Fréttablaðið - 11.11.2017, Side 38

Fréttablaðið - 11.11.2017, Side 38
Parketveggurinn er eitt af því fyrsta sem fangar athygli gesta þegar þeir koma í heimsókn og allir vilja snerta hann og skoða betur. Þetta þykir óhemju vel lukkað og stenst tímans tönn, því sjö árum síðar er veggurinn síst orðinn leiði­ gjarn. Við erum alltaf jafn ánægð með hann,“ segir Ester sem fékk þá flugu í höfuðið að parketleggja vegg í sumarhúsi sínu í Kjósinni, þar sem fjölskyldan hefur búið síðan 2010. „Þá stækkuðum við sumarhúsið og ákváðum að hafa einn vegg með allt öðru útliti en aðra veggi hússins sem allir eru hvítmálaðir. Árið 2012 hafði ég hvergi séð parket notað sem vegglausn en þá voru góð ráð dýr því á gólfi sumarhússins var fokdýrt, hvíttað eikarparket sem ég tímdi ekki alveg að setja upp á vegg,“ segir Ester sem fór á stúfana í leit að svipað útlítandi parketi en kolféll fyrir þrílitu plastparketi úr Bauhaus. „Parketið er dökkbrúnt, milli­ brúnt og grátt, sem kemur svona ljómandi vel út og tónar einkar vel við gráa litinn í hvíttaða gólfpark­ etinu. Þá passar vel að hafa dökkan vegg með náttúrulegu yfirbragði á bak við hvíta sjónvarpsinnrétt­ inguna.“ Parket á fleiri veggi Það er notaleg stemning í sjón­ varpsholinu hjá Ester. „Kostirnir við parket á vegg eru margir. Í fyrsta lagi gefur það heimilinu fylltan og hlýlegan blæ, auk þess sem sér aldrei á því. Eftir sjö ára líftíma lítur veggurinn nákvæmlega eins út. Þá gefur sjón­ varpsskjánum dýpt að hafa dökka mýkt á bak við sig, og hægt að nota hvaða parket sem er til veggskrauts þar sem ekki er gengið á því,“ segir Ester, sem hefur síðan lagt parket á veggi gestabaðherbergisins og segir parketlögnina einfalda. „Parket á vegg er lagt eins og á gólf nema hvað við skrúfuðum litlar skrúfur í kverkarnar til að veggfesta það. Síðan fer næsta plata ofan á og felur skrúfurnar.“ Ester hélt lengi úti lífsstílssíð­ unni Allt sem gerir hús að heimili og heldur enn úti sama þema, undir sama nafni, á Facebook og Instagram. Þar má sjá gnótt mynda af heimili hennar í Kjósinni. „Það vilja ekki allir búa í bænum, en vilja þó hafa um skamman veg að fara til borgarinnar. Æ fleiri kjósa þennan lífsstíl og algengara en margur heldur hvað margir hafa fært búsetu sína í heilsársbústaði í nærsveitum borgarinnar,“ segir Ester á stórri og fagurri lóð sinni í Eilífsdal, þar sem fjölskyldur búa árið um kring í tíu sumarbústöð­ um í 120 sumarhúsa landi. „Lífið í dalnum er dásamlegt, samfélagið er skemmtilegt og við þekkjumst öll vel. Við erum sannarlega í sveit þótt það sé skottúr í borgina. Yngsta barnið er enn á grunnskólaaldri og með skólasókn í Klébergsskóla, þangað sem er fimmtán mínútna akstur. Maður lærir líka að skipuleggja sig betur og lætur duga að fara í búðina einu sinni í viku,“ segir Ester sem græddi líka enn fleiri samverustundir með stórfjöl­ skyldunni eftir að hún flutti úr Hafnarfirðinum. „Þar bjuggum við í göngufæri við alla fjölskylduna en þrátt fyrir það koma nú miklu fleiri í heim­ sókn til okkar og stoppa líka mun lengur. Það er því miklu meira líf í sveit en borg.“ Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@365.is Ester Inga Óskarsdóttir er fagurkeri sem unir lífi sínu vel í sveit. Dökkur parketveggurinn kemur einstaklega vel út við hvíta sjónvarpsinnrétt- inguna og gefur sjónvarpsskjánum dýpt. MynDIr/Úr EInkasafnI allir vilja snerta vegginn Ester Inga Óskarsdóttir á sér rómantísk heimkynni undir tindrandi stjörnuhimni og norðurljósa- dýrð í Kjósinni. Hún lagði parket á einn vegg í sjónvarpsholinu sem skapar huggulega stemningu. skafti stefánsson hjá Álfaborg í skútuvogi 4 býður mikið úrval gólfefna. MynD/EyÞÓr Viðarparket, harðparket og vínylparket í úrvali frá gólfefnaframleiðandanum Tarkett. „Harðparketið hefur sótt mjög á síðustu árin í vinsældum því gæði og úrval hafa aukist verulega,“ segir skafti. Við bjóðum allar gerðir af parketi frá gólfefnafram­leiðandanum Tarkett. Þar má nefna viðarparket, lakkað með silkimattri og mattri áferð, og eins bjóðum við upp á viðarplanka með olíu/vaxyfirborði. Allt er þetta til í úrvali lita,“ segir Skafti Stefánsson hjá Álfaborg. „Við eigum ávallt mikið til á lager og sérpöntum einnig fyrir við­ skiptavini. Það tekur yfirleitt um það bil 3 vikur að fá sérpantanir til landsins, í hvaða magni sem er. Ef fólk hefur áhuga á að fara af stað í framkvæmdir fyrir hátíðarnar og vill sérpöntun má auðveldlega ná því fyrir jól,“ segir hann. Harðparket í miklum gæðum „Frá þessum sama framleiðanda erum við einnig með hágæða harðparket í nokkrum mismun­ andi gerðum, til dæmis í löngum og breiðum borðum bæði í 8 og 9 millimetra þykkt og allt upp í 12 mm þykkt. Harðparketið er minifasað og undirstrikar þannig útlit plankans. Af harðparketinu eigum við mikið til á lager og í mörgum litum,“ segir Skafti. Harðparketið sé vinsælt inn á íslensk heimili, hótel og gisti­ heimili. „Harðparketið hefur sótt mjög á síðustu árin í vinsældum því gæði og úrval hafa aukist verulega. Það líkist náttúrulegu parketi í útliti og áferð og er á afar hagstæðu verði.“ Vínylparket þolir raka „Við bjóðum einnig upp á vínyl­ parket frá Tarkett sem við eigum á lager í nokkrum litum. Kosturinn við vínylparketið er sá að það er ekki viðkvæmt fyrir raka eða bleytu líkt og viðarparket og harð­ parket en ávallt ætti að hafa sér­ stakan vara þegar leggja á parket á steypt gólf, sérstaklega í nýbygg­ ingum,“ segir Skafti. Hjá Álfaborg fást öll þau fylgiefni sem þarf til að koma parketinu á gólfið, undirlag og listar. „Við eigum sérstaklega vandað undirlag með mikilli hljóðeinangr­ un og einnig sérstakt undirlag fyrir gólfhita með meiri varmaleiðni,“ útskýrir Skafti. Hann segir alla eiga að geta fundið draumagólfefnið á góðu verði í Álfaborg. „Við höfum ávallt kappkostað að bjóða góð verð og búum einnig að sérfróðu starfsfólki með áratuga reynslu sem viðskiptavinir geta leitað ráða hjá.“ allt á gólfið á einum stað Álfaborg er sérhæfð gólfefnavöruverslun sem býður allt á gólfið á einum stað. Í versluninni er að finna fjölbreytt úrval af parketi frá Tarkett. 4 kynnInGarBLaÐ 1 1 . n ÓV E M B E r 2 0 1 7 L AU G A R DAG U RParkET 1 1 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :1 5 F B 1 2 8 s _ P 0 9 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 8 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 3 1 -B F 7 4 1 E 3 1 -B E 3 8 1 E 3 1 -B C F C 1 E 3 1 -B B C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 2 8 s _ 1 0 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.