Fréttablaðið - 18.10.2017, Qupperneq 26
Ekki hefur verið tekin ákvörðun
um framtíð ePósts, dótturfélags
ríkisfyrirtækisins Íslandspósts, sem
sinnir meðal annars þróunarverk
efnum á sviði rafrænnar dreifingar.
Samanlagt tap félagsins frá stofnun
í nóvember árið 2012 nemur um 210
milljónum króna og var eigið fé þess
neikvætt um liðlega 200 milljónir
króna í lok síðasta árs.
Í svari Íslandspósts við fyrir
spurn Markaðarins segir að vöxtur
í tekjum ePósts, sem er alfarið í eigu
ríkisfyrirtækisins, hafi verið undir
væntingum. Á hitt beri hins vegar
að líta að Íslandspóstur hafi getað
nýtt fjárfestinguna til þess að þróa
þjónustu við viðskiptavini og þau
jákvæðu áhrif komi að einhvejru
leyti til móts við hallann af rekstri
ePósts.
ePóstur tapaði 20,8 milljónum
króna í fyrra, samkvæmt ársreikn
ingi félagsins sem Markaðurinn
hefur undir höndum, og námu
rekstrartekjur þess 15,3 millj
ónum króna. Var handbært fé frá
rekstri aðeins 1,3 milljónir króna
í lok síðasta árs. Félagið hefur átt í
rekstrarerfiðleikum allt frá stofnun
og hefur Íslandspóstur í reynd fjár
magnað rekstur þess með því að lána
því tæplega 320 milljónir króna.
Dótturfélagið, sem starfar á sam
keppnismarkaði, var eins og áður
sagði stofnað í nóvember árið
2012 eftir að starfsemi þess hafði
verið í þróun hjá ríkisfyrirtækinu í
fjögur ár. Í svari Íslandspósts segir
að tilgangurinn með félaginu sé að
bregðast við breyttum kröfum og
samskiptavenjum almennings.
Mikill óbeinn ávinningur
„Staðan á verkefnum ePósts er sú
að félagið hefur þróað og byggt upp
öflugt kerfi sem nýtist Íslandspósti
afar vel í þjónustu við viðskiptavini.
Grunnurinn að kerfinu sem ePóstur
heldur utan um var keyptur frá
Canada Post og er sambærilegur við
kerfi sem önnur póstfyrirtæki um
heiminn hafa verið að nota. Óbeinn
ávinningur af þessu kerfi er mikill
þó að sértekjur séu minni en vonir
stóðu til,“ segir í svarinu.
Er tekið fram að ekki hafi verið
tekin ákvörðun um framhald verk
efnisins, en það sé venjulega metið
með tilliti til framvindunnar á
hverjum tíma. Breytingar á rekstrar
umhverfi Íslandspósts, minni
umsvif bréfapósts og breytingar á
skyldum fyrirtækisins geti allt verið
þættir sem komi til skoðunar við þá
ákvörðun.
Vextir af lánum Íslandspósts
til ePósts hafa verið færðir innan
móðurfélagsins og má því segja
að ársreikningar ePósts gefi ekki
raunsanna mynd af rekstrarstöðu
félagsins. Þannig kemur fram í árs
reikningum ePósts að félagið hafi
aðeins greitt samanlagt um 16.600
krónur í vaxtagjöld á undanförnum
fjórum árum.
Vaxtalaus lán
Í úttekt Fjárstoðar, sem var unnin
að beiðni Félags atvinnurekenda
og Póstmarkaðarins, frá því í
fyrra kemur fram að Íslandspóstur
hafi veitt ePósti rúmlega 300 millj
óna króna vaxtalaust lán á árunum
2013 og 2014. Á sama tíma hafi
Íslandspóstur tekið ný vaxtaberandi
langtímalán upp á 250 milljónir
króna vegna veikrar lausafjárstöðu.
Því megi færa rök fyrir því að dóttur
félagið hafi verið fjármagnað með
vaxtaberandi láni en fjármagns
kostnaðurinn hins vegar skilinn eftir
hjá móðurfélaginu.
Á árunum 2013 til 2016 voru
innlánsvextir Seðlabanka Íslands
að meðaltali 4,9 prósent, en vextir
þessir mynda ákveðið gólf fyrir
útlánsvexti bankanna. Ætla má að
fyrirtæki í sambærilegum rekstri
og stöðu og ePóstur, þ.e. fyrirtæki
í taprekstri og án veðhæfra eigna,
þyrfti að greiða að minnsta kosti 6
til 8 prósenta álag ofan á þá vexti. Sé
miðað við neðri mörkin má reikna
með því að vaxtagjöld af lánveiting
um Íslandspósts til ePósts hafi átt að
vera að minnsta kosti 10,9 prósent.
Útreikningar sem Markaðurinn
hefur undir höndum og miða við
10,9 prósenta vexti á lánum ríkis
Ekki tekin ákvörðun um framtíð ePósts
Ekki hefur verið tekin ákvörðun um framhald þróunarverkefnis Íslandspósts á sviði rafrænnar dreifingar. ePóstur hefur átt í miklum
rekstrarerfiðleikum frá stofnun. Íslandspóstur segir tekjuvöxt félagsins hafa verið undir væntingum. Óbeinn ávinningur sé þó mikill.
ePóstur, dótturfélag Íslandspósts, tapaði 20,8 milljónum króna í fyrra. Félagið hefur verið rekið með tapi frá stofnun í nóvember árið 2012. Fréttablaðið/arnþór
Viðsnúningur í rekstri Íslandspósts
Hagnaður Íslandspósts nam 121
milljón króna í fyrra eftir samfelld-
an taprekstur í þrjú ár þar á undan.
Hreinn hagnaður ríkisfyrirtækisins
var nokkru minni en upphafleg
áætlun gerði ráð fyrir, einkum
vegna gengisstyrkingar krónunnar,
en á hinn bóginn lækkaði kostn-
aður umtalsvert á milli ára vegna
færri dreifingardaga í sveitum.
Rekstrartekjur félagsins námu
8,5 milljörðum króna í fyrra, borið
saman við 7,6 milljarða árið á
undan, og þá voru rekstrargjöldin
7,8 milljarðar króna. Jukust þau
um tæplega 600 milljónir á milli
ára.
Ingimundur Sigurpálsson,
forstjóri Íslandspósts, segir í árs-
skýrslu fyrirtækisins að enn vanti
nokkuð upp á að reksturinn skili
þeim hagnaði sem arðsemis-
stefna fyrirtækisins geri ráð fyrir.
Stjórnendur félagsins hafi síðustu
ár gripið til margvíslegra hag-
ræðingaraðgerða sem leitt hafi til
sparnaðar í rekstri sem nemur nú
árlega um 1,2 milljörðum króna.
„Breytingar í rekstri félagsins sem
og í samkeppnisumhverfi þess eru
hraðar og verkefnin margvísleg, en
heildartekjurnar hafa skilað sér og
eru vaxandi á milli ára,“ segir hann.
Í ársreikningi félagsins er auk
þess tekið fram að við fram-
tíðarskipan póstþjónustunnar
í landinu sé afar brýnt að skýrt
verði hvernig fjármagna eigi þann
hluta hennar sem ekki sé arðbær.
„Svigrúm til að greiða niður þá
þjónustu eins og gert hefur
verið með því að ganga á eigið fé
Íslandspósts er ekki lengur fyrir
hendi.“
fyrir tækisins gefa til kynna að ePóst
ur skuldi móðurfélaginu liðlega 500
milljónir króna. Eru þá árleg vaxta
gjöld af lánunum nú um 50 milljónir
króna.
Erfiður rekstur dótturfélaga
Í úttekt Fjárstoðar er rakið að
rekstur dótturfélaga Íslandspósts
hafi frá upphafi verið erfiður. Hann
hafi raunar skilað samfelldu tapi
frá árinu 2008. „Neikvæð áhrif fjár
festinga í dótturfélögum á afkomu
Íslandspósts á árunum 2008 til 2015
eru því að minnsta kosti 500 til 600
milljónir króna, en á sama tíma
hefur afkoma samstæðunnar verið
neikvæð um 107 milljónir króna. Er
þetta sérstaklega athyglisvert í ljósi
þess að dótturfélögin eru öll í sam
keppnisrekstri utan alþjónustu.
Af þessu er ljóst að fjármögnun
samkeppnisrekstrar í dótturfélögum
Íslandspósts kemur frá móðurfélag
inu,“ segir í úttektinni.
Fyrr í úttektinni er tekið fram að
óheimilt sé samkvæmt lögum að
nota tekjur af þjónustu í einkarétti
til þess að greiða niður þjónustu
gjöld utan alþjónustu, þ.e. hreinan
samkeppnisrekstur.
kristinningi@frettabladid.is
Stórsýningin
Verk og vit
2018 Íslenskur byggingariðnaður, skipulagsmál og mannvirkjagerðLaugardalshöll 8.-11. mars
SAMSTARFSAÐILAR
Opinn kynningarfundur
verður í
Laugardalshöll fimmtud
aginn 26. okt.
kl. 9:00, gengið inn um i
nngang A.
SKRÁNING á kynningarf
undinn þarf að
berast á skraning@verko
gvit.is eigi
síðar en þriðjudaginn 24
. október.
Framkvæmdaraðili sýnin
garinnar er
AP almannatengsl.
H
2
hö
nn
un
Nánari upplýsingar á:
www.verkogvit.is
1 8 . o k t ó b e r 2 0 1 7 M I Ð V I k U D A G U r4 markaðurinn
1
8
-1
0
-2
0
1
7
0
4
:3
3
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
0
0
-E
A
F
0
1
E
0
0
-E
9
B
4
1
E
0
0
-E
8
7
8
1
E
0
0
-E
7
3
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
B
F
B
0
7
2
s
_
1
7
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K