Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2017, Blaðsíða 63

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2017, Blaðsíða 63
menning 39Helgarblað 18. ágúst 2017 Steinunni Knútsdóttur, deildarfor­ seta sviðslistadeildarinnar. Hann segir sitt hlutverk sem fagstjóra vera eins og staða listræns stjórn­ anda námsins, hann velji inn lista­ menn í hlutverk nemenda og aðra í hlutverk kennara, reyni að skil­ greina hvers eðlis samband þeirra skuli vera og skapa kringumstæð­ ur fyrir þá til að mætast í. Hvorki alvitrir kennarar né galtómir nemendur „Fyrst og fremst viljum við taka þá sem skrá sig í námið alvarlega sem listamenn. Við erum ekki að reyna að gera nemendurna að ákveðinni tegund listamanna – heldur eru það þeir sjálfir sem munu segja okkur hvað það er sem listamenn eru og gera. Þeir eru sjálfir lista­ menn sem hafa verið að skapa list í einhvern tíma og koma því inn með sína eigin þekkingu, bæði í formi ákveðinna vinnuaðferða og listrænna spurninga. Þær grunnspurningar sem þessir tilteknu listamenn eru að takast á við í sinni eigin listsköp­ un verða alltaf leiðarstefið í því sem við gerum, hvort sem það eru vinnustofur, vinnustofudvöl, fyrir­ lestrar eða eitthvað allt annað. Það er því ekki verið að hamra á því að til að útskrifast úr náminu þurfi listamennirnir að vita x, y og z. Þvert á móti lítum við svo á að öll þekkingin sé nú þegar til staðar hjá þeim, en markmið námsins sé að hjálpa þeim að reyna að nálgast og virkja hana. Þetta er líka eitthvað sem við höfum í huga þegar við veljum listamenn til að taka þátt í kennsl­ unni. Hugmyndin er ekki að fá alvitra kennara til að kenna nem­ endum sem ekkert vita, heldur að skapa umhverfi fyrir þessa lista­ menn til að gera eigin tilraunir. Við viljum fá kennarana og nemend­ urna til að vinna í sameiningu að hlutum þar sem úrlausnin er ekki gefin. Hvernig þetta er gert getur verið mjög mismunandi. Við ráð­ um sem sagt ekki bara kennara inn til að fylla í ákveðið gat í stunda­ töflunni heldur byrjum við á því að velta fyrir okkur með hverjum listamanni hvað hann vilji fást við, hvað hann komi til með að kenna og finnum svo form sem hentar.“ Samvinna nemanda og kennara Þegar hann er beðinn um dæmi um hvernig slík kennsla fer fram nefnir hann nokkra ólíka lista­ menn sem hafa tekið þátt í verkefn­ inu, til að mynda sviðslistamann­ inn Ant Hampton og svissneska tónskáldið Christophe Meierhans: „Þeir komu inn með tiltekið verk­ efni sem þeir voru sjálfir að vinna að fyrir ákveðinn skilafrest. Þeir takast þá á við vandamálin sem þeir eru að kljást við í verkefn­ inu með hjálp nemendanna. Verk kennaranna er þannig ekki dæmi um það rétta eða fullkomna held­ ur notað sem dæmi um vanda­ málin sem þessir listamenn þurfa stöðugt að eiga við í listsköpun­ inni,“ segir Alexander. Hann nefnir líka Finnann Satu Herrala og Grikkjann Manolis Tsipos sem voru í viku í vinnu­ stofudvöl á Kolstöðum og áttu þar í ítarlegum samræðum við nem­ endurna, skipulögðu þriggja tíma samtal við hvern nemanda þar reynt var að finna kjarnann og mikilvægustu spurningarnar í list­ sköpun þess nemanda. „Þrátt fyrir að aðferðirnar séu ólíkar er það sem sameinar þetta allt, að það er drifið áfram af spurningum og til­ raunum til að þróa aðferðir til að takast á við þær, hvort sem það eru spurningar listamannanna sem eru beðnir um að taka þátt eða spurningar listamannanna sem hafa skráð sig í námskeiðið.“ Það var fjölbreyttur hópur lista­ manna sem tók þátt í kennslunni í ár, úr ólíkum listgreinum með ólíka snertifleti við sviðslistir. Á næsta ári verða bæði ný andlit – til að mynda franski sviðslistamað­ urinn Phillippe Quesne sem mun vinna verk með nemendunum – og aðrir listamenn sem koma í annað skipti. „Mér finnst mikilvægt að við vinnum aftur með sömu lista­ mönnunum því þannig gerum við þetta að eins konar miðstöð fyrir ákveðna gerð menningar.“ Spurningin skiptir mestu máli „Það er ákveðið viðhorf sem við biðjum alla um að mæta með í farteskinu en við höfum enga stjórn á því sem kemur út úr vinnunni. Niðurstaðan úr þessari tólf mánaða vinnu er ekki bara þessi tilteknu útskriftarverkefni sem hafa verið sýnd heldur er það umfram allt færni listamannanna í að átta sig á þeim spurningum sem eru miðlægar í sköpun þeirra, að geta talað um þær og mótað vinnuaðferðir sem gera þeim kleift að takast á við þessar spurningar. Ef það er eitthvað róttækt við þetta nám þá er það eflaust það að þetta er ekki nám endanlegra afurða, ekki nám fullkomnun­ ar. Ef ég tala út frá eigin reynslu af menntun sem nemandi þá er það yfirleitt ákvörðun að ofan hvað er álitið mikilvægt – þér er sagt hvað þú átt að læra. Við tökum lista­ mennina hins vegar alvarlega sem listamenn sem geta starfað á eigin forsendum, bæði í náminu og eft­ ir það.“ Er það þá kannski bara tákn- rænt að þú ert ungur maður, 31 árs gamall, og margir nemendanna eru eldri og jafnvel lengra komnir á sínum listamannsferli en þú? „Já, ætli það ekki. Ég hugsa að þegar stefnt er á að móta flatan strúktúr sé áhættan oft að skrið­ þunginn, stofnunin og umhverfið þrýsti því í aðra átt og skapi þannig ójafnvægi. Þar sem ég er ungur finnst manni eiginlega ólíklegra að ég fari að misskilja stöðu mína, fari að telja mig miklu reynslumeiri og noti það til að réttlæta auk­ ið stigveldi. Vissulega sækja lista­ mennirnir í náminu í einhverja þekkingu hjá mér en ég sæki ekki síður þekkingu til þeirra. Það er því mjög merkilegt að útskrifa sex listamenn sem eru kannski meiri sérfræðingar í því sem þeir gera en ég mun nokkurn tímann verða,“ segir Alexander, sem er þessa dag­ ana að taka á móti öðrum árgangi námsins. Í þetta skipti koma nem­ endurnir víðar að, meðal annars frá Brasilíu, Mið­Evrópu, Norður­ Ameríku, Mexíkó, Ástralíu og Ís­ landi. Í tengslum við samfélagið Heldur þú að tilkoma svona náms hafi einhver áhrif út í sviðslista- samfélagið, listasamfélagið hér á landi eða jafnvel samfélagið í víðari skilningi? „Já, við erum alltaf meðvitað að reyna að finna holur eða opn­ anir þannig að það sem á sér stað í náminu leki út og hafi áhrif víð­ ar. Þannig höfum við átt í samtali eða samvinnu við leikhús, sýn­ ingarrými, tónleikastaði, unnið með unglingum, eldri borgur­ um og fólki þar á milli, átt í sam­ tali við fólk frá góðgerðasamtök­ um, vísindamenn og þá sem stýra húsnæðismarkaðnum. Ég tel að við höfum áhrif með því að hafa virka nærveru í samfélaginu og leyfa þessum samtölum að leka út. En þar að auki, ef við útskrifum sex til átta listamenn sem hafa fundið fyrir uppörvun, eru orðn­ ir sjálfsöruggari í því að orða þær spurningar sem þeir vilja fást við, geta barist fyrir því sem þeir vilja stunda – listamenn sem eigna sér það sem þeir eru að gera – þá held ég að það hljóti að hafi einhver áhrif.“ Varðandi þessi tengsl sem þú nefnir, þá er eitt sem ég tók eftir í kynningu námsins og ég hef tek- ið eftir í kynningu framhaldsnáms í listum víðar. Þetta er sérstök áhersla á tengslamyndun, með- al annars inn í listasenuna. Ég get eiginlega ekki komist hjá því að líta þetta svolítið gagnrýnum augum. Að einhverju leyti finnst mér eins og nemendur séu þá að kaupa sér aðgang að tengslaneti til að hjálpa sér að komast áfram á frama- brautinni – efnahagslegum auði er breytt í félagslegan auð sem ætti að skila sér í velgengni. En kannski er þetta alls ekki hugmyndin? „Það er vissulega rétt að þetta er eitthvað sem maður vill að sé hluti af masternámi sínu, það er að maður verði ekki jafn mikið eyland og þegar maður skráði sig. Þannig að þetta er einn þráður en alls ekki meginþráðurinn í nám­ inu. Það er frekar verið að skoða hvernig þínar listrænu spurn­ ingar og athafnir leiða þig í tengsl við heiminn utan þessa örheims masternámsins. Þetta eru rosa­ lega ólík tengsl við fjölbreytt fólk í hverju tilfelli – og þetta sést aug­ ljóslega þegar þakkarlistar nem­ endanna eru skoðaðir. Á þessum listum eru bæði listamenn og fólk úr senunni en stór hluti þeirra sem þau hafa unnið með er fólk sem tengist listalífinu ekki á nokkurn hátt. Í þokkabót væri það nú líka svolítið kaldhæðnislegt fyrir er­ lenda listamenn að koma til Ís­ lands til þess að reyna að tengjast heiminum. Ég held að þetta nám­ skeið sé ekkert sérstaklega líklegt til að laða að sér fólk sem er bara að gera list til að öðlast frama: „fyrst tökum við Reykjavík og síð­ an heimsfrægð!““n „Hugmyndin er ekki að fá alvitra kennara til að kenna nem- endum sem ekkert vita. Saga Sigurðardóttir, dansari og danshöfundur, er á meðal þeirra listamanna sem útskrifast úr fyrsta árgangi alþjóðlegs framhaldsnáms í samtíma sviðslistum. Lokaverkefnið hennar er verkið Savage Scenes.Mynd Saga Sigurðardóttir Húsið mitt Eitt af útskriftarverkefnunum er 40 daga upplifunarverk Hrefnu Lindar Lárusdóttur um húsnæðismarkaðinn í Reykjavík, en verkið hefur vakið mikla athygli í fjölmiðlum að undanförnu. Mynd Laufey eLÍaSdóttir Úr listheiminum Vinsælast á Spotify Ég vil það Enn eina vikuna er lagið Ég vil það með söngvaranum Chase og rapparanum JóaPé langvin­ sælasta lag­ ið á íslenska Spotify með 10.988 í daglega hlustun. Næstvin­ sælustu lögin eru líka íslenskt rapp, í öðru sæti er Geri ekki neitt með Aroni Can og Unnsteini, og í því þriðja lagið Joey Cypher með Joey Christ og vinum. Vinsælasta myndin í kvikmynda­ húsum í vikunni var hryllings­ myndin Annabelle: Creation, sem fjallar um hina andsetnu djöfladúkku Annabelle. 3.558 manns sáu myndina um síðustu helgi. Næstflestir sáu Atomic Blonde og örlítið færri fóru á seinni heimsstyrjaldarmyndina Dunkirk. „Jæja, það var þá Hjörleifur „Tuð“ Guttormsson sem lét mála yfir sjó- manninn flotta á húsveggnum. Ég sting upp á hugmyndasamkeppni meðal veggjamálara um það hver getur málað sem bestu risastóru myndina af Hjörleifi á akkúrat þennan sama vegg,“ skrifar Dr. Gunni, tónlistarmaður og spek­ ingur, á Facebook og vitnar þar til stórs veggmálverks af sjómanni á austurgafli Sjávarútvegshússins sem var nýlega málað yfir. Fljót­ lega kom í ljós að sjómaðurinn var látinn fara meðal annars eft­ ir ítrekaðar umkvartanir Hjör- leifs Guttormssonar, fyrrverandi þingmanns og ráðherra. „Þegar næstum þriðjungur veltu hverfur úr atvinnu- grein getur vart verið um annað en hrun að ræða. Staðan er nú sem og undanfar- in ár ákaflega snúin og ljóst að bregðast þarf við ef ekki á illa að fara,“ segir Egill Örn Jóhannsson, formaður Fé­ lags íslenskra bókaútgefenda, í viðtali við Morgunblaðið, en þar var greint frá því að velta bóka­ útgáfu hafi dregist saman um 31 prósent frá hruni og hafi sam­ drátturinn verið heil 11 prósent í fyrra. Vinsælast í bíó Umræðan annabelle: Creation Hjörleif á vegginn Hrun í bókaútgáfu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.