Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2017, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2017, Page 28
Rokkhá tíðin Rokk í Hafnarfirði var haldin föstudaginn 11. október síðastliðinn fyrir utan og inni á Ölstofu Hafnarfjarðar í Flatahra uni. Fjölmargar sveitir tróðu upp við mikinn fögnuð viðstaddra. Ceasetone, Dimma, Kiriyama Family, Paunkholm, Úlfur Úlfu r, LITH, Berndsen, Babies flokkur inn og Faith no more sáu um að spi la hver á fætur annarri. Fjörið hófst utandyra kl. 18 þegar Ceasetone steig á svið og sló Úlfur Úlfur botninn í útitónleik ana. LITH tók svo við innandyra og Babies flokkurinn lauk tónleiku num um klukkan fjögur aðfaranótt laugardags. Þetta er þriðja árið í röð sem Rokk í Hafnarfirði fer fram og er hátíðin vel heppnuð. Áhugav erðir og skemmtilegir tónleikar sem vonandi eru komnir til að vera. Rokkað af kRafti í HafnaRfiRði Dimma og Úlfur Úlfur tróðu upp ásamt fleiri sveitum Tveir vinir og annar með haTT Brynjar Klemensson og Jón Ingi Jóhannes- son voru rokkaralegir á hátíðinni. nafnar í sTuði Nafnarnir Stefán Örn Stefánsson og Stefán Jakobsson, söngvari Dimmu, setja upp rokktakta fyrir myndatöku. Sumarið er næstum því búið (hvað varð um júní og júlí) og þá fyllist fréttaveitan manns á Facebook af færslum um hvað fólk sé fegið að rútínan sé byrjuð aftur og myndum af glaðværum nemendum á leið í leikskóla, skóla, íþróttir eða aðrar tómstundir. Ég á góðar minningar frá mínum skóladögum, sem betur fer, því þær eiga ekki allir. Jú, ég lenti í einhverju smá einelti og stríðni, en ekkert sem situr í mér. Mér er hlýtt til Austurbæjarskóla, gamla fallega skólans míns, og bý í dag ekki svo langt frá honum þannig að ég sé hann reglulega. Flestir af mínum bekkjarfélögum, af hvaða skólastigi sem er, eru vinir mínir á Facebook og suma þeirra hitti ég reglulega í dag, auk þess sem margir af grunn- skólakennurunum mínum eru líka vinir mínir þar. Auglýsingar, bæklingar og tölvupóstur dettur líka í fangið á manni daglega með haustinu. Þar eru auglýst hin ýmsu námskeið, sem hægt er að sækja um og stunda í vetur, til lengri eða skemmri tíma, og er úrvalið svo mikið að manni fallast stundum hendur. Það má læra bókstaflega allt milli himins og jarðar, frá því að þræða nál yfir í að sjóða saman geimskip, eða svo gott sem. Það hefur alltaf fylgt manninum að vilja læra, uppgötva eitthvað nýtt og efla andann og vitsmuni. Sumir gera minna af því en aðrir og ganga styttri veg á skólagöngunni, en það er bara allt í góðu lagi, við erum jú ekki öll eins. En það er einn skóli sem má ekki gleyma að stunda og leggja rækt við í allri flórunni og sá mikil- vægasti af þeim öllum: skóli lífsins. Það er skólinn sem maður þarf að stunda alla ævi, hvort sem manni líkar betur eða verr og hvort sem maður er sáttur við námsefnið sem fyrir mann er lagt eða ekki. Skóli lífsins leggur manni fyrir ýmis verkefni, mismikilvæg, miserfið, misauðlesanleg, en það þýðir ekkert annað en að stunda námið eins vel og maður getur. Ef námið verður manni ofviða, þá flautar maður bara út í frímínútur og nýtur þeirra, eins lengi og maður vill og þarf, en ekki of lengi samt, námsefnið bíður. Kveðja Ragna ragna@dv.is Skólinn og lexíurnar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.