Fréttablaðið

Ulloq

Fréttablaðið - 11.11.2017, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 11.11.2017, Qupperneq 42
Linda Björk Hilmarsdóttir er gjarnan kennd við heilsu-ræktarstöðina Hress í Hafnar- firði, en hún hefur rekið stöðina í tuttugu og fimm ár og kennir fjórum sinnum í viku. „Ég kenni það sem kallast Warm-fit og eru æfingar sem mér finnst virka mjög vel og láta mér líða vel. Þetta er sambland af æfingum til að styrkja og liðka líkamann og æfa um leið jafnvægið. Svo er endað á slökun með köldum ilmkjarnabakstri,“ segir Linda Björk brosandi. Reykt á kaffistofunni Frá því að hún hóf að starfa innan heilsuræktargeirans hefur margt breyst. „Þegar ég byrjaði að vinna í Hress á sínum tíma voru t.d. reykingar leyfðar í starfsmannaað- stöðunni. Þjálfararnir reyktu að vísu ekki en afgreiðslufólkið fékk sér gjarnan smók. Það var ekki opnað fyrr en klukkan níu á morgnana og það var lokað í einn mánuð á sumrin. Núna hvarflar ekki að nokkrum manni að reykja, hvað þá inni á líkamsræktarstöð. Vinsælustu tímarnir hjá okkur eru eldsnemma á morgnana en við opnum klukkan fimm og höfum opið til tíu á kvöldin. Fólk er í miklu fjölbreyttari þjálfun en áður, það hjólar og er í jóga, eða lyftir og fer út að hlaupa. Mér finnst fólk almennt miklu með- vitaðra um heilsuna en áður,“ segir Linda Björk og bætir við að það sé ánægjulegt hversu margir við- skiptavinir hafi haldið tryggð við stöðina síðustu þrjátíu árin. „Margir hafa verið með okkur allan þennan tíma, enda eru þeir í hörkuformi,“ segir hún og hlær. „Við teljum okkur líka vera vinalega og persónulega stöð og húsvörðurinn er einn mikilvægasti starfsmaðurinn því hann sér um að halda öllu vel við. Við förum vel með og nýtum alla hluti vel.“ Hressleikar hápunktur ársins Einn hápunktur í starfsemi Hress eru svokallaðir Hressleikar en þeir voru haldnir í tíunda sinn nú á dögunum. Markmiðið með þeim er að safna fé og styrkja fjölskyldu í Hafnarfirði sem gengur í gegnum erfiðleika. „Kveikjan að Hressleikunum var sú að okkur langaði til að gera eitt- hvað jákvætt og skemmtilegt þegar nýbúið var að blessa Ísland. Allir voru svo daprir og leiðir og í raun í sjokki, bæði viðskiptavinir og starfsfólk Hress, sem ákvað að tala ekki um kreppuna að fyrra bragði. Okkur langaði jafnframt að takast á við einhverja áskorun og í kjölfarið voru fyrstu Hressleikarnir haldnir. Þeir tókust svo vel að árið eftir var ákveðið að endurtaka leikinn og safna um leið peningum fyrir fjöl- skyldu í okkar heimabæ, Hafnar- firði,“ upplýsir Linda Björk. „Við lítum á þessa söfnun sem skyndi- hjálp fyrir viðkomandi þegar verst lætur. Við fáum ábendingar um hvern ætti að styrkja og höfum alltaf hitt á dásamlegt fólk. Í ár söfnuðum við hátt á þriðju milljón fyrir Steinvöru Þorleifsdóttur og dætur hennar tvær, Kristínu Jónu og Þórhildi. Eiginmaður hennar, Kristjón Jónsson, lést úr sjaldgæfu krabbameini í fyrra og hún sjálf greindist með ólæknandi krabba- mein fyrr á þessu ári,“ segir Linda Björk og bendir á að enn sé hægt að leggja inn á reikning Hressleikanna til styrktar fjölskyldunni. „Allir þjálfarar og annað starfs- fólk gefur vinnuna sína þennan dag, en Hressleikarnir krefjast heil- mikils undirbúnings og skipulagn- ingar. Um þrjú hundruð manns skrá sig til leiks og skráningargjald- ið rennur óskipt í söfnunina, auk þess sem fyrirtæki á höfuðborgar- svæðinu leggja sitt af mörkum. Fyrir það erum við mjög þakklát. Við höfum fengið ótrúlega góð við- brögð við Hressleikunum og erum þegar farin að skipuleggja leikana á næsta ári,“ segir Linda Björk. Styrktarsjóður Hressleikanna: Reikningur: 0135-05-71304. Kenni- tala: 540497-2149. Sigríður Inga Sigurðardóttir sigriduringa@365.is Okkur langaði að takast á við ein- hverja áskorun og í kjölfarið voru fyrstu Hressleikarnir haldnir. Heilsurækt til góðra verka „Þegar ég byrjaði að vinna í Hress á sínum tíma voru reykingar leyfðar í starfsmannaaðstöðunni. Núna hvarflar ekki að neinum að reykja,“ segir Linda Björk. MYND/STEFÁN Í ár söfnuðum við hátt á þriðju millj- ón fyrir Steinvöru Þor- leifsdóttur og dætur hennar tvær. Eiginmaður hennar lést úr sjaldgæfu krabbameini í fyrra og hún sjálf greindist með ólæknandi krabbamein fyrr á þessu ári. Linda Björk Hilmarsdóttir Linda Björk Hilm- arsdóttir hefur unnið við að koma fólki í gott form í þrjátíu ár og er hvergi nærri hætt. Hún segir fólk meðvitaðra um heilsuna nú en áður og æfing- ar fjölbreyttari. Krydd fyrir VEGAN matreiðsluFiesta de Mexico hentar frábærlega á allt grænmeti. Arabískar nætur er sjö kryddablandan ættuð frá Líbanon í grænmetisrétti Reykt paprika bítur aðeins en er góð í marga grænmetisrétti. Eðalsteik og grillblandan er góð fyrir tofusteikina. Fiskikrydd er gott í grænmetis-súpur- og rétti. Lamb Islandia er frábært á alla kartöflurétti og á kjúklingabaunarétti. Kryddin frá okkur eru ómissandi í eldhúsið hjá ykkur Benda skal á að öll stök krydd henta í VEGAN matreiðslu s.s. origano, basilikum, steinselja og fleiri. Töfrakryddið og Ítalskt panini henta ekki í VEGAN matreiðslu því þau innihalda ostaduft. 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 1 . N Óv E M B E R 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R 1 1 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :1 5 F B 1 2 8 s _ P 0 9 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 3 1 -C E 4 4 1 E 3 1 -C D 0 8 1 E 3 1 -C B C C 1 E 3 1 -C A 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 1 2 8 s _ 1 0 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.