Fréttablaðið - 18.10.2017, Page 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —2 4 5 . t ö l u b l a ð 1 7 . á r g a n g u r M i ð V i K u d a g u r 1 8 . o K t ó b e r 2 0 1 7
FrÍtt
Fréttablaðið í dag
sKoðun Tryggjum menntun,
skrifar Jón Atli Benediktsson. 13
sport Landsliðsmaðurinn Rúnar
Kárason færir sig um set til
danska félagsins Ribe-Esbjerg. 16
Menning Elísa Jóhannsdóttir
fékk Íslensku barnabókaverð-
launin fyrir að skrifa skemmti-
lega bók um alvarleg málefni. 35
lÍFið Margar af bestu
söngröddum Íslands
hafa sungið í
kór MH. 40
plús 2 sér-
blöð l FólK
l Fjár-
öFlun
*Samkvæmt prent-
miðlakönnun
Gallup apríl-
júní 2015
Faxafeni 11 • Sími 534 0534
Hrekkjavaka!
Finndu okkur á
Átt þú rétt á
slysabótum?
TORT
INNHEIMTA SLYSABÓTA
UMFERÐASLYS
VINNUSLYS
FRÍTÍMASLYS
511 5008
ViðsKipti Ef gististaðir á lands-
byggðinni þyrftu að taka á sig alla
hækkun virðisaukaskatts úr 11 í
22,5 prósent, eins og ríkisstjórnin
lagði til í fjármálaáætlun sinni,
myndi það leiða til mikils taprekstr-
ar. Afkoma hótela á höfuðborgar-
svæðinu yrði nálægt núlli. Þetta er
á meðal þess sem fram kemur í nýrri
úttekt ráðgjafafyrirtækisins KPMG.
Helga Árnadóttir, framkvæmda-
stjóri Samtaka ferðaþjónustunnar,
segir úttekt KPMG að mörgu leyti
sláandi. – kij / sjá Markaðinn
Myndi ógna
afkomu hótela
ViðsKipti Upptaka hátekju- og
auðlegðarskatta myndi einungis
fjármagna á bilinu fjögur til átján
prósent af þeim sjötíu milljarða
króna útgjaldaloforðum sem sumir
stjórnmálaflokkar hafa gefið fyrir
komandi þingkosningar.
Útreikningar sem byggðir eru
á sérvinnslu gagna frá Hagstofu
Íslands út frá skattframtölum fyrir
árið 2016 leiða í ljós að 48 til 76
prósenta hátekjuskattur á þá sem
hafa meira en 25 milljónir í árslaun
myndi auka skatttekjur ríkissjóðs
um 159 milljónir til 2,7 milljarða
króna á ársgrundvelli. Þá myndi
auðlegðarskattur sem lagður yrði á
hreina eign að virði yfir 150 millj-
ónir skila frá 5,1 milljarði upp í 10,2
milljarða króna aukalega til ríkis-
sjóðs á ári, eftir því við hvaða skatt-
hlutfall er miðað.
Til samanburðar hafa Vinstri
grænir og Samfylkingin lagt til að
auka ríkisútgjöld árlega um 50 til
75 milljarða. Ekki standi hins vegar
til að sækja þá fjármuni með því að
hækka skatta á almenning. Þá hefur
Katrín Jakobsdóttir, formaður VG,
sagst ekki vilja hækka virðisauka-
skatt á ferðaþjónustu úr 11 í 24
prósent en sú ráðstöfun myndi skila
um 18 milljörðum í auknar tekjur til
ríkissjóðs.
„Tuga milljarða kosningaloforð
verða ekki eingöngu fjármögnuð
með hátekju- og auðlegðarskatti.
Þessir útreikningar sýna að miðað
við tekju- og eignadreifingu lands-
manna er einungis hægt að fjár-
magna brotabrot af þeim loforðum
með slíkri skattheimtu,“ segir Ásdís
Kristjánsdóttir, forstöðumaður
efnahagssviðs Samtaka atvinnu-
lífsins.
Katrín Ólafsdóttir, lektor við
Háskólann í Reykjavík og nefndar-
maður í peningastefnunefnd Seðla-
bankans, bendir á mikilvægi þess
að ríkið stígi varlega til jarðar og ýti
ekki undir þenslu. „Það væri alveg
hægt að auka útgjöldin ef það liggur
skýrt fyrir hvernig eigi að fjármagna
útgjaldahækkanirnar,“ útskýrir
Katrín.
Ari Skúlason, hagfræðingur við
hagfræðideild Landsbankans, seg-
ist eiga erfitt með að skilja tal um
að auka tekjur ríkisins með því að
„færa skattbyrðina til“ og hækka
ekki skatta. „Ef ætlunin er að auka
ríkistekjur hljóta skattarnir að
hækka, en svo er bara spurningin
hvar hækkanirnar lenda.“
– hae, kij / sjá Markaðinn
Hátekju- og
eignaskattur
dugar skammt
Upptaka hátekju- og auðlegðarskatta gæti skilað 5
til 13 milljörðum. Forstöðumaður hjá SA segir tug-
milljarða útgjaldaloforð aðeins fjármögnuð með
hækkun skatta á almenning. Hagfræðingur segir
tekjur ekki auknar með að „færa skattbyrðina til“.
2,7
milljörðum myndi 76 pró-
senta hátekjuskattur á þá
sem eru með yfir 25 millj-
ónir í árslaun skila í auknar
tekjur ríkissjóðs.
Það væri alveg hægt
að auka útgjöldin ef
það liggur skýrt fyrir hvernig
eigi að fjármagna útgjalda-
hækkanirnar.
Katrín Ólafsdóttir,
lektor við
Háskólann í
Reykjavík
Vel var mætt á kjötsúpufund sem Pepp Ísland, samtök fólks í fátækt, stóðu fyrir í gær í húsakynnum Öryrkjabanda-
lags Íslands. Þar gafst gestum og gangandi kostur á að ræða við frambjóðendur í þingkosningunum um stefnumál
þeirra í málefnum þeirra sem minna mega sín. Á meðan gæddi fólk sér á dýrindis kjötsúpu. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
orKuMál Eigendur Storm Orku
vilja reisa allt að 40 vindmyllur
á Hróðnýjarstöðum, skammt frá
Búðardal, sem þeir keyptu í ágúst.
Fyrir liggur viljayfirlýsing þeirra og
Dalabyggðar um málið. Þeir boða til
íbúafundar í nóvember.
„Þeir virðast hafa þá
trú á þessu að þeir keyptu
jörðina,“ segir Sveinn Páls-
son, sveitarstjóri Dalabyggðar.
Storm Orka er í eigu Magn-
úsar B. Jóhannessonar,
framkvæmdastjóra hjá
bandaríska fyrirtækinu
America Renewables.
Magnús vill ekki tjá sig um
áformin. Félagið hét þangað til
í mars MJDB ehf. Fréttablaðið
hefur sagt frá tilraunum félags-
ins til að kaupa Hellisheiðar-
virkjun. – hg / sjá síðu 6
Vill virkja vinda
við Búðardal
Helga Árnadóttir,
framkvæmda-
stjóri Samtaka
ferðaþjónust-
unnar.
1
8
-1
0
-2
0
1
7
0
4
:3
3
F
B
0
7
2
s
_
P
0
7
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
E
0
0
-A
8
4
8
1
E
0
0
-A
7
0
C
1
E
0
0
-A
5
D
0
1
E
0
0
-A
4
9
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
7
2
s
_
1
7
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K