Fréttablaðið - 18.10.2017, Side 34

Fréttablaðið - 18.10.2017, Side 34
Ylfa Helgadóttir, yfirmat-reiðslumeistari á veitinga-staðnum Kopar og annar þjálfara íslenska kokkalandsliðsins, á sér nokkur uppáhaldseldhúsáhöld sem hún notar óspart heima hjá sér. Þau þrjú sem eru í mestu uppáhaldi eru sítrónukreistan, rasparinn og töfrasprotinn. „Uppáhaldsgræjan mín er sítrónukreistan mín sem ég nota örugglega tvisvar á dag. Það eru til margar útgáfur af svona græjum en í mínum huga trompar þessi sem ég á allar hinar með einfaldleika sínum. Ég kynntist henni fyrst fyrir einhverjum árum í vinnunni. Þegar ljóst var að ég yrði að fá svona heim þá reyndist erfitt að kaupa hana því hún var einhvern veginn alltaf uppseld. Mér tókst þó að lokum að kaupa hana í Hagkaup en hún fæst eflaust á mörgum öðrum stöðum.“ Nýta hráefni til fullnustu Næstan nefnir hún til sögunnar rasparann. Hennar hefur handfang og hefur fylgt lengi. „Ég nota hann aðallega til að raspa börkinn af sítrónum og lime út í ýmsa rétti en líka til að raspa annað eins og engi- fer, hvítlauk, súkkulaði, hnetur.“ Þessar tvær græjur, sítrónu- kreistan og rasparinn, vinna mjög vel saman og nýta hráefnið til fullnustu. „Þegar kemur að t.d. sítrónum þá raspa ég fyrst börkinn sem inniheldur svo mikið og gott bragð. Það er hægt að setja hann út í nánast hvað sem er því hann gefur milt sítrónubragð án þess að fá alla sýruna. Svo er líka auðveldara að kreista safann úr eftir að það er búið að raspa, vegna þess að nuddið mýkir sítrónuna.“ Fyrirferðarlítil græja Að lokum nefnir Ylfa töfrasprotann sinn. „Töfrasproti með venjulegum enda er auðvitað mjög góður en langflestum töfrasprotum fylgir pínulítil matvinnsluvél. Þar sem töfrasprotinn er fyrirferðarlítill er auðvelt að geyma hann framarlega í hillu eða skáp og því er hann mikið notaður á mínu heimili enda frábær græja. Með honum útbý ég t.d. hummus, pestó, tapenade, döðlu- botn, mauksúpur, hnetucrumble … og bara nánast allt.“ Krefjandi verkefni Sem fyrr segir er Ylfa önnur þjálfara kokkalandsliðsins sem er að hennar sögn bæði skemmtilegt og krefjandi verkefni. Liðið í ár er mjög skemmti- leg blanda af ungum kokkum og þaulæfðum reynsluboltum. „Það er frábært að blanda þessu saman því þannig viðhelst þekkingin best. Það hafa heldur aldrei verið jafn margar stelpur og nú, sem mér þykir gleði- efni. Ég finn það á hópnum að það er enginn í þessu með hálfum huga enda myndi það ekki ganga upp. Það gefur manni líka svo mikinn innblástur að vera alltaf í kringum duglegt og metnaðarfullt fólk. Það er það sem gerir heildina sterkari en einstaklingana.“ Galdratækin í eldhúsinu Í eldhúsinu heima eru þrjú eldhúsáhöld í mestu uppáhaldi hjá Ylfu Helgadóttur, yfirmatreiðslu- meistara á Kopar. Um er að ræða sítrónukreistuna, rasparann og töfrasprotann. Ylfa, yfirmatreiðslumeistari á Kopar og önnur þjálfara íslenska kokka- landsliðsins. MYNDIR/EYÞÓR Sítrónukreistan er uppáhaldsgræja Ylfu sem hún notar yfirleitt tvisvar á dag. Töfrasprotinn er fyrirferðarlítill og mikið notaður á heimili Ylfu Rasparinn hefur fylgt Ylfu lengi en hún notar hann til að raspa ýmislegt hráefni. Uppáhalds græjan mín er sítrónu- kreistan mín sem ég nota örugglega tvisvar á dag. Það eru til margar útgáfur af svona græjum en í mínum huga trompar þessi sem ég á allar hinar með einfaldleika sínum. Starri Freyr Jónsson starri@365.is ÝMIS ÖNNUR TILBOÐ Í GANGI - 20% ÖLL SÖFNUNAR STELL - GLÖS - HNÍFAPÖR - 15% AFSLÁTTARDAGAR 12. – 21. OKTÓBER OPNUNARTÍMI 12. – 21. OKTÓBER MÁN – FÖS KL.11:00 – 18:00 LAUGARDAG KL.11:00 – 16:00 ÞAÐ ER STUTT TIL JÓLA NÝTTU TÆKIFÆRIÐ TARÍNUR M/HITARA FRÁ KR.11.595 SWAROVSKI STJARNA 2017 KR.8.990 IVV DIAMANTE SKÁLAR -10% HNÍFAPARATÖSKUR F/12 M/ FYLGIH. FRÁ KR.24.995 IVV SPECIAL VASAR -10% ELDFAST MÓT M/HITARA KR.19.800 OPERA WHISKY SETT KR.7.990 Laugavegi 178 - Sími 568 9955 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 8 . o K TÓ B E R 2 0 1 7 M I ÐV I KU DAG U R 1 8 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :3 3 F B 0 7 2 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 0 0 -D 2 4 0 1 E 0 0 -D 1 0 4 1 E 0 0 -C F C 8 1 E 0 0 -C E 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 7 2 s _ 1 7 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.