetta brjál- æðislega útsýni, sáum sjóndeildar- hringinn og öll fjöllin þarna, maður horfði yfir til Kína, yfir til Pakistan. Svo söng ég þjóðsönginn á toppn- um, en það var erfitt, ég var alveg loftlaus.“ Hann náði að dvelja á toppn- um í um það bil hálftíma, sem telst vera nokkuð langur tími miðað við það sem gengur og gerist. Sá tími er hins vegar skammur sé hann settur í samhengi við hversu langþráður draumurinn var og hversu mikil fyrirhöfn það er að komast á stað- inn. John Snorri svarar því þó neit- andi og hlær þegar ég spyr hann hvort það hafi ekki verið erfitt að kveðja toppinn í því ljósi. Hugrekki eða fífldirfska Viðbrögðin hér heima við afreki Johns Snorra eru almennt á þann veg að hann er hylltur sem hetja. Það heyrast þó alltaf neikvæðar raddir sem gefa lítið fyrir uppátæki af þessu tagi og telja þau til marks um fífldirfsku fremur en nokkuð annað. John Snorri segist ekki hafa orðið var við slíkt, aðeins hvatningu og stuðning, sem hafi hjálpað hon- um mikið. „Konan sagði mér frá því á meðan ég gekk að það væri mik- ill meðbyr heima, að fólk héldi með mér. Allar slíkar fréttir nýttust mér. Þegar þú ert að ganga upp fjöllin þá ertu svo mikið einn, þó að þú sért með öðrum þá geturðu ekkert talað við næsta mann, það eru kannski tíu metrar á milli ykkar. Þá fer fullt af hugsunum í gang. Oft þegar ég var þreyttur þá hugsaði ég um hvatninguna að heiman og fann að ég léttist og endurnærðist við að hugsa um öll skilaboðin sem ég var búinn að fá frá fólki.“ John Snorri skilur þó vel að einhverjum kunni að þykja það fífldirfska eða óþarfa áhætta af hans hálfu að hafa tekið slaginn við K2. „Ég er fimm barna faðir og Söng þjóðsönginn á toppi K2 John Snorri Sigurjónsson hefur lengi gengið á fjöll án þess að vekja sérstaka athygli fyrir vikið. Í það minnsta hafði sá sem þetta skrifar ekki haft spurnir af honum áður en fréttir fóru að berast af því nýverið að hann stefndi að því að komast á topp hins ógnvekjandi fjalls K2, fyrstur Íslendinga. Fjölmiðlar fylgdust grannt með þeirri svaðilför hans og blessunarlega tókst honum ætlunarverk sitt. „Maður þarf að vera klikkaður og svolítið kærulaus Sigurvin Ólafsson sigurvin@dv.is Í sjöunda himni John Snorra mætti stór kostlegt útsýni á toppnum. mynd kári g. ScHrAm m y n d k á r i g . S cH r A m

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.