Fréttablaðið - 11.11.2017, Síða 28

Fréttablaðið - 11.11.2017, Síða 28
Eliza Reid forsetafrú er á leið í hundrað ára afmæli ömmu sinnar í Ottawa í Kanada. Börnin fara með enda er það ekki á hverjum degi sem amma verður hundrað ára. Guðni situr hins vegar að sjálfsögðu eftir heima að glíma við stjórnarmyndun. Hún fer reglulega í heimsókn til skyldmenna sinna í Kanada og segir frá því að það sé stutt síðan amma hennar flutti á elliheimili. „Það var bara núna í september. Hún er alveg hreint mögnuð,“ segir Eliza og býður upp á kaffi í bókhlöðunni á Bessa- stöðum. Sterkar kvenfyrirmyndir Eliza er alin upp á bóndabæ í Ashton sem er um fjörutíu kílómetra suð- vestur af Ottawa. Faðir hennar kennir enskar bókmenntir og móðir hennar er menntuð í sálfræði og samfélagsfræði. Þau hafa stundað áhugabúskap um árabil og á æskuheimili Elizu eru reyndar íslenskar kindur og hænur meðal annarra dýra. Eliza á tvo yngri bræður. Annar er rithöfundur og bók eftir hann mun koma út í íslenskri þýðingu eftir áramót. Hinn er verk- fræðingur. Hún býr að sterkum kvenfyrir- myndum í fjölskyldu sinni. „Móður- og föðursystur mínar eru bæði ógift- ar og óhefðbundnar. Amma vann sem hjúkrunarkona í seinni heims- styrjöldinni, var meðal annars send til Ítalíu þegar hart var barist þar. Ég er alin upp við ákveðin gildi, það var til dæmis aldrei sagt við mig: „Þegar þú giftist …“ Ég var ekki með hugann við það að giftast. Hugsaði meira um námið og ferilinn fram undan en að hitta einhvern sem ég myndi eyða ævinni með,“ segir Eliza. Norðurljós og fuglalíf En svo gerðist það. Eliza hitti Guðna þar sem þau stunduðu bæði nám við Oxford á Englandi. „Ég er með BA-gráðu í alþjóðasamskiptum frá háskólanum í Toronto. Ég flutti 22 ára til Bretlands til að fara í meistara- nám við Oxford-háskóla í nútíma- sögu. Þar hitti ég Guðna og það varð ekki aftur snúið.“ Þau fluttu til Íslands árið 2003. „Og nú er ég allt í einu margra barna móðir,“ segir hún og hlær og segir að yngri Eliza hefði líklega ekki gert sér það í hugarlund. Börn Guðna og Elizu eru fjögur, Duncan Tind ur (f. 2007), Don ald Gunn ar (f. 2009), Sæþór Peter (f. 2011) og Edda Mar grét (f. 2013). Að auki á Guðni dótt ur ina Rut (f. 1994) með fyrri eig in konu sinni, Elínu Haraldsdóttur. „Börnin hafa aðlagast vel í nýjum skóla og eignast nýja vini. Það er margt gott við að búa hér. Fugla- lífið er einstakt og norðurljósin lýsa upp himininn. Kyrrðin hér er mikil en þó ekki langt að fara í mannlífið,“ segir Eliza. Þurfti að endurskoða ýmislegt Eliza vann töluvert við ritstörf eftir að hún flutti til Íslands. Hún skrif- aði greinar fyrir Iceland Review og Grapevine og ritstýrði um tíma flug- tímariti Icelandair. Þá stofnaði hún Iceland Writers Retreat, alþjóðlega vinnusmiðju fyrir rithöfunda. Verkefni sem henni þykir vænt um og hefur ekki sagt skilið við. „Þótt ég sé forsetafrú þá hef ég ekki alveg sagt skilið við fyrri störf. Árið er 2017 og þó að maðurinn minn hafi fengið nýtt starf þá gef ég ekki allt upp á bátinn.“ Hún er verndari nokkurra sam- taka og hefur haft nóg fyrir stafni síðan fjölskyldan fluttist búferlum af Seltjarnarnesi á Álftanesið. „Ég þurfti auðvitað að endurskoða ýmislegt. Sumum verkefnum gat ég ekki haldið áfram að sinna. Ég get ekki starfað sem launþegi hjá einka- fyrirtækjum. Lesið yfir ársskýrslur og fleira. En ég vildi halda áfram að vinna við Iceland Writers Retreat. Það verkefni er hugarfóstur mitt. Það byggir á bókmenntaarfleifð Íslands og mér finnst það eiga vel við að kynna verkefnið á erlendum vettvangi,“ segir hún. 80 þúsund á svæði á stærð við Álftanes Eliza fór í haust með UN Women á Íslandi og heimsótti Zaatari-flótta- mannabúðirnar í Jórdaníu. „Við heimsóttum griðastaði sem UN Women hafa verið að byggja upp í flóttamannabúðunum. Mikilvægt starf sem þarf að vernda og efla í ljósi stöðu kvenna á flótta,“ segir Eliza. „Þetta eru ótrúlega fjölmennar búðir á fremur litlu landsvæði. Áttatíu þúsund Sýrlendingar sem flúið hafa stríð í heimalandinu búa á svæði sem ekki er stærra en Álfta- nesið. Og fólksstraumurinn er slíkur að búðirnar eru orðnar fjórða fjöl- mennasta borg í Jórdaníu,“ segir Eliza. Hún segir fjölmargar mikilvægar ástæður að baki því að UN Women leggja áherslu á griðastaði í búðun- um. Ein af hverjum þremur konum í búðunum hafi verið gift á barnsaldri og njóti þannig minni tækifæra. Þá séu mjög margar kvennanna fyrir- vinna fjölskyldu sinnar eftir missi maka og atvinnutækifærin því miður fá í Zaatari-búðunum. „Konur og börn eru langstærstur hluti íbúa í búðunum. Þær hafa orðið fyrir áföllum og missi og glíma við afleiðingar þess. Þetta Gefur ferilinn ekki upp á bátinn Eliza Reid er á leið í hundrað ára afmæli ömmu sinnar. Hún býr að sterkum kvenfyrirmyndum í fjölskyldu sinni og er umhugað um jafnrétti. FRéttablaðið/StEFÁN Umfangið kom Elizu á óvart, áttatíu þúsund dvelja á svæði sem er ekki stærra en Álftanes. MyNd/UN WoMEN Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is Ég get ekki starfað sem launþegi hjá einka- fyrirtækjum. lesið yfir ársskýrslur og fleira. eliza reid ætlar ekki að gefa feril sinn alfarið upp á bátinn þótt hún sé orðin forsetafrú. „Árið er 2017!“ segir hún. Hún fór nýverið og heim- sótti flóttamanna- búðir í Jórdaníu fyrir hönd UN Women þar sem dvelja 80 þúsund flóttamenn, mest konur og börn. ↣ 1 1 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 L A U G A r D A G U r28 H e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð 1 1 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :1 5 F B 1 2 8 s _ P 1 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 3 1 -7 5 6 4 1 E 3 1 -7 4 2 8 1 E 3 1 -7 2 E C 1 E 3 1 -7 1 B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 1 2 8 s _ 1 0 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.