Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2017, Síða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2017, Síða 64
40 menning Helgarblað 18. ágúst 2017 E ins og víða annars staðar hafa konur að miklu leyti verið þurrkaðar úr sögu hip- hopsins, þær hafa að mestu leyti verið í bakgrunninum en ein og ein verið í forystuhlutverki – en hún er þá nánast aldrei jafn vin- sæl og karlarnir. Í seinni tíð hafa svo ýmsir unnið í því að grafa upp þessar konur,“ segir Laufey Ólafs- dóttir sem skrifaði BA-ritgerð í stjórnmálafræði um hip-hop og femínisma og flytur fyrirlestur um efnið í Róttæka sumarháskólan- um á laugardag. Andspyrnumenning Laufey hefur fylgst náið með rapptónlist og hip-hop menn- ingunni frá því að hún var ung- lingur á seinni hluta níunda ára- tugarins, hefur grúskað mikið í textum jafnt sem tónlistinni. Hún segir að ein ástæðan fyrir því að margir tengi hip-hop menn- inguna við karlrembu og hörku í dag sé að hún hafi alltaf verið eins konar andspyrnumenn- ing. Alveg frá byrjun hafi hún tengst baráttu fyrir betra samfélagi, sérstak- lega hvað varðar kynþátta- hyggju og misskiptingu. „Þetta byrjar í fá- tækrahverfum New York þar sem meirihluti íbúanna samanstóð af svörtu fólki, innflytj- endum frá Karíbahafinu eða fólki sem átti rætur að rekja til rómönsku Ameríku. Þetta er fólk sem elst upp við erfiðar aðstæður, þrúgandi fá- tækt og lítil úrræði. Frá upphafi hafa textarn- ir því endurspeglað ör- væntingu og reiði vegna stöð- unnar,“ segir Laufey og bendir á að árásargirnin – sem sumir tengi við karlmennsku – hafi á vissan hátt verið viðbragð við þessu ástandi. „Eðli hip-hops hefur alltaf verið að pota, fólk er að pota í hvert annað og berjast um yfir- ráðasvæði. Oft er þetta þó í svolitlum háðstón, þú þarft að vera sniðugur og tækla and- stæðinginn þannig. Orðræð- an getur því oft verið móðg- andi og ögrandi. Að vissu leyti er þetta arfleifð „Black power“- hreyfingarinnar en einn þáttur í henni var að svartir neituðu að vera kurteisir og halda sér í hlut- verki eins konar barns í samskipt- um við hvítt fólk. Þú þarft að sýna að þú sért óttalaus og sért það sem þú ert.“ Staða kvenna í rappi „Frá upphafi voru konur virkir þátttakendur í hip-hopinu. Á upp- hafsárunum gengu þær í ýmis hlutverk, sáu um að skipuleggja viðburði og auglýsa. Það var ein og ein sem greip í míkrófóninn en konur voru mun meira áber- andi í breikdansi og graffití,“ segir Laufey en síðarnefndu listformin voru í upphafi mikilvægur hluti af hip-hop menningunni. „Það voru þó alltaf vissar fyrir- stöður fyrir þessar konur. Í graffinu þurftu konur til að mynda að setja sig í aukna hættu vegna kyns síns, þar sem verkin voru yfirleitt unn- in í skjóli nætur á svæðum þar sem var lítið eftirlit. Ein ástæða fyrir því að þær voru ekki áberandi sem plötusnúðar var að það var sjaldn- ast hluti af félagsmótun kvenna að vera í vinahópum sem pæla mikið í tæknimálum, en það var mikil- vægur hluti af DJ-starfinu. Ef þær röppuðu var þar að auki gert grín að þeim vegna kyns þeirra, þær ýmist sagðar strákastelpur eða kynóðar.“ Hugsun og kynþokki „Fyrsti kvenkyns rapparinn sem ég man eftir var MC Lyte, svo komu rapparar eins og Queen Latifah, Monie Love, Roxanne Shanté. En það var í gegnum hana og Rox- anne-stríðin svokölluðu sem margar konur byrjuðu að koma inn í rappið. Það byrjaði með því að grúppa af karlkyns röppurum U.T.F.O gerðu lag um skáldaða kvenpersónu sem þeir kölluðu Roxanne og í kjölfarið fóru kon- ur að svara fyrir hana, setja sig í hlutverk Roxanne og svara fyrir sig í rapplögum. Þarna byrjaði svolítið kvenna „battle“,“ segir Laufey. „Á tíunda áratugnum var nokkuð mikil fjölbreytni, þar voru bæði hugsandi konur eins og MC Lyte, Queen Latifah og Bahama Dia en á sama tíma voru líka konur á borð við Lil Kim og Foxy Brown, sem voru mjög kyn- lífsvæddar. Það hefur þó alltaf ver- ið ákveðin deila um þetta, því þess- ar konur voru ekki bara viljalaus verkfæri, heldur konur sem voru að svara karlmönnum. Konur sem eignuðu sér sinn eigin kynþokka og flögguðu honum með stolti. En svo má aftur benda á að það eru oftar en ekki karlmenn sem stýra því hverjar komast áfram,“ segir hún og leggur áherslu á þær ímyndir sem konur þurfa að gang- ast upp í til að vera álitnar sölu- vænlegar í tónlistarheiminum, til að mynda gamlar fordómafullar staðalímyndir svartra kvenna frá þrælatímabilinu, hin óheflaða kynlífsdrós og hin ráðríka og reiða ættmóðir. „Þetta er margmillj- óna dollara iðnaður og allt frá níunda áratugnum hef- ur stærsti kúnnahópurinn verið hvítir millistéttarkrakk- ar. Ef það er lögmál framboðs og eftirspurnar sem stýrir þessum markaði má enn fremur spyrja sig hver ber ábyrgð þessari upphafningu ofbeldis og klámvæðingu.“ Kalla sig ekki femínista „Margar svartar konur í Bandaríkjunum telja hip- hop vera andsnúið sér vegna þeirrar karlrembu sem þar birtist oft. En svo eru aðr- ar sem vilja þvert á móti taka þetta í eigin hendur, gangast við því að þetta sé þeirra menning, þær hafi sögu að segja og geti því notað hip- hop sem jákvætt afl. Þar sem þær séu að tala við konurnar á götunni þá sé hip-hop mjög gott verkfæri til að miðla upplýsingunum og fræðum. Það er raunar ákveðin kynslóð svartra kvenna sem kall- ar sig oft hip-hop femínista – eða femínista af hip-hop kynslóðinni,“ segir Laufey og bendir á að til- raunin til að aðgreina sig frá hefð- bundnum femínisma sé að hluta til komin vegna þess að svart- ar konur hafi oft átt erfitt upp- dráttar innan hreyfingar hvítra, borgara legra og háskólamennt- aðra femínista. Hún lýsir því hvernig svartar konur upplifðu margþætta mis- munun, vegna kyns, kynþáttar og efnahagsstöðu, og þær álitið það ómögulegt að aðskilja hina ólíku réttindabaráttu. „Þó að þekktir svartir femínistar á borð við bell hooks hafi sagt femínisma vera fyrir alla þá hafa svartar konur oft frekar viljað tala um sig sem kven- mannista (e. womanist) því það hugtak inniheldur líka orðið man, maður, og þær álíta sig líka vera að berjast fyrir alla menn, til að mynda gegn rasisma.“ Vitundarvakning að eiga sér stað Áherslan á karlmennsku virðist hafa minnkað í bandarísku hip- hopi að undanförnu, og má til dæmis nefna hvernig kynusli og samkynhneigð er að verða viður- kenndari, til að mynda með Frank Ocean og Young Thug. Þetta segist Laufey vona að muni hafi áhrif á stöðu kvenna í menningunni. „Það eru auðvitað alls konar fordómar í rappi eins og alls stað- ar í samfélaginu og það er að eiga sér stað vitundarvakning þar eins og annars staðar. Ef maður rýnir í rapptextana þá sér maður til dæm- is augljósa breytingu í viðhorfum hjá röppurum sem hafa verið lengi að. Það eru menn sem hafa verið að dansa á einhverri hómófóbískri línu í gegnum tíðina – en þeir eru að verða jákvæðari og opnari,“ segir Laufey og tengir þetta meðal annars við þá pólitísku vakningu sem hefur átt sér stað í Bandaríkj- unum með Black Lives Matter- hreyfingunni og mótmælum í kjöl- far forsetakjörs Donalds Trump. „Black Lives Matter er merkileg hreyfing í þessu samhengi því hún er upphaflega skipulögð af þremur kvenkyns hinsegin aktívistum. Ég held að þetta sé liður í þessari alls- herjar vitundarvakningu sem ég vona að eigi eftir að skapa meira rými fyrir konur í þessari menn- ingu.“ n Ekki viljalaus verkfæri n Konur hafa verið mikilvægir þátttakendur í hip-hop menningunni n Karlremba og kvenmannismi „Ef það er lögmál framboðs og eftir- spurnar sem stýrir þess- um markaði má spyrja sig hver ber ábyrgð þessari upphafningu ofbeldis og klámvæðingu. Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is Lil Kim Á tíunda áratugnum komu fram kven- kyns rapparar á borð við Lil Kim og Foxy Br own sem gerðu mikið út á kynþokka. Harðar Da brat og MC Lyte. Erykah Badu Hip-hop listakonur á borð við Erykah Badu hafa sótt í afrískan menninga rarf til að fást við stöðu sína sem svartar konur . Forfallinn hip-hop aðdáandi Laufey Ólafsdóttir hefur hlustað á rapptónlist í þrjá áratugi og flytur nú fyrirlestur um femínisma og hip- hop, markaðssetningu menningar og þöggun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.