Fréttablaðið

Ulloq

Fréttablaðið - 11.11.2017, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 11.11.2017, Qupperneq 26
eldum mikið saman, förum saman út að borða, í leikhús, á málverka- sýningar, íþróttaleiki. Ég hef mjög gaman af eldamennsku og Anna segir að fjölskyldan hafi matarást á mér,“ segir Ólafur Jóhann. Umburðarlyndi og samkennd Er hann jafn mikill rólyndismaður á vinnustaðnum sem aðstoðarfor- stjóri Time Warner og á heimili sínu? Hvernig stjórnandi er hann? „Ég legg upp úr því sem stjórnandi að stjórna eins og ég myndi sjálfur vilja láta stjórna mér. Ég vil að fólk gangi að því vísu að ég sé eins á mánudegi og þriðjudegi. Það eru ekki mikil skapbrigði í mér. Fólk verður líka að geta treyst á að ég styðji það þegar á reynir. Þá er gott að hafa umburðar- lyndi til að bera og skilning fyrir því að fólk geri mistök og sé ekki full- komið,“ segir Ólafur Jóhann sem brýnir fyrir nýjum stjórnendum að tileinka sér slíkt umburðarlyndi. „Ég vil að starfsfólk okkar viti nákvæm- lega við hverju er búist af því og það geti treysti því að það sé ekkert rugl eða lausung í gangi heldur fái það frið til að sinna sinni vinnu. Ég er heldur ekki að horfa yfir öxlina á fólki og er frekar umhugað um að það viti að það geti leitað til mín við lausn vandamála.“ Hann segist leggja mikið upp úr því að koma fram við fólk sem jafn- ingja. „Það er enginn merkilegri en annar þótt hann sé með fínan titil. Það þýðir bara að sú manneskja ber annars konar ábyrgð. Ég trúi því heldur ekki að fólki líði vel eða sinni starfi sínu eins vel og hægt er sé það með svipuna á bakinu. Nærvera stjórnenda skiptir máli, framkoma í stóru sem smáu. Því það þarf að annast allt starfsfólk og koma fram við það sem jafningja. Maður þarf að geta sett sig í spor þess.“ Að segja sögur Ferill Ólafs Jóhanns í viðskipta- lífi er ævintýri líkastur. Hann lauk BA-prófi í eðlisfræði frá Brandeis- háskóla í Bandaríkjunum og starf- aði eftir það lengi hjá Sony. Þar vann hann til dæmis að markaðs- setningu fyrstu PlayStation-tölv- unnar. Frá árinu 1999 hefur hann verið aðstoðarforstjóri Time War- ner sem er stærsta fjölmiðlunar- og afþreyingarfyrirtæki í heimi. Hvað er það sem heillar svo mjög við þennan heim? „Ég hef gaman af honum og þeirri sköpun sem á sér stað. Ég hef alltaf verið áhugamaður um efni af öllu tagi, bækur, tónlist, bíó, íþróttaefni, fréttir, sjónvarpsþætti af ýmsu tagi. Þótt það séu breytingar og svipt- ingar í þessum geira þá snúast fjöl- miðlar að miklu leyti um að segja sögur. Þörf fólks fyrir sögur hverfur aldrei. Jafnvel fréttir, þótt þær séu frá- sagnir af raunverulegum atburðum, þá segja þær sögu. Það er hins vegar dreifingin á efninu sem hefur breyst mikið síðustu ár.“ Samruninn krefjandi Hans helsta starfssvið er stefnu- mótun fyrirtækisins á heimsvísu og því er hann leiðandi í fyrirhuguðum samruna fyrirtækisins við fjarskipta- risann AT&T. AT&T keypti Time Warner fyrir 85 milljarða Bandaríkjadala eða um tíu þúsund milljarða íslenskra króna á síðasta ári en samkeppnisyfirvöld ytra taka sinn tíma til að samþykkja samruna af þessu tagi. Samruninn verður, ef hann verður samþykktur, einn sá allra stærsti á heimsvísu undanfarin ár. „Við þurfum að fá betri upplýs- ingar um viðskiptavini okkar svo að við getum sniðið efni og auglýsingar að þeim.“ Ólafur Jóhann segir einokunar- stöðu Facebook og Google og til- komu snjallsímans mikla áhrifaþætti hvað varðar samrunann. „Tækniþróun í þessum geira hefur alltaf stækkað markaðinn. Þannig er það núna líka. Fleiri manneskjur hafa aðgang að efni. Margt er að breytast núna vegna tilkomu snjall- símans sem fólk er með endalaust á sér og er inngönguleið margra að efni. Þá er það uppgangur Facebook og Google sem hefur breytt mjög miklu á afar skömmum tíma. Þeir eru einokunaraðilar á markaði. Sumar þessara breytinga sem hafa orðið vegna mikils uppgangs þeirra eru ekki allar jákvæðar og eru að koma í ljós núna. Til dæmis í tengslum við síðustu forsetakosningar í Banda- ríkjunum. Í heimi fjölmiðlunar hafa alltaf verið fjögur til fimm stór fyrirtæki á hverju sviði og svo mörg minni sem skiptu markaðinum á milli sín. Nú erum við með Facebook og Google sem eru í algjörri einok- unarstöðu á sínum sviðum. Það er engin samkeppni við Google. Sama á við um Facebook. Þeir eru með hreina yfirburðarstöðu,“ segir Ólafur Jóhann. Kapítalískir risar „Þessi fyrirtæki eru þannig sett saman að það er tvennt sem ræður hugsuninni. Að fá sem flesta not- endur og svo að vita sem flest um þá. Þessar upplýsingar eru seldar auglýsendum og öðrum. Ég er ekk- ert að gagnrýna þetta fyrirkomulag per se, þetta er bara þeirra viðskipta- módel. En það er eins og sumir hafi ekki áttað sig á þessu. Auglýsingar þeirra og ímyndarherferðir eru sak- leysislegar. – Við gerum ekkert illt af okkur, við erum nú bara fólk sem fann eitthvað upp í bílskúrnum hjá frænku!“ Ólafur Jóhann brosir við. Fólk þekkir þessar auglýsingar en slagorð Google hefur til dæmis lengi verið: Don't be evil. „Þetta eru kapítalísk fyrirtæki sem græða mest á því að vita sem mest um sem flesta. Við göngum öll kaupum og sölum. Þetta hefur haft mikil áhrif á okkar bransa. Á síðasta ári voru auglýsingatekjur í stafræn- um heimi í fyrsta skipti jafn miklar og auglýsingatekjur í sjónvarpi. Net- flix og Amazon dreifa beint til áskrif- enda. Meðan við dreifum í gegnum kapal- og símafyrirtæki og gervi- hnetti. Við erum með takmarkaðar upplýsingar um okkar viðskiptavini. Það þarf að breytast sem fyrst til að við getum keppt á þessum markaði. Við verðum að fá meiri upplýsingar til að geta sinnt viðskiptavinum okkar betur, þá erum við betur í stakk búin til að keppa við risana á markaði, Facebook og Google.“ Betri tengsl við fólk Hefur þú fylgst með þróun mála hér á landi en nú stendur yfir samruni Vodafone, Stöðvar 2 og Vísis? „Já, og það er greinilega svipuð hugsun sem fylgir þeirri ákvörðun. Að ná betur til viðskiptavina. Svo getur fólk deilt um hvort þessi þróun er of langt gengin. Hvort það er búið að safna of miklum upplýsingum um fólk til notkunar. Á meðan reglugerðir styðja þessa þróun þá verða þeir sem keppa á þessum markaði að sníða þjónust- una að henni. Hvort sem það eru auglýsingar eða framboð á efni.“ En hvað finnst honum sjálfum per- sónulega? Er þetta góð þróun? „Þetta hefur gerst mjög hratt og maður verður að aðskilja hvað hentar manni sjálfum og hvað hentar öðrum. Ef ég færi að stýra því hvaða bíó- myndir væru gerðar þá myndum við fljótt fara á hausinn. Það er margt mjög jákvætt við þessa þróun. Það er til dæmis mikill uppgangur í gerð sjónvarpsefnis og hann heldur áfram. Það er ekkert langt síðan að leik- stjórar og leikarar í kvikmyndum vildu helst ekki koma nálægt fram- leiðslu sjónvarpsefnis, það er gjör- breytt. Sjónvarpsefni er vandaðra en áður, efni sem er mikið lagt í. Þá ein- kennir framleiðsluna einnig víðari skírskotun. Þótt tiltekið efni höfði ekki til allra, þá er það ekki endilega það mikilvægasta. Bara að það höfði sterkt til ákveðins hóps. Það skiptir máli að ná betri tengslum við áhorf- endur. Það er eftirsóknarvert.“ Hver verður þrællinn? „Snjallsímarnir!“ Ólafur Jóhann dæsir. „Nú er síminn alltaf við hönd- ina og menn geta deilt um það hvor sé þræll hvors. Eigandinn eða síminn. Þegar við erum þrælar símans en ekki öfugt fylgir því ákveðin tauga- veiklun. En snjallsímarnir eru komn- ir til að vera og halda áfram að þróast hratt. En það er spurning hvort að við höfum lært nógu vel að nota þá. Hvor verður þrællinn? Síminn eða við? Það er ekki langt síðan því var velt upp í samfélagsumræðunni hvort það væri einhver þörf fyrir atvinnu- blaðamenn, ég held að fólk þurfi bara að skoða hvað gerðist í síðustu forsetakosningum í Bandaríkjunum til að gera upp hug sinn. Í þeim var búið til efni og kannað hverjir gætu verið ginnkeyptir fyrir því. Síðan voru seldar auglýsingar í kringum það. Þetta var gert til að hafa áhrif og til að græða peninga.“ Hiti og harka í pólitíkinni Talandi um falsfréttir. Hvernig er að vera í Bandaríkjunum á tímum Trumps? Hefur hann ekki áhrif á starfsemi fyrirtækisins? „Það er rétt að forsetinn hefur kallað CNN „Fake news“. Við verðum bara að halda höfði og reka fyrirtæk- ið eftir sem áður á nákvæmlega sömu forsendum. CNN er hlutlaus frétta- miðill og við höldum þeim dampi. Ég vonaði að Trump myndi stækka upp í hlutverkið eftir að hann var kosinn. Ég er ekki flokkspólitískur en þessi gildi sem maður er vanur að treysta á í Bandaríkjunum, sum þeirra hafa verið látin róa. Þá er einnig miklu meiri harka í pólitík en ég man eftir í Bandaríkjunum og það hefur að sjálfsögðu áhrif á allt samfélagið. Það er hiti og harka sem mótar alla umræðu.“ Hvað sem verður, hvernig sem hlutir þróast í sviptingum í við- skiptum og stjórnmálum eru rit- störfin fastur punktur. „Ég hef mikla ánægju af því að skrifa. Tíminn líður hratt meðan ég sit við skrifborðið, gufar upp. Þetta er ástríða sem ég held að fari aldrei. Ég er í raun í tveimur heimum á margs konar hátt. Íslandi og erlendis. Í viðskiptum og skáldskap. Ég gæti líklega ekki valið á milli. Bítlarnir eða Rolling Stones? Af hverju að velja ef eitt styður annað? Þessi kokteill virð- ist virka fyrir mig. Það sem maður eyðir miklum tíma í, það verður það sem manni þykir vænt um.“ „Þetta eru kapítalísk fyrirtæki sem græða mest á því að vita sem mest um sem flesta. Við göngum öll kaupum og sölum. Þetta hefur haft mikil áhrif á okkar bransa.“ FréttABlAðið/SteFán Þetta eru nauðsynleg tímamót í ljósi Þess viðskiptaumhverfis sem við búum við í dag. Þetta er krefjandi verkefni. ↣ 1 1 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 L A U G A r D A G U r26 H e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð 1 1 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :1 5 F B 1 2 8 s _ P 1 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 3 1 -8 9 2 4 1 E 3 1 -8 7 E 8 1 E 3 1 -8 6 A C 1 E 3 1 -8 5 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 1 2 8 s _ 1 0 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.