Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.10.2017, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 18.10.2017, Qupperneq 2
Viðskipti Fyrirtækið Life Iceland ehf. sem á og rekur veitingastaðinn Sjanghæ á Akureyri var skráð á vá­ lista Ríkisskattstjóra þann 31. ágúst síðastliðinn. Fyrirtækið komst í fréttir fyrir skömmu þegar Ríkis­ útvarpið birti fréttir af meintu man­ sali á staðnum. Ríkisskattstjóra er heimilt að fella virðisaukaskattskyldan aðila af virðisaukaskattskrá hafi fyrir­ tækið ekki staðið skil á virðisauka tvö uppgjörstímabil í röð. Skúli Egg­ ert Þórðarson ríkisskattstjóri segir fyrirtæki þurfa að gera grein fyrir sínum málum. „Hafi fyrirtæki sætt áætlun virðis­ aukaskatts í tvö uppgjörstímabil eða lengur er ríkisskattstjóra heimilt að fella það af virðisaukaskattsskrá. Ekki er hægt að skrá sig aftur nema fyrst sé gerð grein fyrir virðisauka­ skattskýrslum og greiddur virðis­ aukaskattur til ríkissjóðs.“ Sjanghæ er í eigu Rositu Yufan Zhang sem hefur búið og starfað hér á landi í langan tíma. Jóhannes Már Sigurðarson, lögmaður fyrir­ tækisins, segir þetta ekki stórmál. „Það geta verið nokkrar ástæður fyrir þessu,“ segir Jóhannes Már. „Það stóð til að opna veitingastað í Hafnarfirði og hún hafði unnið að opnun þess staðar. Svo urðu vanskil á leigu hjá henni og það fór í smá uppnám. Kannski gæti það verið út af því. Það hefur verið fjárhagsvandi í kringum þetta allt saman og því gæti það hafa haft áhrif. “ Mikil umfjöllun hefur verið um Sjanghæ síðustu vikur. Fréttir voru um að grunur væri um vinnuman­ sal á staðnum þar sem starfsmenn hafi verið hlunnfarnir um laun. Eftir skoðun Einingar Iðju á gögnum staðarins hafi komið í ljós að laun hafi verið greidd samkvæmt kjara­ samningum. Síðan hafi ákvörðun verið tekin af eiganda staðarins um að stefna beri fréttamönnum Ríkisútvarps­ ins vegna umfjöllunar sem skaðað hafði fyrirtækið. Fréttaflutningur af meintu mansali hafi hins vegar birst eftir að fyrirtækið lenti á vá­ lista ríkisskattstjóra. Einnig segir Jóhannes líklegt að breytingar á atvinnuflokkum geti haft einhver áhrif hvað þetta varðar. Skipt var um endurskoðendur og bókara fyrir skömmu og var verið að færa atvinnuflokk fyrirtækisins. Það gæti verið ástæða þess að fyrirtækið sé nú á válista. sveinn@frettabladid.is Það stóð til að opna veitingastað í Hafnarfirði og hún hafði unnið að opnun þess staðar. Svo urðu vanskil á leigu hjá henni og það fór í smá uppnám. Jóhannes Már Sigurðarson, lög- maður Sjanghæ Veður Með morgninum gengur í suðaustan 10-20 m/s, hvassast SV-lands þar sem Reykjanesbraut, Kjalarnes, Hafnarfjall og fleiri staðir gætu mælt hviður yfir 30 m/s. Rigning með köflum sunnan- og vestanlands. sjá síðu 32 Að kjósa sjálfan sig í tónlistarveislu Margt vinsælasta tónlistarfólk landsins heldur uppi stuði á Vökunni í Valsheimilinu kosningadaginn 28. október. Hitað var upp fyrir fjörið í sam- kvæmi í gær. Frítt er á tónleikana en aðgöngumiðinn felst í því að taka mynd af sér fyrir framan skilti Vökunnar á kjörstað. Markmiðið er að auka kjörsókn ungs fólks. Meðal þeirra sem koma fram eru Páll Óskar, Sturla Atlas, Reykjavíkurdætur, Aron Can og FM Belfast. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Sjanghæ á Akureyri á válista vegna vanskila Fyrirtækið Life Iceland ehf., sem rekur veitingastaðinn Sjanghæ á Akureyri, er á válista Ríkisskattstjóra. Fyrirtæki á válista hafa ekki skilað virðisaukaskatti eða staðið skil á virðisaukaskattskýrslum. Ekkert stórmál segir lögmaður Sjanghæ. Miðað við válista ríkisskattstjóra er Sjanghæ í vanda. FRÉTTABLAÐIÐ/AuÐuNN umhVerfismál Ofanflóðanefnd hefur samþykkt beiðni Ísafjarðar­ bæjar um aðstoð við að eyða hættu sem talin er stafa af svokölluðum Hádegissteini sem er fleiri tonn og stendur tæpt í Bakkahyrnu ofan Hnífsdals og ógnar þar með byggð. „Óskað er eftir fjárstuðningi og sérfræðiaðstoð við að meta og eyða hættunni af steininum eins fljótt og auðið er,“ segir Ofanflóðanefnd í bréfi til bæjarins. Framkvæmda­ sýsla ríkisins á að annast málið. – gar Hádegissteinn gerður óvirkur Í Hnífsdal. FRÉTTABLAÐIÐ/PjeTuR sjáVar ú t V eg u r Samhljómur er á milli stjórnmálaflokkanna um útfærslu á auðlindaákvæði í stjórnar skránni. Þetta sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra á sjávarútvegsdeginum í Hörpu í gær. Hann sagði að slíkt ákvæði þyrfti að taka tillit til auðlinda almennt. „Einhver ágreiningur kann að vera til staðar um nákvæmt orðalag en mér sýnist vera hægt að brúa það og ég vil halda því fram að ástæðan fyrir því að slíkt ákvæði er ekki komið í stjórnarskrá sé ágreiningur um önnur ákvæði en það,“ sagði Bjarni. – jhh Telur sátt um auðlindákvæði Bjarni Benediktsson stjórnmál Sjálfstæðisflokkurinn nýtur mests fylgis meðal kjósenda í Suðurlandskjördæmi þótt hann tapi 5 prósentustigum ef marka má könnun Fréttastofu 365 og fengi 26,6 prósent atkvæða ef gengið yrði til alþingiskosninga nú. Hins vegar meira en tvöfalda Vinstri græn sitt fylgi frá síðustu kosningum og mæl­ ast með 22,2 prósent á móti 10,2 prósentum í kosningunum í fyrra. Framsóknarflokkurinn mælist með 11,0 prósent, Miðflokkurinn með 10,1 prósent, Samfylking með 8,2 prósent og Píratar með 8,1 pró­ sent. Þessir fjórir flokkar væru inni með einn þingmann  hver. Sjálf­ stæðisflokkur fengi þrjá og VG tvo. Þá mælist Flokkur fólksins með 5,5 prósent, Viðreisn með 3,0 prósent og Björt framtíð með 2,2 prósent. Aðrir eru samtals með 3,2 prósent. Næsti þingmaður inn miðað við könnunina kæmi frá VG. – gar VG tvöfaldar sig á Suðurlandi 1 8 . o k t ó b e r 2 0 1 7 m i ð V i k u D a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 1 8 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :3 3 F B 0 7 2 s _ P 0 7 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 0 0 -A D 3 8 1 E 0 0 -A B F C 1 E 0 0 -A A C 0 1 E 0 0 -A 9 8 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 7 2 s _ 1 7 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.