Fréttablaðið - 11.11.2017, Page 32

Fréttablaðið - 11.11.2017, Page 32
Það hefur komið betur og betur ljós á undan-förnum árum að ítalski skurðlæknirinn Paolo Macchiarini er svika-hrappur. Macchiarini öðlaðist frægð árið 2008 þegar hann græddi nábarka í spænska konu. Hann varð heimsfrægur þremur árum síðar þegar hann græddi plastbarka, þakinn stofnfrumum, í Erítreumanninn Andemariam Beyene. Sá hafði verið við nám hér á landi og var vísað á Paolo af íslenskum læknum. Mál Macchiarinis hafa verið í umræðunni í liðinni viku eftir að rannsóknarnefnd Háskóla Íslands og Landspítalans birti skýrslu í upphafi vikunnar um þátt íslenskra lækna og fræðimanna í aðgerðinni, meðferðinni eftir hana og vísinda- grein um hana í læknatímaritinu The Lancet. Í skýrslunni er meðal annars dregin sú ályktun að íslensk- ir læknar hafi ekki sýnt af sér nægi- lega aðgæslu í samskiptum við hann en einnig er sagt að Macchiarini hafi hreint út sagt reynt að notfæra sér kollega sína. Með hverri skýrslu sem gerð er um mál plastbarkaaðgerða Macc- hiarinis kemur í ljós nýr skandall. Hann hefur orðið uppvís að því að sniðganga siðanefndir, blekkja háskólastofnanir og samlækna sína. Blekkingarnar ná ekki aðeins til starfsframa hans heldur teygja þær sig einnig inn í einkalíf hans. Macchiarini fæddist í Basel í Sviss árið 1958. Hann sótti sér gráður sem læknir og síðar skurðlæknir í lækna- deild háskólans í Pisa. Á ferilskrá hans má finna störf við háskóla og háskólasjúkrahús í Hannover, Barcelona, London og Franche- Comté. Fjölmargir þessara skóla hafa hins vegar dregið í land með Macc- hiarini eftir að mál hans komust í hámæli. Í skýrslum sænskra rannsakenda var meðal annars fjallað sérstaklega um ráðningu Macchiarinis til Kar- olinska. Var þar sagt að aldrei hefði átt að ráða hann þangað. Frá sjúkra- húsum sem hann hafði áður unnið á höfðu borist upplýsingar um hæfni hans sem skurðlæknir. Engum duld- ist að hann var einn sá allra færasti í heiminum þegar að því kom að meðhöndla hnífinn en hins vegar ætti hann til að vera skeytingarlaus gagnvart ráðleggingum samlækna um hvers konar aðgerð eða meðferð væri rétt að framkvæma. Í skýrsl- unum kemur einnig fram að þegar Macchiarini var ráðinn til Karolinska árið 2010 höfðu stjórnendur Kar- olinska háskólans umtalsvert meiri áhuga á að fá hann til starfa heldur en Karolinska sjúkrahúsið. Þetta kemur til að mynda skýrt fram í samskiptum Tómasar Guð- bjartssonar við Macchiarini. Upp- haflega stóð til að vísa Beyene til Karolinska til rannsókna og til að kanna hvers konar aðgerð væri möguleg. Var sérstakur laserskurður nefndur sérstaklega í því samhengi af hálfu Tómasar. Þær tillögur lét Macc- hiarini sem vind um eyrun þjóta og virtist strax verða ákveðinn í að græða eitthvað í sjúklinginn. Fékk hann Tómas meðal annars til þess að breyta texta í til- vísun sinni að því er virðist g a g n g e r t í þeim tilgangi a ð k o m a p l a s t b a r k - anum fyrir. Sagði hann að breytingin væri til þess að koma málinu í gegn hjá siðanefnd en engin slík umsókn var send af stað. Sjálfur segir Tómas að Macchiarini hafi blekkt sig með þessu athæfi sínu. Slíkar sögur eru alls ekkert eins- dæmi. Árið 2016 birtist í bandaríska tímaritinu Vanity Fair viðtal við fyrrverandi unnustu Macchiarinis. Sú heitir Benita Alexander en hún starfaði sem framleiðandi hjá NBC sjónvarpsstöðinni. Árið 2009, eftir nábarkaígræðsluna, vann stöðin að þætti um Macchiarini og störf hans. Við gerð þáttanna felldu þau hugi saman og áttu í sambandi. Í viðtalinu lýsir Benita Alexander rómantískum ferðum um heiminn auk heimsókna til Stokkhólms. Þau voru í fjarsam- bandi, Benita í New York en Paolo í Svíþjóð, í um sex ár. Á jóladag árið 2013 bað skurðlæknirinn Benitu sem svaraði játandi. Brúðkaupið skyldi fara fram á sumarmánuðum ársins 2015. Allt stefndi í að þetta yrði brúðkaup fullt af fyrirmennum. Enginn annar en páfinn átti að gefa þau saman en Macchiarini tjáði henni að hann væri persónulegur læknir páfans. Ekki nóg með að hann sæi um sjálfa vígsluna heldur átti athöfnin og veislan að fara fram í Gandolfo- kastala, persónulegum sumarhíbýl- um páfans. Á gestalistanum yrðu fleiri sem tengdust lækninum vina- böndum. Vladimír Pútin og Barack Obama voru báðir væntanlegir sem og Hillary Clin- ton og Nicolas Sarkozy. „Þetta var rómaður og farsæll skurðlæknir sem við höfðum elt um ver- öldina í tengslum við heimildar- myndina. Sú hugsun, að hann væri að ljúga þessu öllu saman, var í raun súrrealísk. Sagan var of fáránleg til að geta verið lygi,“ sagði Alexander meðal annars við Vanity Fair. Trúlof- uninni var slitið þegar vinur hennar benti henni á að samkvæmt dagskrá páfans væri hann bókaður í ferð um Suður-Ameríku á sjálfan brúðkaups- daginn. Að auki kom í ljós að Paolo Macchiarini var kvæntur og átti tvö börn með eiginkonu sinni. Í umfjöllun Vanity Fair er einn- ig sagt frá því hvernig Macchiarini falsaði stöður á ferilskrá sinni. Þær falsanir urðu meðal annars til þess að hann komst að hjá öðrum sjúkra- húsum og menntastofnunum síðar meir. Þær stofnanir leyfðu full- yrðingunum að standa í einhverja stund þar sem það þótti skaða orð- spor þeirra að hafa fallið fyrir blekk- ingum læknisins. Eftir að upp komst um plastbarka- misferlið var Macchiarini rekinn með skömm frá Karolinska. Hann var kærður fyrir manndráp af gáleysi en það mál fellt niður. Þá hefur hann einnig hlotið kærur fyrir brot á lyfja- lögum og að hafa fengið sjúklinga til að breyta sjúkrasögu sinni í því skyni að fá að skera þá upp. Akademískur og klínískur ferill mannsins, sem eitt sinn þótti líklegur til að hljóta Nóbelinn í læknisfræði, er búinn. Blekkingameistarinn Paolo Macchiarini Macchiarini öðlaðist frægð með því að græða nábarka í sjúklinga. Þessi mynd er úr slíkri aðgerð sem gerð var í Flórens árið 2010. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA HAusT 2010 Macchiarini ráðinn sem gestapró- fessor hjá Karolinska Institutet (KI) og stefnir að því að vinna að stofnfrumurannsóknum. Sam- hliða starfi sínu er hann skurð- læknir á Karolinska sjúkrahúsinu (KS). 2011-2012 Gerir þrjár aðgerðir á sjúkrahús- inu þar sem hann græðir plast- barka hjúpaðan stofnfrumum í sjúklinga. Aðgerðirnar eru gerðar á þeim grundvelli að þær séu neyðarúrræði og sjúklingarnir eigi enga lífsvon án þeirra. Einn þeirra, og sá fyrsti, er Andemariam Beyene. Aðgerðin á honum var gerð í júní 2011. 2012 Einn sjúklinganna deyr aðeins mánuðum eftir að aðgerðin var gerð. Andemariam Beyene lést síðan um 30 mánuðum eftir aðgerð sína. Síðasti sjúklingurinn er á lífi en glímir við margvísleg vandamál vegna hennar. 2013 Samningur KS við Macchiarini er ekki framlengdur. Júní 2014 Belgískur læknir sendir inn tilkynningu vegna mögulegs vísindamisferlis Macchiarinis. Sett er á fót rannsóknarnefnd sem hreinsar hann af öllum ásökunum. Júní-ágúsT 2014 Tvær tilkyningar um vísindalegt misferli eru sendar KS. Talið er að niðurstöðum aðgerðanna hafi verið lýst með ósönnum hætti í vísindagreindum. nóvEMBER 2014 KI skipar Bengt Gerdin, prófessor emiritus við Uppsalaháskóla, til að rannsaka málið. APRíL 2015 Macchiarini birtir andsvar við þeim ásökunum sem hafðar eru uppi gegn honum. MAí 2015 Gerdin skilar skýrslu og niður- stöður staðfesta að um vísinda- legt misferli hafi verið að ræða. ágúsT 2015 KI sendir frá sér yfirlýsingu um að stofnunin sýkni Macchiarini af ásökunum um vísindalegt mis- ferli. Hins vegar hafi rannsóknir hans ekki náð að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til rann- sókna við stofnunina. nóvEMBER 2015 Macchiarini framlengir samning sinn við KI. JAnúAR 2016 Vanity Fair birtir grein þar sem sagt er frá því að Macchiarini hafi falsað ferilskrá sína. KI rannsakar málið. JAnúAR 2016 Heimildarmynd í þremur hlutum sem fjallar um störf Macchiarini er sýnd á SVT. Myndin leiðir í ljós áður óþekkta hluti sem varpa skugga á sögu læknisins. Afsagnir fylgja hjá ýmsum stjórnendum KI. MARs 2016 Samningi KI við Macchiarini sagt upp og hann leystur frá störfum. ágúsT 2016 Kjell Asplund birtir skýrslu sína Fallet Macchiarini. Þar segir að aðgerðirnar hafi falið í sér til- raunir en ekki meðferð. KI og KS hafi sýnt af sér gáleysi. Skýrslan leiðir einnig í ljós að flestar reglur voru hunsaðar í aðdraganda að- gerðanna af hálfu Macchiarini. Atburðarásin Ferill ítalska skurð­ læknisins Paolos Macchiarini innan og utan vinnustaða hans er ævintýrum líkastur. Plastbarka­ misferli hans batt enda á það ævintýri. Macchiarini öðlaðist frægð árið 2008 þegar hann græddi plastbarka, þakinn stofnfrumum í Andemariam Beyene. Hann reyndist svikahrappur. Mynd/EPA. Jóhann Óli Eiðsson johannoli@frettabladid.is 1 1 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 L A U G A r D A G U r32 H e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð 1 1 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :1 5 F B 1 2 8 s _ P 1 1 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 9 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 3 1 -4 D E 4 1 E 3 1 -4 C A 8 1 E 3 1 -4 B 6 C 1 E 3 1 -4 A 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 1 2 8 s _ 1 0 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.