Fréttablaðið - 11.11.2017, Síða 10

Fréttablaðið - 11.11.2017, Síða 10
Reykjavíkurborg Umhverfis- og skipulagssvið Anna María Bogadóttir Ingvar Jón Bates Gíslason Framtíðarborgin er alltaf á teikniborðinu. Allir taka þátt í því að skapa borg með hegðun sinni, verkum, viðhorfum og valdi. En hvernig borg viljum við búa í og hvernig viljum við skila henni af okkur til komandi kynslóða? Hvernig verður Reykjavík framtíðar? Er framtíðin autt blað? Er framtíð Reykjavíkurborgar fyrirsjáanleg eða er hún óvissan ein? Fram koma á fundinum: Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, Anna María Bogadóttir, arkitekt og menningarfrumkvöðull, Anna Dröfn Ágústsdóttir, sagnfræðingur og fagstjóri fræða í Listaháskóla Íslands og Ingvar Jón Bates Gíslason, arkitekt og fræðimaður. Þau verða hvert með sitt sjónarhorn á framtíðina. Fundurinn er í kaffihúsinu á Kjarvalsstöðum þriðjudaginn 14. nóvember 2017 kl. 20. Allir velkomnir. Heitt á könnunni. Anna Dröfn Ágústsdóttir Framtíðarborgin Reykjavík Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar stendur fyrir gagnrýnni og hressilegri fundarröð um þróun og mótun borgarinnar H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Þriðjudagurinn 14. nóvember 2017 kl. 20 á Kjarvalsstöðum Hjálmar Sveinsson Simbabve Fjögur voru í gær ákærð fyrir að baula á Grace Mugabe, for- setafrú Simbabve. Atvikið átti sér stað  þegar hún flutti ræðu á fundi ZANU-PF, flokks Roberts Mugabe, forseta og eiginmanns hennar. Í frétt simbabveska blaðsins The Herald segir að hin ákærðu hafi verið handtekin eftir fundinn á laugardag í borginni Bulawayo. Er þeim gefið að sök að hafa reynt að grafa undan valdi forsetans en fjölmiðlar höfðu ekki greint frá því í gær hvort hin ákærðu játuðu sekt. Talið er að fjórmenningarnir séu stuðningsmenn Emmerson Mnan- gagwa, fyrrverandi varaforseta sem sækist eftir því að taka við forseta- embættinu þegar Mugabe, nú 93 ára, lætur af störfum. Mnangagwa þessi var rekinn fyrr í vikunni og var ástæðan sögð ótrygglyndi. Hann er nú flúinn til Suður-Afríku. Hart er barist um að verða eftir- maður Mugabes og er forsetafrúin ein þeirra sem sækjast eftir stólnum. Greindi BBC frá því í gær að hún hafi raunar verið einn helsti hvatamaður þess að Mnangagwa yrði rekinn. Hefur hún meðal annars sagt að Mnangagwa væri „naðra sem þyrfti að slá í höfuðið“. Nú þegar Mnangagwa hefur verið rekinn þykir Grace Mugabe einna lík- legust til að verða næsti forseti Afríku- ríkisins. – þea Ákærð fyrir að baula á forsetafrúna í Simbabve Hin ákærðu eru sögð hafa baulað á Grace Mugabe og sagst hata allt sem hún stæði fyrir. Þau eru sögð grafa undan valdi forseta. NordicpHotos/AFp víetnam Leiðtogafundur APEC, Samvinnustofnunar Asíu- og Kyrra- hafsríkja, var settur í Víetnam í gær. Á meðal þeirra sem tóku til máls á fundinum voru þeir Xi Jinping, for- seti Kína, og Donald Trump Banda- ríkjaforseti. Útskýrðu þessir tveir valdamestu menn heims stefnur sínar í milliríkjaviðskiptum og var töluverður munur á málflutningi þeirra félaga. Til stóð að Trump myndi funda með Vladimír Pútín, forseta Rúss- lands, í Víetnam. Bandaríkjamenn ákváðu hins vegar að hætta við fundinn. Aðspurður um ástæðu þess sagði Sergei Lavrov, utan- ríkisráðherra Rússlands: „Af hverju spyrðu mig um það? Við heyrðum að Trump forseti vildi funda með Pútín forseta. Ég veit ekki hvað þessir skriffinnar hans eru að segja núna.“ Trump tók til máls á leiðtoga- fundinum á undan Xi og var kjarni boðskapar hans einfaldur: „Banda- ríkin í fyrsta sæti.“ Sagði Banda- ríkjaforseti að hann myndi ekki leyfa viðskiptahalla Bandaríkjanna gagnvart Asíuríkjum að viðgang- ast. Hann áfelldist jafnframt ekki Kína eða önnur Asíuríki fyrir að notfæra  sér aðgerðaleysi fyrrver- andi Bandaríkjaforseta í þessum málum. „Ef ráðamenn viðkomandi ríkja komast upp með það eru þeir bara að vinna vinnuna sína,“ sagði Trump og bætti við: „Ég vildi að fyrri ríkisstjórnir landsins míns hefðu séð hvað var í gangi og að þær hefðu gert eitt- hvað í þessu. Það gerðu þær ekki en ég mun taka á málinu. Frá og með þessum degi verður samkeppnis- staðan jöfn,“ sagði forsetinn. Sagðist hann alltaf mundu setja Bandaríkin í fyrsta sæti. „Rétt eins og ég býst við því að allir í þessum sal setji ríki sín í fyrsta sæti.“ Auðkýfingurinn var jafnframt harðorður í garð Alþjóðaviðskipta- stofnunarinnar (WTO). Sagði hann að stofnunin virkaði einfaldlega ekki ef aðildarríki virtu ekki reglu- verk hennar. Þá  gagnrýndi hann viðstadda fyrir að hafa ekki afnumið tolla til jafns við Bandaríkin. „Svona vinnubrögð koma niður á mörgum í Bandaríkjunum,“ sagði forsetinn og bætti því við að fríverslun hefði kostað Bandaríkin milljónir starfa. Bandaríkjaforseti sagðist tilbúinn til þess að gera tvíhliða fríversl- unarsamning við hvaða Asíu- eða Kyrrahafsríki sem væri tilbúið til þess að viðhalda sanngjörnum við- skiptaháttum. Það þyrfti þó alltaf að grundvallast á gagnkvæmri virðingu og hagnaði beggja ríkja. Fjölhliða fríverslunarsamningar væru hins vegar ekki inni í myndinni. Eitt af fyrstu verkum Trumps þegar hann tók við embætti Banda- ríkjaforseta var að draga ríkið út úr fjölhliða fríverslunarsamningi tólf Asíu- og Kyrrahafsríkja, TPP. Andstæðingar Trumps gagnrýndu hann fyrir ákvörðunina og sögðu að samningurinn hefði fært samn- ingsaðila nær Bandaríkjunum og fjær Kína. Forsetinn hélt því aftur á móti fram að samningurinn myndi leiða til þess að fjöldi Bandaríkja- manna missti atvinnu sína. Xi var ekki á sama máli og hinn bandaríski kollegi hans. Hann tók til máls örfáum mínútum eftir að Trump hafði lokið máli sínu og reyndi að styðja þá ímynd sem hann vill skapa Kína sem nýtt stórveldi á sviði fríverslunar. Kínverjinn sagði hnattvæðingu vera sögulega þróun sem ekki yrði snúið við en að endurhugsa þyrfti hugmyndafræðina að baki fríversl- un svo verslunin yrði opnari, jafn- ari og hagkvæmari fyrir alla aðila. Þá varði hann jafnframt fjölhliða viðskiptasamninga og sagði þá vel til þess fallna að hjálpa fátækari ríkjum. „Við ættum að styðja gerð fjöl- hliða viðskiptasamninga og opna í auknum mæli fyrir milliríkjavið- skipti á svæðinu til þess að minna þróuð aðildarríki geti hagnast meira á milliríkjaviðskiptum og fjárfestingum,“ sagði Xi. Bandaríkjaforseti var staddur í Víetnam vegna tólf daga og fimm ríkja Asíureisu sinnar. Áður hafði hann komið við í Japan, Suður- Kóreu og Kína en næst liggur leiðin til Filippseyja. Á meðan Trump var staddur í Kína var tilkynnt um gerð viðskiptasamninga sem BBC segir virði 250 milljarða Bandaríkjadala. Mikill halli er á viðskiptum Banda- ríkjanna við Kína. Í fyrra fluttu Bandaríkin inn kínverskar vörur fyrir 462,6 milljarða dala en banda- rískar vörur til Kína fyrir 115,6 milljarða dala. thorgnyr@frettabladid.is Ólíkur boðskapur þeirra Xi og Trumps Leiðtogafundur Samvinnustofnunar Asíu- og Kyrrahafsríkja hófst í gær. Forsetar Bandaríkjanna og Kína tóku báðir til máls. Trump boðaði stefnu sína sem einkennist af því að setja hagsmuni Bandaríkjanna í fyrsta sæti. Xi var málsvari fjölhliða fríverslunarsamninga. Þótt þeir hafi ekki fundað í einrúmi á leiðtogafundinum hittust trump og pútín og tókust í hendur. NordicpHotos/AFp Ég vildi að fyrri ríkisstjórnir lands- ins míns hefðu séð hvað var í gangi og að þær hefðu gert eitthvað í þessu. Það gerðu þær ekki en ég mun taka á málinu. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna Við ættum að styðja gerð fjölhliða viðskiptasamninga og opna í auknum mæli fyrir milli- ríkjaviðskipti á svæðinu til þess að minna þróuð aðildar- ríki geti hagnast meira á milliríkjaviðskiptum og fjárfestingum. Xi Jinping, forseti Kína 1 1 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 L a U G a r D a G U r10 f r é t t i r ∙ f r é t t a b L a ð i ð 1 1 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :1 5 F B 1 2 8 s _ P 1 2 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 3 1 -7 F 4 4 1 E 3 1 -7 E 0 8 1 E 3 1 -7 C C C 1 E 3 1 -7 B 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 1 2 8 s _ 1 0 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.