Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.10.2017, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 18.10.2017, Qupperneq 10
Rússland „Þeir börðu mig með priki í langan tíma. Ég var barinn í fæturna, rifbeinin, rassinn og bakið. Þegar ég féll til jarðar rifu þeir mig upp og héldu áfram. Á hverjum einasta degi fullvissuðu þeir mig um að ég myndi deyja og sögðu mér hvernig,“ sagði Maxim Lapunov, þrí­ tugur samkynhneigður karlmaður frá Síberíu, á fundi mannréttinda­ baráttufólks í Moskvu. Lapunov er sá fyrsti sem lýsir ofbeldinu sem fer fram í fangabúðum hinsegin fólks í rússneska sjálfsstjórnarhéraðinu Téténíu. Hálft ár er frá því dagblaðið Nov­ aya Gazeta greindi fyrst frá því að samkynhneigðir væru handteknir í héraðinu, þeim safnað saman og þeir pyntaðir. Alls hafa 27 menn, sem hafa sams konar sögur að segja, flúið héraðið að undanförnu með hjálp samtakanna LGBT­Network. „Þeir ruddust inn í klefann á kortersfresti og hrópuðu á mig að ég myndi deyja því ég væri sam­ kynhneigður,“ sagði Lapunov enn fremur en hann var í tólf daga í blóði drifnum fangaklefa. Í máli lögfræð­ ings hans á samkomunni kom fram að þrátt fyrir að meðferðin hafi verið tilkynnt rússneskum yfirvöldum hefði engin rannsókn hafist. Í samtali við BBC í gær sagði einn hinna 27, í skjóli nafnleyndar, að hann hafi verið pyntaður með raf­ losti. Jafnframt sagði hann markmið Téténa að útrýma samkynhneigðum í héraðinu. Það stangast á við fram­ burð Ramzans Kadyrov, héraðsstjóra Téténíu, sem sagði í júlí að fréttir af meðferð samkynhneigðra væru „skáldskapur, runninn undan rifjum djöfulsins“. Enga samkynhneigð væri að finna í héraðinu. Lapunov sagði að honum hefði verið sleppt úr haldi eftir að vinir hans hengdu upp plaköt þar sem lýst var eftir honum í héraðshöfuðborg­ inni Grosní. Fjölskyldan tilkynnti hvarf hans til lögreglu en að sögn Lapunovs bjóst hún við því að hún myndi fá símtal um að hún þyrfti að sækja lík hans. „Ég gat varla skriðið þegar mér var sleppt. Kvein og öskur annarra fanga heyri ég enn í martröðum mínum,“ sagði Lapunov og bætti því við að hann hafi fengið fjölda hótana þar sem þess er krafist að hann dragi vitnisburð sinn til baka. Það ætli hann ekki að gera því hann vilji að pynturum hans verði refsað. „Þetta ætti ekki að vera svona. Við erum öll mennsk. Við höfum öll réttindi. Ef það er hægt að brjóta á þessum réttindum í Téténíu er það hægt hvar sem er. Enginn veit hverra sonur eða dóttir verður næst/ur,“ sagði Lapunov. thorgnyr@frettabladid.is Lýsir ofbeldinu gegn hinsegin fólki í Téténíu Samkynhneigður karlmaður lýsir fyrstur ofbeldi sem hann þurfti að þola í fangabúðum hinsegin fólks í héraðinu Téténíu. Hálft ár er frá því fjallað var um að yfirvöld hefðu handtekið mikinn fjölda hinsegin fólks og beitt ofbeldi. Maxim Lapunov sætti pyntingum í téténsku fangelsi. Nordicphotos/AFp Þeir ruddust inn í klefann á korters- fresti og hrópuðu á mig að ég myndi deyja því ég væri samkynhneigður. Maxim Lapunov, samkynhneigður Síberíumaður Malta Sonur Daphne Caruana Galizia, blaðamanns sem fjallaði ítarlega um Panamaskjölin og aflands félag tengt Joseph Muscat forsætisráðherra og var myrt á mánudag, fordæmdi stjórnvöld á Möltu harkalega í gær. Sagði hann að um mafíuríki væri að ræða en stjórnvöld skýldu sér á bak við frjálslynda ímynd. „Já, svona er þetta bara. Þetta er mafíuríki þar sem þú mátt, sem betur fer, ráða því hvað stendur um kyn þitt á skilríkjum þínum. Þú verður hins vegar sprengdur í loft upp fyrir að nýta tjáningarfrelsið,“ sagði sonurinn, Matthew. Bætti hann því við að móðir hans hafi verið tekin af lífi því hún reyndi að koma í veg fyrir lögbrot. Galizia dó í bílsprengju á mánu­ daginn þegar hún ætlaði að keyra frá heimili sínu í Bidnija. Matthew var stutt frá sprengingunni og reyndi að bjarga móður sinni úr brennandi bíl hennar. Auk þess að saka stjórnvöld um að haga sér eins og skipulögð glæpasamtök sagði hann lögreglu jafnframt vanhæfa. „Ég mun aldrei gleyma því þegar ég hljóp í kringum eldhafið og reyndi að finna leið að dyrunum. Þetta var ekkert venjulegt morð og enginn harmleikur. Það er harm­ leikur þegar einhver verður fyrir rútu. Þegar það er blóð og eldur allt um kring er það stríð.“ – þea Fordæmir Möltu og kallar mafíuríki Mótmælendur kröfðust réttlætis í höfuðborginni í gær. Nordicphotos/AFp Þetta var ekkert venjulegt morð og enginn harmleikur. Matthew Caruana Galizia 1 8 . o k t ó b e R 2 0 1 7 M I Ð V I k U d a G U R10 f R é t t I R ∙ f R é t t a b l a Ð I Ð www.bilaland.is Kletthálsi 11 - 110 Reykjavík og Hyundai notaðir bílar - Kauptúni 1 - 210 Garðabæ Sími: 525 8000 - bilaland@bilaland.is Opið frá kl. 9–18 og á laugardögum frá kl. 12–16. www.facebook.com/bilaland.is E N N E M M / S ÍA / N M 8 4 5 3 3 B íl a la n d h a u s t t il b o ð 2 x 3 8 1 8 o k t Bílaland býður nokkra bíla á einstökum kjörum! Komdu strax í dag og tryggðu þér hlýjan og góðan bíl fyrir haustið á frábæru verði. HAUSTTILBOÐ BÍLALANDS MERCEDES-BENZ B 180 CDi Nýskr. 06/13, ekinn 83 þ.km, dísil, beinskiptur. Verð 2.690 þús. kr. HAUSTTILBOÐ: 1.990 þús. kr. VW Tiguan Trend&Fun Nýskr. 05/14, ekinn 59 þ.km, dísil, sjálfskiptur. Verð 3.290 þús. kr. HAUSTTILBOÐ: 2.790 þús. kr. NISSAN X-Trail SE Nýskr. 09/09, ekinn 101 þ.km, dísil, sjálfskiptur. Verð 1.980 þús. kr. HAUSTTILBOÐ: 1.580 þús. kr. NISSAN Juke Acenta 2wd Nýskr. 06/15, ekinn 50 þ.km, dísil, beinskiptur. Verð 2.390 þús. kr. HAUSTTILBOÐ: 1.990 þús. kr. RENAULT Megane Scenic III Nýskr. 08/14, ekinn 68 þ.km, dísil, sjálfskiptur. Verð 2.490 þús. kr. HAUSTTILBOÐ: 1.990 þús. kr. HYUNDAI I30 Classic Wagon Nýskr. 05/14, ekinn 100 þ.km, bensín, beinskiptur. Verð 1.790 þús. kr. HAUSTTILBOÐ: 1.490 þús. kr. Rnr. 153047 Rnr. 370723 Rnr. 400022 Rnr. 400160 Rnr. 370494 Rnr. 321106 26.025 kr. á mán. m .v. 20% útborgu n. 36.333 kr. á mán. m .v. 20% útborgu n. 33.397 kr. á mán. m .v. 20% útborgu n. 26.025 kr. á mán. m .v. 20% útborgu n. 26.025 kr. á mán. m .v. 20% útborgu n. 19.583 kr. á mán. m .v. 20% útborgu n. 1 8 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :3 3 F B 0 7 2 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 0 0 -F 4 D 0 1 E 0 0 -F 3 9 4 1 E 0 0 -F 2 5 8 1 E 0 0 -F 1 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 9 B F B 0 7 2 s _ 1 7 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.