Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2017, Page 72

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2017, Page 72
Helgarblað 18. ágúst 2017 49. tölublað 107. árgangur Leiðbeinandi verð 995 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Skál í botn! Ótrúlegur tvískinnungur n Þeir félagar í Harmageddon, Frosti og Máni, áttu sterka inn- komu í ritstjóraþætti Hring- brautar í vikunni. Þar var fjallað um þann ótrúlega tvískinnung, að íslenskir fjölmiðlar séu hund- eltir af fjölmiðlanefnd og dóm- stólum fyrir áfengisauglýsingar á meðan erlendir fjölmiðlar og íslenskir fjölmiðlar á ensku birta allt sem þeim dettur í hug um sama málefni. „Ef fjölmiðillinn er íslenskur má hann alls ekki fjalla um áfengi, en ef hann er útlenskur má hann ausa úr vín- skálum sínum eins og enginn sé morgundagurinn,“ sögðu þeir fé- lagar. Þórunn Antonía syngur og selur fötin sín n Söngkonan hæfileikaríka, Þórunn Antonía, mun troða upp á Menningarnótt í versl- uninni Reykjavik Outlet við Laugaveg og ætlar líka ásamt fleiri skvísum að setja nokkur valin föt af sér á slá og selja ódýrt á götumarkaði í tilefni dagsins. Anna Lilja Johansen verður einnig á staðnum í sömu erindagjörðum og má því eiga von á glæsiflíkum á góðu verði, þar sem þær stöllur eru báðar annálaðar smekkmanneskjur þegar kem- ur að fatavali og stíl. Ljótar gjafir í tvo áratugi Systurnar Íris og Þóra og eiginmenn þeirra leita uppi forljóta minjagripi og gefa Í 21 ár hafa systurnar Íris og Þóra Emilsdætur og eigin- menn þeirra, Sigurður og Helgi, hrekkt hvert annað með því að gefa forljóta minjagripi sem þau hafa fundið á ferðalögum sínum um heiminn. „Þetta byrjaði með bjánalegri gjöf sem þau gáfu manninum mínum. Þetta var einhvers konar föndrað altari með helgimynd og kerti eins og þú setur á kök- ur í barnaafmælum. Þau keyptu þetta í Barcelona og gáfu honum einfaldlega af því að þeim fannst þetta svo svakalega ljótt,“ segir Íris um upphaf hefðarinnar. „Næst þegar við fórum til útlanda ákváðum við að launa þeim þetta og kaupa jafn ljóta gjöf. Þá komumst við að því að það er rosalega gaman að finna ljótar gjafir. Nú eru allir vinir okkur farn- ir að taka þátt í leitinni þegar við erum á ferðalögum.“ Á rúmum tveimur áratugum hefur safnast mikið magn forljótra og smekklausra gjafa alls staðar að úr heiminum: „Það er miserfitt að finna ljótar gjafir á mismunandi stöðum, Spánn er algjört himna- ríki en Ítalía er erfið, það margt ljótt í London en lítið í París. Mjög fáar gjafir eru keyptar hér á landi þótt það sé sífellt að aukast fram- boð á ljótum gjöfum hér á landi. Það er bara svo ótrúlegt að fólk skuli leggja vinnu í að búa til þetta ósmekklega plastdrasl með ekkert notagildi – og ótrúlegt að einhver skuli kaupa þetta.“ Eftir ítrekaðar fyrirspurnir frá vinum og ættingjum ætla vina- hjónin loksins að halda sýn- ingu með gjöfunum ljótu og verður hún haldin í vinnurými hjá móður systr- anna við Flókagötu 41 á Menn- ingarnótt. n Ósmekklegt draslÞetta er ein þeirra fjölmörgu forljótu gjafa sem Íris og Þóra og eiginmenn þeirra hafa gefið hvert öðru á síðustu tveimur áratugum. Mynd ÞÓra EMilsdÓttir Helluhraun 4, Hafnarfirði / Sími 565 2727 & 892-7502 / www.rag.is Allar rúturnar frá RAG Import-Export eru með fullri verksmiðju ábyrgð. Við erum þeir einu sem eru með full leyfi frá Mercedes Benz verksmiðjunum til að framleiða 4x4 21 manna bíla. Allar rútur eru ríkmannlega útbúnar. Hátt og lágt drif, brekkuhemill, sjálfskipting, cruse control, ísskápur, tvö sjónvörp, leiðsögumannakerfi, USB-tengi o.fl. Mercedes Benz 519 4x4 Arctic Edition DEluxE rútur á góðu vErði!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.