Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.10.2017, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 18.10.2017, Qupperneq 4
Náttúruleg vörn gegn óþægindum á kynfærasvæði Liljonia Hylki í leggöng Rosonia Froða fyrir ytri kynfæri Rosonia og Liljonia frá Florealis byggja á vísindalegum grunni og hafa viðurkennda virkni gegn kláða, sviða og bólgum á ytra kynfærasvæði og í leggöngum. Rosonia og Liljonia má nota saman ef einkenni eru bæði á ytri og innri kynfærum. Sjá meira á florealis.com umhverfismál „Gremja okkar er fólgin í því að vera að leggja peninga í að hefla veginn um leið og snjóa leysir og síðan er keppt á þessu í rallý og peningurinn fýkur út um gluggann,“ segir Sigurgeir Guðmundsson, formaður hálendis- nefndar Rangárþings ytra. Rallýkeppni fór fram í sveitar- félaginu 24. ágúst síðastliðinn. „Það stórsér á sumum vegar- köflum, sem rekja má til skriðs og hraðaksturs rallýbílanna. Á tveimur stöðum sást að bílar höfðu farið út af og var ekki séð að gengið hefði verið frá umhverfinu í sama horf og var fyrir keppni. Á einum stað voru steinar málaðir í appelsínugulum lit til merkingar á leiðum og er það mjög ámælisvert,“ segir í bókun hálendisnefndarinnar sem eyddi heilum degi í að skoða svæðið viku eftir að keppnin fór fram Fyrir fundi hálendisnefndarinnar lá að gefa umsögn um ósk  um að haldið yrði svokallað Iceland All Terrain Rally 2017 um miðjan sept- ember. Mælti nefndin með að leyfið yrði gefið með ákveðnum skil- málum. Taka ætti gjald af keppnis- haldara til að borg lagfæringar. Hins vegar var hætt við umrædda keppni. „Algerlega skal komið í veg fyrir utanvegaakstur með merkingum sem auðvelt verði að fjarlægja að keppni lokinni. Allt rask skal afmáð og gengið frá svæðum í uppruna- mynd,“ segir meðal annars um skil- yrði hálendisnefndarinnar. – gar Veittu harða ádrepu fyrir slæma umgengni en leyfðu þó rallkeppni Rallkappar virtust ekki alltaf hitta á vegina í ágúst. Mynd/Magnús H. JóHannsson viðskipti „Allt í viðskiptum mínum við Glitni stenst skoðun,“ segir Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, um fréttaflutning Stundarinnar sem stöðvaður var með lögbanni. „Þetta er allt saman slitið úr sam- hengi og látið að því liggja að ég hafi losnað undan skuldum sem ég hefði átti að greiða og því er sleppt að eignir fylgdu skuldunum,“ segir Bjarni um kúlulán frá Glitni sem fært var yfir á skuldsett eignarhaldsfélag föður hans skömmu fyrir hrun. Bjarni segir að um hlutabréf í N1 hafi verið að ræða og staðfestir að bæði lánið og hlutabréfin hafi flust til Hafsilfurs. Í fréttum Stundarinnar er því haldið fram að Hafsilfur hafi verið undir stjórn Bjarna. „Þeir segja að ég hafi átt félagið. Það er rangt,“ segir Bjarni. Félagið sé í eigu föður hans. Bjarni vildi hvorki staðfesta né neita því að kúlulánið hafi aldrei verið endurgreitt til Glitnis. „Ég ætla ekki að tala fyrir Hafsilfur. Ég er bara að benda á að það er ekki þannig að ég hafi fært skuld yfir í eitthvert annað félag sem ég átti sem hafi svo ekki borgað skuldina. Þetta er bara rugl,“ segir Bjarni og bætir við: „Það eina sem ég get sagt um þetta er að ég veit ekki annað en þetta hafi allt verið skoðað og allt staðist skoðun.“ Í annarri frétt Stundarinnar er farið yfir fjármögnun yfirtökunnar á Olíufélaginu og hún sögð nær alfarið fjármögnuð af Glitni. „Það er rangt,“ segir Bjarni og full- yrðir að margir milljarðar hafi komið í félagið frá hluthöfum. „Ég er ekki með þessi gögn við höndina núna,“ segir Bjarni þegar hann er inntur eftir því hvernig sann- reyna megi þetta og hrekja frétta- flutning Stundarinnar að þessu leyti. Hann bendir þó á að N1 var með skráð hlutabréf og þurfti að birta alla reikninga sína. Ritstjóri segir Bjarna að líta í eigin barm Forsætisráðherra svarar spurningum um fréttir Stundarinnar sem hann hefur ekki viljað svara Stundinni um. Bjarni Benediktsson segir öll sín viðskipti við Glitni standast skoðun. Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar, segir ráðherrann slíta fréttir úr samhengi, Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir ekkert athugavert við viðskipti sín við glitni. FRéttaBlaðið/ERniR Lögbann í andstöðu við rannsóknarskýrsluna „Um leið og þú getur fullyrt að efni eigi erindi til almennings, ertu búin að svara þeirri spurningu í hverju tilviki fyrir sig," segir Sigríður Rut Júlíus- dóttir, lögmaður Stundarinnar, aðspurð um hvenær friðhelgi einkalífs þurfi að lúta í lægra haldi fyrir tjáningarfrelsinu. Augljóst sé að umfjöllun Stundarinnar, sem sætir nú lögbanni Sýslumannsins á höfuðborgarsvæð- inu, eigi brýnt erindi til almennings og bendir á að í skýrslu rannsóknar- nefndar Alþingis um orsakir og aðdraganda að falli íslensku bankanna sé því lýst í níu bindum hvernig samkrull stjórnmála og viðskipta eigi brýnt erindi við almenning.  Þrátt fyrir að flestir lögmenn virðist á einu máli um að lögbannið standist hvorki lög né stjórnarskrá, er hæpið að skorið verði úr um það fyrr en eftir kosningar. Glitnir HoldCo hefur frest fram á næsta mánudag til að höfða mál til staðfestingar en þá verða fimm dagar til kosninga. Frysting ástands „Eðli málsins samkvæmt þarf að taka skjóta ákvörðun í slíkum málum og úrræðið gerir aðeins að takmörkuðu leyti ráð fyrir að farið sé djúpt í efnisatriði máls,“ segir í yfirlýsingu Þórólfs Hall- dórssonar, sýslumanns í Reykja- vík, vegna lögbannsins. Þórólfur kveður ákvörðun um lögbannið hafa verið tekna af lögfræðingum á fullnustusviði embættisins. „Sýslumaður ber fullt traust til þeirra,“ segir hann. Í Stundinni kemur fram að ómögulegt hafi reynst að ná í Bjarna til að bera undir hann það efni sem var í vinnslu hjá blaðinu. „Ég hef ekki góða reynslu af því að koma athugasemdum á framfæri við þá blaðamenn sem þarna eiga í hlut. Ég hef hins vegar verið viljugur til að tjá mig opinberlega um þær fréttir sem þeir hafa verið að flytja af gögn- um, setja í rétt samhengi og útskýra í fjölmörgum fjölmiðlum og þegar mér hefur þótt það við hæfi hef ég notað minn eigin miðil,“ segir Bjarni. „Forsætisráðherra hefur ekki svarað öllum spurningum sem umfjöllun okkar vekur og hann svarar aldrei fyrirspurnum okkar,“ segir Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar. Bjarni verði að líta í eigin barm áður en hann saki Stund- ina um að slíta hluti úr samhengi og hagræða staðreyndum, „Bjarni lýsti því um daginn að við værum að tímasetja fréttir til að koma höggi á hann og vitnaði í blaðamann á Guardian. Yfirlýsing blaðamannsins reyndist svo ganga þvert gegn orðum hans.“ Jón Trausti vísar einnig til fjöl- miðlaumfjöllunar um hvernig forsætisráðherra hafi slitið fréttir Stundarinnar úr samhengi á Facebook-síðu sinni til að gera þær tortryggilegar og ótrúverðugar. „Þegar ég birti í athugasemd með setningu sem hann hafði klippt út, þá kaus hann að fela hana,“ segir Jón Trausti og bætir við: „Aldrei hefði okkur dottið í hug að fara að fela útskýringar Bjarna hefði hann gefið þær, þvert á móti höfum við lagt okkur fram um að spyrja hann alltaf en hann svarar okkur almennt ekki. Svo kemur hann fram nú og heldur því fram að hann hafi reynt að svara öllum fyrirspurnum um þessi mál. Það er bara ósatt.“ adalheidur@frettabladid.is 1 8 . o k t ó b e r 2 0 1 7 m i ð v i k u D A G u r4 f r é t t i r ∙ f r é t t A b l A ð i ð 1 8 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :3 3 F B 0 7 2 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 0 0 -B 9 9 0 1 E 0 0 -B 8 5 4 1 E 0 0 -B 7 1 8 1 E 0 0 -B 5 D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 7 2 s _ 1 7 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.