Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2017, Side 37

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2017, Side 37
vini sínum, þar sem hann er að útbúa íbúð handa sér. Þannig að líkur eru á að búsetan í Grindavík verði lengur en eitt ár. Keyrir um á Oldsmobile F85 árgerð 1962 „Bíllinn sem ég keyri á í dag var búinn að vera í mörg ár í Hrísey, en hann endaði þar af því að einhver ætlaði að gera við hann,“ segir Stefán Örn. „Bíllinn var fluttur inn fyrir einhverjum árum og um leið og gámurinn var opnaður sá þá- verandi eigandi að bíllinn var flagð undir fölsku skinni. Ég var búinn að vita af þessum bíl í mörg ár. Bíll- inn stóð í Hrísey með opna glugga, það rigndi inn í hann og vinur minn eignaðist hann í einhverju braski og vissi að ég var spenntur fyrir honum, af því að það væri nú gott að eiga varahluti í annan sem ég átti fyrir.“ Stefán Örn fór á Benz árgerð 1977 til Akureyrar að sækja bíllinn og dró hann til Ísafjarðar. Síðan ákvað hann í stað þess að rífa Oldsmobile-inn í varahluti, að keyra hann bara út og nota eftir að hafa skreytt hann aðeins upp og komið í gegnum skoðun. Framendi varð að sjónvarpsskenk Stefán Örn er ekki bara handlaginn við bílana, heldur notar parta af þeim í eitthvað annað, eins og til dæmis í sjónvarpsskáp í stofunni á Ísafirði. „Ég sá Mercury Marquis árgerð 1970 auglýstan til sölu í Þorláks- höfn, haugryðgaðan og hand- ónýtan. Bíl sem var keyptur í Sölu varnarliðseigna fyrir fjölda ára, svo stóð hann bara úti og maður sér á boddíinu hvernig ríkjandi vindátt var. En með framendanum á bíln- um gat ég gert eitt sem mig langaði alltaf til að gera: sjónvarpsskenk. Ég fór því sérstaklega frá Ísafirði til Þorlákshafnar með sverðsög og slípirokk, skar framendann af bílnum og keyrði með vestur. Inni í þessu er ég með heimabíóið, afruglarann, Playstation-tölvuna og svo framvegis.“ Heillast ekki af nýjum bílum Stefán Örn á 15 bíla og geymir þá alla, nema einn, í geymslu sem hann á í Bolungarvík, en hana keypti hann fyrir þremur árum, með það fyrir augum að varðveita bílana þar. Allir eru fornbílar, nema einn, og meðalaldurinn 51–52 ár. Fimm af bílunum eru einstakir, þeir einu sinnar tegund- ar hér á landi. „Mig hefur aldrei langað til að eiga nýjan bíl, þeir bara heilla mig ekki. Líklega vegna þess að það getur hver sem er keypt sér og keyrt um á nýjum bíl. Allir bílarnir sem ég á skera sig úr í umferðinni. Þegar ég keyri um þá er veifað til mín: „Hei, þarna er Stebbi.“ Mér líður bara illa að keyra um á venjulegum bíl.“ Margir bílanna eru óuppgerðir og segir Stefán Örn að hann safni að sér bílum til að varðveita þá. Hann hvorki segir né lofar að hann muni einhvern tíma gera þá alla upp. „Mig langar að gera það, en maður þarf að hafa tíma til þess. Vonandi fæ ég núna löngun til að dútla aftur við bíla á kvöldin. En á meðan ég bíð eftir tíma, þá bíða bílarnir í geymslunni í Bol- ungarvík. Ásamt varahlutum sem ég hef líka sankað að mér.“ Líkt og með áhugamenn um fótbolta sem muna öll fótbolta- úrslit, þá man Stefán Örn allt hvað varðar bílana, sem verða á vegi hans. „Ég er hrikalega lélegur með nöfn á fólki, en ég veit miklu frekar hvernig bíl það keyrir um á. Það er nauðsynlegt að hafa tilbreytingu í lífinu, ekki festa sig bara við að gera eitthvað eitt. Ég á 30 ár eftir á vinnumarkaðinum hið minnsta, þannig; af hverju ekki? Allar breytingar eru tækifæri til að gera eitthvað skemmtilegt og bæta í gagnabankann. Allt sem maður gerir og hefur gert, gerir mann að þeirri manneskju sem maður er í dag og maður á aldrei að sjá eftir neinu,“ segir Stefán Örn. Frumsýning í KrúserKlúbbnum Oldsmobile F85 árgerð 1962 var bíll kvöldsins nýlega hjá Krúserklúbbnum, s em hittist alla fimmtudaga og keyrir um, ef veður leyfir. buicK í besta standi Einn af mörgum bílum Stef- áns Arnar, Buick Century árgerð 1984. sKiptinemi í bandaríKjunum Stef án Örn var skiptinemi í Bandaríkjunum í ei tt ár eftir grunnskóla. Bílaáhuginn minnkað i ekkert vestanhafs. „Þegar ég var 17 ára skiptinem i í Bandaríkjunum þá gerði ég upp þennan Ford Galaxie árgerð 1963.“ sjónvarpssKenKur Bíll breytist í sjónvarpsskenk. aFtur til Fortíðar De Lorean, sá eini sinnar tegundar á landinu. Sams konar bíll og Marty Mcfly ferðaðist á um tímann í myndunum Back to the Future. með brennandi bíladellu Stefán Örn leggur sig fram við að varðveita fornbíla.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.