Fréttablaðið - 18.10.2017, Side 6

Fréttablaðið - 18.10.2017, Side 6
Hróðnýjarstaðir Búðardalur laxárdalur Hvammsfjörður Orkumál Sveitarfélagið Dalabyggð og eigendur einkahlutafélagsins Storm Orku hafa undirritað vilja­ yfirlýsingu um vindorkugarð með allt að 40 vindmyllum. Eigendur félagsins keyptu í byrjun ágúst jörðina Hróðnýjarstaði, skammt frá Búðardal, og stefna að íbúafundi í nóvember þar sem áformin verða kynnt. „Viljayfirlýsingin var undirrituð í september en hún er almenns eðlis og snýst aðallega um skipulagsmál. Samhliða var ákveðið að halda íbúa­ fund þar sem þetta fyrirtæki myndi kynna sín áform,“ segir Sveinn Páls­ son, sveitarstjóri Dalabyggðar. Storm Orka er í eigu Magnúsar B. Jóhannessonar, framkvæmdastjóra hjá bandaríska fyrirtækinu America Renewables. Magnús og fjölskylda hans eiga Hróðnýjarstaði en um er að ræða 26 hektara jörð af ræktuðu landi ásamt fjárstofni, um 1.000 fjár. Samkvæmt þeim upplýsingum sem sveitarfélagið hefur gæti fullkláraður vindorkugarðurinn framleitt allt að 160 megavött af raforku. „Þeir virðast hafa þá trú á þessu að þeir keyptu jörðina og það var skref sem byrjað var á áður en skrifað var undir þessa viljayfirlýsingu. Þeim er reyndar alveg ljóst að þetta getur farið á hvorn veginn sem er. Á svona frumstigi liggur ekki fyrir mikið af gögnum en engu að síður liggja fyrir upplýsingar um áformað afl og fjölda vindmylla. Viljayfirlýsingin snýr að því að við ætlum að vinna skipulagsvinnuna með eðlilegum hætti og tíma. Öll gögn varðandi umhverfismat og fleira því um líkt kemur á síðari stigum,“ segir Sveinn. Magnús vildi ekki tjá sig um áform Storm Orku þegar blaðamaður náði tali af honum í gær. Félagið hét þangað til í mars síðastliðnum MJDB ehf. Fréttablaðið greindi í ársbyrjun frá tilraunum þess til að kaupa Hellisheiðarvirkjun af Orku­ veitu Reykjavíkur. Reykjavíkurborg, Akraneskaupstaður og Borgarbyggð fengu þá einnig tilboð í eignarhluti sína í virkjuninni. Magnús vildi þá ekki tjá sig um tilboðið, sem var síðar hafnað, eða þá hvort aðrir innlendir eða erlendir fjárfestar hefðu komið að því. haraldur@frettabladid.is Vilja vindorkugarð á sauðfjárbú í Dalabyggð Eigendur Storm Orku vilja reisa allt að 40 vindmyllur á Hróðnýjarstöðum skammt frá Búðardal. Þeir undirrituðu í september viljayfirlýsingu ásamt Dala- byggð. Keyptu jörðina í ágúst og ætla að halda íbúafund í næsta mánuði. Þeir virðast hafa þá trú á þessu að þeir keyptu jörðina og það var skref sem byrjað var á áður en skrifað var undir þessa viljayfirlýsingu. Sveinn Pálsson, sveitarstjóri Dalabyggðar Eigandi Storm Orku keypti, ásamt fjölskyldu sinni, Hróðnýjarstaði í ágúst. Ræddi við dýrin Sebastian Kurz, formaður hins austuríska Flokks fólksins, staldraði við til að glotta framan í tvo hunda á leið sinni af fundi með forseta landsins þar sem sitjandi stjórn baðst lausnar. Flokkur Kurz fékk flest atkvæði í þingkosningum um helgina og er talið líklegt að Kurz, sem er 31 árs, verði forsætisráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Alvöru unglingabók um vináttu, vinslit, foreldravandamál og að standa með sjálfum sér – heitar og flóknar tilfinningar sem allir unglingar kannast við. Sagan bar sigur úr býtum í samkeppninni um Íslensku barnabókaverðlaunin 2017. T I L H A M I N G J U, E L Í S A LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | www.forlagid.is Opið alla virka daga 10–18 | laugardaga 11–15 1 8 . O k t ó B e r 2 0 1 7 m i ð V i k u d a G u r6 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 1 8 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :3 3 F B 0 7 2 s _ P 0 6 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 0 0 -C D 5 0 1 E 0 0 -C C 1 4 1 E 0 0 -C A D 8 1 E 0 0 -C 9 9 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 7 2 s _ 1 7 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.