Fréttablaðið

Ulloq

Fréttablaðið - 11.11.2017, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 11.11.2017, Qupperneq 16
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kjartan Hreinn Njálssson kjaranh@frettabladid.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Gunnar Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Baktjalda- makkið rænir stóra hópa lífs- hamingjunni og kostar fjölda fólks lífið. Þetta er látið við- gangast áratug eftir áratug – afleiðing- arnar stinga í augun. Mín skoðun Guðmundur Steingrímsson Einkenni á fallegu og góðu samfélagi finnst mér vera þetta: Allar manneskjur geta verið þær sjálfar, notið hæfileika sinna, dugnaðar og ástríðu. Fólk getur fundið sér sinn farveg og átt inni- haldsríkt líf á sínum forsendum. Allar manneskjur eiga að fá tækifæri, helst fullt af tækifærum, til að gera það sem þær eru bestar í. Það er frábært samfélag. Af fjölmörgum ástæðum er þetta ekki auðvelt mark- mið. Margt getur gert það að verkum að manneskja nýtur sín ekki. Það breytir hins vegar ekki því, að hið pólitíska markmið á alltaf að vera þetta: Að búa til svona samfélag. Pólitíkusar verða að toga samfélagið sem mest í þessa átt. Hommahatarinn Sumir vinna gegn þessu. Hommahatarinn Robert Marshall er óvinur hins opna, fjölbreytta og fallega samfélags. Robert Gerald Marshall, kallaður Bob, er yfirlýstur hommahatari og hefur byggt sína setu á fylkisþinginu í Virginíu á hommahatri um langt árabil. Hann var í fréttum í vikunni vegna þess að hann tapaði blessunarlega fyrir transkonunni Danicu Roem í kosn- ingum til þingsins. Roem varð þannig fyrsta yfirlýsta transkonan til þess að hljóta kosningu til þings í Banda- ríkjunum. Og af hverju er það mikilvægt? Jú, vegna þess að hin ömurlega pólitík Roberts Marshall vinnur gegn þessu markmiði sem á að vera markmið allrar pólitíkur: Að búa til samfélag þar sem fólk getur verið það sjálft og notið sín, óhindrað. Sigur Roem er stórt skref í áttina að svoleiðis samfélagi. Önnur merkileg skref voru til dæmis þau að blökkukona varð borgarstjóri í fyrsta skipti. Og síki. Það er raunar ótrúlegt að svona hlutir skuli vera að gerast í fyrsta skipti þar vestur frá, en svona er baráttan komin skammt á veg. Á sama tíma hafa skref verið stigin afturábak hér á landi: Konum fækkaði á Alþingi. Það er skandall. Og innflytjendum. Hin eilífa barátta Þetta eru öflin sem eigast við, á Íslandi og út um allan heim: Fjölbreytni gegn einsleitni. Frelsi gegn bælingu. Frjálslyndi gegn múrum og þöggunum. Robert Mars- hall er víða og hans hatursáróður gegn fólki sem er öðruvísi en hann sjálfur. Til eru merkar úttektir á því hvernig stjórnmálasaga nútímans fjallar fyrst og fremst um baráttu þessara tveggja afla: Hins opna og víðsýna samfélags gegn hinu bælda og lokaða. Lýðræði gegn einræði. Um þau gildi var síðari heimsstyrjöldin háð. Haturs- og einræðisöfl voru þar höfð undir af lýð- ræðis- og frjálslyndisöflum. Enn í dag er þetta höfuðás stjórnmálanna, sem flest hverfist um. Hann birtist í stórum og smáum deilumálum. Í Bandaríkjunum er allt á fullu í þeim efnum. Myndin af Juli Briskman að gefa bílalest Donalds Trump fingurinn í byrjun vikunnar mun fara í sögubækurnar. Fátt er jafnáhrifa- mikið og andóf hins frjálsa anda gegn yfirgangi og hrottaskap. Stundum þarf að gefa mönnum eins og Trump og Robert Marshall fingurinn. Játning í lokin Ég hef einstaklega gaman af því, í hrollköldu tíðinda- leysi skammdegisins, að birta þessa grein af tvennum orsökum: 1) Til að tala um samfélagið eins og það birtist mér og 2) til að nýta það dauðafæri mér til skemmtunar sem skapaðist við það að homma- hatarinn Robert Marshall skuli vera nafni vinar míns Róberts Marshall. Ég hef hlegið að því alla vikuna. Það segir jú ákveðna jákvæða hluti um nærumhverfi mitt, að tilhugsunin um Róbert Marshall sem yfirlýstan hommahatara skuli vera sprenghlægileg fásinna. Ég vil nota þetta einstaka tækifæri til að segja að lokum, í nafni hugsjónarinnar um sigur umburðarlyndis og hinna frjálslyndu gilda, af heilum hug og af öllu hjarta: Þegi þú Robert Marshall. Varðandi Robert Marshall Þjónkun almannavalds við sérhagsmuni í okkar heimshluta er hvergi augljósari en í Bandaríkj-unum. Þar er lífi fólks teflt í tvísýnu á hverjum degi í nafni úreltrar byssumenningar, úldnum leifum frá tímum villta vestursins. Blóðbaðið í Las Vegas fyrir fáum vikum útheimti fleiri mannslíf en önnur níðingsverk byssumanna. Aftur felldi byssuhrotti tugi kirkjugesta sem áttu sér einskis ills von í Texas fyrir fáum dögum. Byssuógnin er alltaf handan við hornið þegar hrottar komast yfir afkastamikil manndrápstól, sem gerð eru fyrir hermenn á vígvelli. Byssueign almennings í Bandaríkjunum er næstum tífalt heimsmeðaltalið. Kirkjum, kvikmyndahúsum, hljómleikasölum og skólum er breytt í blóðvelli eins og hendi sé veifað. Óprúttnir þrýstihópar með fúlgur fjár á borð við samtök byssueigenda – National Rifle Association – virðast hafa stjórnmálamennina í vasanum. Þeir ausa fé í áróður og beita slagorðum eins og „byssur drepa ekki fólk, fólk drepur fólk“. Og sitjandi forseti tekur undir. Engu er líkara en hagsmunir byssusalanna vegi þyngra en harmurinn sem hrottarnir kalla yfir fjölda fólks með manndrápstólunum. Sérhagsmunaöfl ráða miklu í Bandaríkjunum. Eftir að fangelsi voru einkavædd fyrir rúmum aldarþriðjungi hefur fjöldi fanga margfaldast. Bandaríkjamenn eru fimm prósent mannkyns, en 25 af hundraði dæmdra refsifanga í heiminum sitja í bandarískum fangelsum – fimmfalt meðaltal heimsbyggðarinnar. Langflestir afplána dóma fyrir fíkniefnamisferli, sem myndu í mesta lagi sæta sektum í Vestur-Evrópu. Þessi mynd blasir við þó að bandarísk stjórnvöld hafi í marga áratugi verið í yfirlýstu stríði gegn eiturlyfjum. Þau hafa ekki haft erindi sem erfiði. Eiturlyfin streyma um allt. Óprúttnir talsmenn einkarekinna tukthúsa eru, líkt og vopnasalar, óþreytandi að berjast fyrir eigin hagsmunum með hörmulegum afleiðingum. Oft hefur verið sýnt fram á þræði milli annarlegra sérhagsmuna og stjórnvalda. Vont er til þess að hugsa, að einkarekin fangelsi hafi ógæfu fjölda veiklundaðra samborgara sinna að féþúfu – einkum fólks sem ekki er hvítt á hörund. Tekjur fangelsanna aukast eftir því sem fleiri eru bak við rimlana. Margt er vel gert í Bandaríkjunum. Velsældin blasir víða við og sköpunarkrafturinn er mikill. En að sumu leyti eru Bandaríkin frumstætt ríki. Þar má finna mörg víti til varnaðar fyrir þá sem vilja byggja siðað samfélag. Alltof greiðar leiðir milli æðstu stjórnvalda og annar- legra hagsmuna er svartur blettur mitt í velsældinni. Baktjaldamakkið rænir stóra hópa lífshamingjunni og kostar fjölda fólks lífið. Þetta er látið viðgangast áratug eftir áratug – afleiðingarnar stinga í augun. Viðskipti og stjórnmál eru eitruð blanda og eyði- leggja hvort annað. Bandarísk stjórnmál eru alltof lituð af þjónkun við sérhagsmuni sem smyrja vélar stjórn- málanna. Enda komast skrítnir fuglar til æðstu metorða í Bandaríkjunum. Í samanburðinum getum við prísað okkur sæl með okkar stjórnmálamenn þó að þar sé auðvitað misjafn sauður í mörgu fé. Úldnar leifar Urðarhvarf 14 203 Kópavogur s: 510 6500 www.hv.is Eyjólfur Guðmundsson Heimilislæknir/General Practitioner Eyjolfur@hv.is HEILSUGÆSLA Urðarhvarf 14 203 Kópavogur s: 510 6500 www.hv.is Eyjólfur Guðmundsson Heimilislæknir/General Practitioner Eyjolfur@hv.is HEILSUGÆSLA Ert þú með heimilislækni? Ný heilsugæslustöð Urðarhvarfi 14, Kópavogi Skráning stendur yfir, opin öllum, óháð búsetu. verið velkomin ! Sími 510 6500, www.hv.is 1 1 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 L A U G A r D A G U r16 s k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð i ð SKOÐUN 1 1 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :1 5 F B 1 2 8 s _ P 1 2 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 1 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 3 1 -4 4 0 4 1 E 3 1 -4 2 C 8 1 E 3 1 -4 1 8 C 1 E 3 1 -4 0 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 1 2 8 s _ 1 0 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.