Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.10.2017, Qupperneq 63

Fréttablaðið - 18.10.2017, Qupperneq 63
gæði – þekking – þjónusta Krókhálsi 1 110 Reykjavík s. 567 8888 www.pmt.is VAKÚMVÉLAR Mikið úrval af vakúmvélum sem henta einstaklingum og fyrirtækjum PÖKKUNARVÉLAR - BRETTAVAFNINGSVÉLAR - BINDIVÉLAR BAKKALOKUNARVÉLAR - FLÆÐIPÖKKUNARVÉLAR FILMUPÖKKUNARVÉLAR - KASSALOKUNARVÉLAR FÁÐU TILBOÐ Hágæða amerísk heilsurúm sem auðvelt er að elska Sofðu rótt í alla nótt það. Að minnsta kosti kom fram að krakkarnir í dómnefndinni hefðu verið ánægðir með hana,“ segir Elísa Jóhannsdóttir sem hlaut í gær Íslensku barnabókaverðlaunin 2017. Verðlaunasagan, Er ekki allt í lagi með þig?, kom líka út í gær hjá Forlaginu, svo Elísa var að vonum glöð. „Þetta var frábær dagur, bæði að fá verðlaun og eigin bók í hendur,“ segir hún og bætir við: „Ég reiknaði ekki með að vinna. Sagan er miðuð við lesendur í 8. til 10. bekk, það er að segja fjórtán til sextán ára, og ég var ekki viss um að unglingabókar- handrit félli í kramið.“ Er ekki allt í lagi með þig? er fyrsta  höfundarverk  Elísu sem kemur út en hún lumar á ýmsu efni í skúffunni, meðal annars handriti að barnabók, að eigin sögn. Auk þess hefur hún þýtt eina bók, Villt heitir hún. Um söguþráð nýju bókarinnar segir Elísa: „Sagan er um Ragnheiði, stelpu sem flytur til Íslands frá Bandaríkjunum þar sem hún hefur alist upp. Hún hefur verið lögð í ein- elti og glímir við námsörðugleika og foreldravandamál. Kynnist strax Heklu sem er vinsæl fótboltastelpa og valdamikil í skólanum. Hekla kynnir hana fyrir fleirum en svo fer Ragnheiður að átta sig á því að Hekla er ekki öll þar sem hún er séð.“ Í umsögn dómnefndar segir: Er allt í lagi með þig? er skemmtileg og spennandi unglingasaga í hæsta gæðaflokki sem fjallar á nýstárlegan hátt um einelti frá sjónarhóli bæði gerenda og þolenda. Spurð hvort um eigin hugarsmíð sé að ræða eða hvort hún byggi sögu- þráðinn á sönnum atburðum svarar Elísa: „Sagan er algerlega út úr eigin hugskoti. Ég var reyndar lögð í ein- elti sjálf þegar ég var barn, en bara í  stuttan tíma því foreldrar mínir tóku mig úr skólanum sem ég var beitt því í, af því að þar var ekkert gert  í málunum. En bókin er ekki síður skrifuð út frá reynslu gerenda eineltis og  annarra sem  taka þátt í því óbeint.“ Hún  tekur  fram að einelti sé ekki endilega aðalatriði bókarinnar heldur eitt af nokkrum umfjöllunarefnum svo sem að byrja í nýjum skóla og eignast vini, hvernig maður stendur með sjálfum sér og tekst á við vandamál tengd foreldrum. Elísa kveðst vera Reykvíkingur að uppruna en einnig hafa búið á Höfn í Hornafirði og í Danmörku. Hún er í fæðingarorlofi núna en er mark- aðs- og kynningarstjóri hjá Háskóla Íslands. „Ég byrjaði á verðlauna- bókinni fyrir fimm árum og er búin að taka skorpur í henni, til dæmis í síðasta fæðingarorlofi, svo  lauk ég henni í þessu orlofi.“ Dýrmæt aðstoð frá unglingum Verðlaunasjóður íslenskra barnabóka var stofnaður 30. janúar 1985 í tilefni af sjötugsafmæli Ármanns Kr. Einarssonar rithöfundar (1915–1999). Að sjóðnum standa fjölskylda Ármanns, bóka útgáfan Vaka-Helgafell, nú innan vébanda Forlagsins, IBBY á Íslandi og Barnavinafélagið Sumargjöf. Fulltrúar þessara aðila skipa dóm- nefnd sem velur úr handritum en einnig eru í henni hverju sinni tveir grunnskólanemar, fulltrúar lesenda. Að þessu sinni voru það þau Bergþóra Sól og Veigar Elí úr Lindaskóla í Kópavogi og færir verðlaunasjóðurinn þeim og skólanum kærar þakkir fyrir dýrmæta aðstoð. Megintilgangur sjóðsins er að örva fólk til að skrifa fyrir börn og unglinga og stuðla þannig að auknu framboði úrvalslesefnis fyrir æsku landsins. Sjóðurinn efnir árlega til samkeppni um Íslensku barnabókaverðlaunin sem veitt eru fyrir það handrit sem dómnefnd þykir best hverju sinni. Æsa Guðrún Bjarnadóttir, ritstjóri hjá Forlaginu, færði Elísu verðlaunaskjalið. m e n n i n g ∙ F R É T T A B L A ð i ð 35m i ð V i K U D A g U R 1 8 . o K T ó B e R 2 0 1 7 1 8 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :3 3 F B 0 7 2 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 0 0 -F 4 D 0 1 E 0 0 -F 3 9 4 1 E 0 0 -F 2 5 8 1 E 0 0 -F 1 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 9 B F B 0 7 2 s _ 1 7 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.