Fréttablaðið - 18.10.2017, Síða 38
Besta leiðin til að
koma í veg fyrir
ágreining og vantraust er
að allar upplýsingar um
fjármál og uppgjör séu
öllum opnar.
Allt er afgreitt nýbakað og vörurnar keyrðar upp að dyrum á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Þá sendir fyrirtækið vörur um allt land.
Andrea Ýr Grímsdóttir, sölustjóri
Kökugerðar HP á Selfossi.
Kökugerð HP býður upp á frábærar vörur í fjáröflun,“ segir Andrea Ýr Grímsdóttir,
sölustjóri Kökugerðar HP á Selfossi,
en fyrirtækið framleiðir flatkökur,
kleinur, kanilsnúða og einnig hið
vinsæla HP-rúgbrauð, bæði fyrir
verslanir, mötuneyti og hvers kyns
fjáraflanir félagasamtaka og hópa.
Gott í frystinn
Andrea segir alltaf jafn vinsælt að
selja flatkökur í fjáröflun. „Við bjóð-
um til að mynda okkar einu sönnu
HP-flatkökur, kanilsnúða og kleinur
í fjáröflun. Þetta er eitthvað sem
fólki finnst gott að eiga í frystinum
og grípa til, til dæmis í nesti fyrir
krakkana í skólann. Bæði er hægt
að selja einstakar vörutegundir eða
búa til samsetta pakka, til dæmis
með flatkökum og kanilsnúðum og
kleinum,“ útskýrir Andrea.
Allt nýbakað
„Allar okkar vörur eru nýjar og fersk-
ar við afhendingu og við leggjum
okkur fram um að veita persónulega
og mjög góða þjónustu. Það stendur
öllum til boða að panta hjá okkur
hvar sem fólk er statt á landinu. Við
keyrum pantanir heim að dyrum á
Stór-Reykjavíkursvæðinu og á flutn-
ingsaðila fyrir landsbyggðina.“
Úrvalið á heimasíðunni
„Úrvalið má skoða á heimasíðunni,
flatkaka.is, og leggja má inn pant-
anir í gegnum netfangið hpflat-
kokur@simnet.is. Gott er að panta
með tveggja daga fyrirvara. Ef fólk
er með einhverjar spurningar ætti
það ekki að hika við að senda okkur
fyrirspurn á hpflatkokur@simnet.is
og við svörum um hæl.“
Flatkökurnar
eru vinsælar
í fjáröflunina
Kökugerð HP býður dýrindis flatkökur,
kleinur og kanilsnúða í fjáraflanir fyrir
hvers kyns hópa og félagasamtök.
Helgi hefur leyft safna.is að lifa á vefnum sem leiðbein-ingasíðu enda segir hann
lögmál og vandamál við fjáraflanir
alltaf þau sömu og að sífellt komi
til nýjar kynslóðir og nýir foreldrar
sem ekki hafi komið að fjáröfl-
unarmálum áður. Oft séu þeir sem
standi í fjáröflunum ungir að árum
og lítt reyndir í sölu á flóknum
hlutum. Því sé mikilvægt að sölu-
varningurinn sé einfaldur og mæti
þörfum heimilanna, eins og kló-
sett- og eldhúspappír, hreinlætis-
vörur eða matvara. Að mörgu sé að
hyggja en hér er tæpt á því helsta:
Markmið með fjáröflunar-
starfinu
Markmið fjáröflunar er gjarnan
keppnis- eða útskriftarferðalag
barna og unglinga eða gott mál-
efni. Mikilvægt er að börn og
unglingar, en ekki bara foreldrar,
séu meðvitaðir um hvers vegna
verið sé að leggja á sig fjáröflunar-
vinnu.
Forsvarsmenn
Oftast eru foreldrar og forráða-
menn í forsvari fyrir fjáröflunar-
störf, en auk þeirra geta þjálfarar,
kennarar eða aðrir sem vinna með
börnum komið að starfinu. Mikil-
vægt er að einhver úr hópnum taki
að sér heildarutanumhald um fjár-
öflunarstarfið og virki sem flesta úr
foreldrahópnum til vinnu. Með því
dreifist vinnuálag á marga.
Brýnt er að reglur um skiptingu
hagnaðar séu ákveðnar fyrirfram
og samþykktar af öllum. Þegar
kemur að peningauppgjöri eru
sjaldnast tök á aðkeyptri endur-
skoðun og eftirliti. Innan íþrótta-
hreyfingarinnar er þó yfirleitt yfir-
stjórn sem hlutast til um slíkt en
sé það ekki mögulegt er mælt með
að allar upplýsingar um fjármál
og uppgjör séu öllum opnar. Með
því móti geta allir verið endur-
skoðendur og upplýstir um allt
sem að peningum snýr og hægt að
leiðrétta strax ef mistök verða ljós.
Þetta er besta leiðin til að koma í
veg fyrir ágreining og vantraust.
Áætlun fyrir tiltekið tímabil:
Þegar markmið fjáröflunarstarfsins
er öllum ljóst er gott að gera áætl-
un fyrir tiltekið tímabil. Ef hópur
nemenda stefnir að útskriftarferð
í lok skólaárs er æskilegt að skoða
skóladagatal vetrarins og fastsetja
fjáraflanir þegar krakkarnir eru
ekki í prófum eða stífri verkefna-
vinnu. Þá gætu verið tvær til þrjár
fjáraflanir á hvorri önn. Foreldra-
hópum má skipta niður á þessar
fjáraflanir svo að umsjón og eftirlit
deilist á sem flesta. Gott er að einn
sé gerður ábyrgur fyrir því að safna
fólki saman og hafa yfirumsjón
með hverri fjáröflun.
Hóp- eða einstaklings-
fjáröflun
Engin ein aðferð er rétt þegar
kemur að því að skipta út hagnaði
úr fjáröflun og ætíð ákvörðun
forsvarsmanna hverju sinni.
Stundum leggur samstíga hópur
á sig sambærilega vinnu og því
einboðið að hagnaður skiptist
jafnt á alla. Í öðrum tilfellum eru
þátttakendur misduglegir og þá
kann fólki að finnast sanngjarnara
að afraksturinn sé eyrnamerktur
þátttakendum í hlutfalli við vinnu-
framlag.
Tvenns konar fjáröflun
Í hópfjáröflun vinnur hópur
saman að fjáröflun í tiltekinn
tíma, við til dæmis söfnun dósa
sem síðan er skilað í endurvinnslu.
Þá er algengast að afraksturinn
skiptist jafnt á milli þeirra sem
taka þátt.
Í einstaklingsfjáröflun selja
þátttakendur hver í sínu lagi: oftast
til fjölskyldu, vina og ættingja; til
dæmis klósettpappír eða aðrar
heimilisvörur og er þá hagnaður-
inn eyrnamerktur þeim sem selur.
Hugmyndir að fjáröflunum:
Klósettpappír, hreinlætisvörur,
bílavörur, matur og bakstur, sæl-
gæti, dagbækur, dagatöl, dósa-
söfnun, merktur fatnaður, jólakort,
bingó, tombóla, bílaþvottur,
snjómokstur, páskaskreytingar,
jólarósir, skemmtidagskrá, áheit.
Allir vinni saman
Þegar Helgi Hilmarsson hafði lokið öflugu fjáröflunarstarfi
fyrir börn sín setti hann á laggirnar síðuna safna.is til að
miðla leiðbeiningum til þeirra sem eru í forsvari fjáraflana
Girnilegur heimabakstur er dæmi um skemmtilega fjáröflunarleið.
4 KYNNINGARBLAÐ 1 8 . o K Tó B e R 2 0 1 7 M I ÐV I KU DAG U RFjÁRöFLuN
1
8
-1
0
-2
0
1
7
0
4
:3
3
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
E
0
0
-C
3
7
0
1
E
0
0
-C
2
3
4
1
E
0
0
-C
0
F
8
1
E
0
0
-B
F
B
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
7
2
s
_
1
7
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K