Fréttablaðið - 18.10.2017, Page 14

Fréttablaðið - 18.10.2017, Page 14
www.olafsson.is Endursöluaðilar um land allt Snjöll lýsing! OSRAM LIGHTIFY: Aðlagaðu ljósið að þínum þörfum með Appi LED lausnir frá Lýsing fyrir götur, göngustíga og bílastæði. Ráðgjöf og nánari upplýsingar má fá hjá sölumönnum. Smart City lausnir Jóhann Ólafsson & Co. Krókháls 3, 110 Reykjavík 533 1900 sala@olafsson.is Gæði og glæsileiki endalaust úrval af hágæða flísumFlísabúðin Stórhöfða 21 | s: 545 5500 | flis.is ÚTSALA Með Fréttablaðinu í gær og í dag fylgdi yfirlit yfir íbúðauppbygginguna sem nú á sér stað í Reykjavík. Í stuttu máli stendur stærsta uppbygg- ingarskeið í sögu Reykjavíkur yfir. Verktakar og þróunaraðilar byggja þúsundir íbúða inn á sölumarkað en borgin beitir sér og hefur lagt fram fjölda lóða til að tryggja stór- aukið framboð af húsnæði á við- ráðanlegu verði. Hryggjarstykkið í húsnæðisstefnu borgarinnar er einmitt samvinna við traust leigu- og búseturéttarfélög sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða. Staðfest áform um uppbyggingu íbúða í samstarfi við þessi félög eru rúmlega 4.000 íbúðir. Það er rúmlega einn Mosfellsbær eða meira en tvöfalt fleiri íbúðir en eru á Seltjarnarnesi. Hluti þeirra er risinn eða í byggingu en unnið er hörðum höndum að því að koma afganginum sem fyrst í framkvæmd. Alls munu 1.000 íbúðir af þessu tagi rísa í samstarfi við verkalýðs- hreyfinguna, 1.340 námsmanna- íbúðir í samvinnu við stúdenta, um 450 búseturéttaríbúðir í samvinnu við Búseta, um 450 íbúðir fyrir eldri borgara, 105 hjúkrunarrými í sam- vinnu við ríkið sem þyrfti sannar- lega að gera betur í þeim efnum, að ógleymdum yfir 100 sértækum búsetuúrræðum og loks yfir 650 félagslegum íbúðum á vegum borg- arinnar. Öll þessi verkefni stuðla að því að skapa heilbrigðari leigu- og húsnæðismarkað. Ef önnur sveitarfélög á höfuð- borgarsvæðinu myndu taka á hús- næðismálunum af sama krafti og Reykjavíkurborg, þá myndi hús- næðisvandinn á höfuðborgarsvæð- inu heyra sögunni til á mun styttri tíma en ella. Reykjavík býr nú þegar yfir miklu fleiri félagslegum íbúðum en aðrir en er því miður nær ein í því verkefni að stuðla að fjölbreytt- ari húsnæðismarkaði. Munurinn á framboði leiguhúsnæðis, íbúða fyrir stúdenta og aldraða og félags- legs húsnæðis mun halda áfram að aukast gríðarlega ef önnur sveitar- félög fara ekki að úthluta lóðum eða kaupa íbúðir til að mæta þessum þörfum. Húsnæðisvandinn á höfuðborgar- svæðinu er nefnilega tvíþættur. Annars vegar er um að ræða fram- boðsvanda þar sem of lítið var byggt eftir hrun. Uppbygging og fjármögn- un verkefna fór hægt af stað og fór raunverulega ekki á fullt fyrr en árið 2014. Segja má að öll sveitarfélög séu að gera sitt til að mæta þessum hluta vandans með því að ýta undir íbúðabyggingu. Hinn hluti vandans er að stór hópur fólks hefur í raun hvorki efni á að leigja né kaupa og upplifir gríðarlegt óöryggi á óheil- brigðum leigumarkaði. Þetta er staðan sem húsnæðisstefna borg- arinnar stefnir að því að breyta en það er óásættanlegt að borgin sé eitt sveitarfélaga í þessu verkefni. Staðan í húsnæðismálum Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Íviðtali við þrjá stjórnmálaleiðtoga í Fréttablaðinu, þau Steingrím J., Helga Hrafn og Lilju Alfreðs, tala þau meðal annars um nauðsyn þess að grípa til aðgerða til bjargar íslenskunni. Ég get glatt þau með því að grasrót- in er á undan þeim. Miðvikudaginn 4. október sl. var haldið málþing undir nafninu: Barnabókin er svarið. Ráð- hús Reykjavíkur fylltist út að dyrum af kennurum, bókasafnsfræðingum, barnabókahöfundum, útgefendum og einni stjórnmálakonu. Þar kom m.a. fram að Norðmenn líta á tungumálið sitt sem mál í útrýmingarhættu. Þeir eru 5.234.252. Við erum 334.252. Þeir kaupa allar góðar barnabækur í ákveðnu upp- lagi til að setja á bókasöfnin. Þannig verður útgáfan öruggari og fleiri góðir höfundar nenna að skrifa fyrir börn því það borgar sig allt í einu. Þann- ig gæti góðum barnabókum fjölgað sem er alger nauðsyn og börn fengju bækur sem þau hefðu áhuga á að lesa … ef reglur og lög um bókasöfn verða tekin í gegn og þeim tryggt fjármagn til að koma bókum til barnanna. Til að hjálpa þeim Lilju, Helga Hrafni og Steingrími – og þér, les- andi góður, ákvað ég að taka saman niðurstöður málþingsins og birta hér. Þetta er það sem yfir 200 sér- fræðingar í þessu máli vilja að þið sem komist á þing eftir tvær vikur ákveðið og gerið: 1. Börn og unglingar verða að hafa aðgang að bókum. 2. Það verður að efla skólabókasöfn með lögum, reglugerðum og pen- ingaframlögum. Þetta má ekki vera háð ráðherraskiptum. 3. Það verður að efla útgáfu barna- bóka með því að kaupa lágmarks- upplag góðra bóka sem dreifast svo á bókasöfnin. 4. Það verður að auka framlög í launasjóð rithöfunda og mynd- skreyta. Viðbótin verður eyrna- merkt þeim sem skrifa og mynd- skreyta fyrir börn og unglinga. 5. Það verður að setja yndislestur á stundaskrá í skólum. Börn verða að fá frið til að lesa. 6. Foreldrar og kennarar verða að vera lestrarfyrirmyndir. Hvað ungur nemur, gamall temur. 7. Samstarf allra aðila er lykilatriði. Menntamálastofnun, SÍUNG, Rithöfundasambandið, Félag íslenskra bókaútgefenda, Krakka- RÚV, Heimili og skóli, Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO, kenn- arar, foreldrar, sveitarfélögin, Mið- stöð skólaþróunar, háskólarnir, Alþingi, menntamálaráðuneytið: allir verða að vinna saman. 8. BARNABÓKIN ER SVARIÐ! Málþingið var aðeins fyrsta skrefið í því að setja barnabókina á oddinn til að efla börnin okkar, lestur, læsi og íslenskuna. Nú á næstu vikum fer til dæmis af stað mikil dagskrá á KrakkaRÚV sem miðar að þessu. Grasrótin iðar og nú þurfa stjórn- málin að vakna. Barnabókin er svarið Gunnar Helgason leikari, rithöf- undur og for- maður SÍUNG, í 7. sæti hjá Samfylkingunni í Kraganum Ófremdarástand er í húsnæð-ismálum í Reykjavík eftir áralanga vanrækslu stjórn- valda þar sem hæst ber lóðaskort í Reykjavík. Ekki er óalgengt að krafist sé gífurlegra hárra upphæða í leigu – jafnvel 250 þúsund króna fyrir meðalstóra íbúð. Stór hópur fólks hefur ekki fjárhagslega burði til að vera á slíkum leigumarkaði. Þess vegna eru dæmi um að fólk leigi húsnæði í óviðunandi ástandi á okurverði. Fólk hefur jafnvel ekki baðaðstöðu eða deilir salerni með öðrum en fjölskyldunni. Afskiptaleysi ráðamanna und- anfarin ár af þróun húsnæðis- mála hefur komið stórum hópi Íslendinga sérlega illa. Þetta á einkum við um ungt fólk, tekju- lága einstaklinga, öryrkja og aðra minnihlutahópa. Á sama tíma og vandinn hefur vaxið hefur ferða- mannastraumur til Íslands aukist. Það er einföldun á vandamálinu að fullyrða að húsnæðisvandinn sé auknum ferðamannastraumi að kenna þótt það sé hluti vandans. Sannleikurinn er sá að stjórnvöld hafa vanrækt þennan málaflokk allt of lengi. Flokkur fólksins krefst þess að komið verði á fót félagslegu kaup- leigukerfi og leigumarkaði sem ekki stjórnast af gróðahyggju. Húsnæðisöryggi er grundvöllur að hagsæld og hamingju þjóðarinnar. Við megum ekki líða frekari van- rækslu í þessum málum. Allir þurfa þak yfir höfuðið. Það fylgir því mikil vanlíðan að hafa ekki öruggan samastað enda um eina af okkar aðalgrunnþörfum að ræða. Óöryggið hefur gífurleg áhrif á börnin í þessum aðstæðum sem hafa mörg hver átt afar erfitt. Það hefur mikil áhrif á sjálfsmynd barna sem þurfa að flytja oft. Þau eru ef til vill nýbúin að aðlagast og mynda tengsl þegar þau þurfa að flytja aftur. Það setur að mörgum börnum kvíða og áhyggjur þegar þau hugsa hvort þeim takist að eignast vini á enn einum nýjum stað. Hluti af unga fólkinu okkar sem er að hefja búskap hefur getað treyst á foreldra sína og ættingja. En það geta ekki allir hjálpað börnunum sínum því þeir eiga kannski nóg með sig. Í öðrum til- fellum eru foreldrar ekki til staðar, búa e.t.v. annars staðar á landinu eða erlendis. Barn sem lifir við þessar aðstæð- ur situr ekki við sama borð og börn sem eiga foreldra í betri efna- hagsstöðu. Það ríkir því sannarlega mikill ójöfnuður í samfélaginu hvað þetta varðar. Ójöfnuður sem þessi kemur eins og alltaf verst niður á þeim sem minnst mega sín. Börn þurfa að geta fundið til öryggis í tilveru sinni ef þau eiga að geta vaxið og dafnað áhyggju- laust. Ófremdarástand í húsnæðismálum Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur og skipar 2. sæti á framboðslista Flokks fólksins í Reykjavíkurkjör- dæmi norður 2017 2017 Norðmenn líta á tungumálið sitt sem mál í útrýmingar- hættu. Þeir eru 5.234.252. Við erum 334.252. Þeir kaupa allar góðar barna- bækur í ákveðnu upplagi til að setja á bókasöfnin. Þú getur einnig lesið Fréttablaðið í heild sinni á Vísi og í Fréttablaðs- appinu. ... allt sem þú þarft Þú færð appið á visir.is/fbl eða beint í gegnum MEST LESNA DAGBLAÐ LANDSINS 1 8 . o k t ó b e r 2 0 1 7 M I Ð V I k U D A G U r14 s k o Ð U n ∙ F r É t t A b L A Ð I Ð 1 8 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :3 3 F B 0 7 2 s _ P 0 6 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 0 0 -D C 2 0 1 E 0 0 -D A E 4 1 E 0 0 -D 9 A 8 1 E 0 0 -D 8 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 7 2 s _ 1 7 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.