Fréttablaðið - 11.11.2017, Síða 112

Fréttablaðið - 11.11.2017, Síða 112
Þeir Eggert Pálsson, Pétur Grétarsson, Snorri Sig-fús Birgisson og Steef van Oosterhout skipa slagverkshópinn Bendu sem ætlar að brillera í Norræna húsinu á morgun og hefja leik klukkan 15.15. „Við  munum flytja verk eftir John Cage. Höfum gert það áður og fáum aldrei of mikið af því.  Cage á líka marga fleiri aðdáendur,“ segir Snorri Sig- fús.  „Hann var svo langt á undan sínum samtíma að slagverksmúsík- inni hans frá því fyrir miðja 20. öld- ina hefur stundum verið lýst sem undanfara tónlistar hippatímans. Kannski var það frekar lífsstíll lista- fólksins sem átt er við. Hvernig svo sem það var er músíkin hans stöðug áminning um að viðhalda hvers- dagslegri leikgleði.“ Sjálfur á Snorri Sigfús líka verk á dagskrá hópsins á morgun. Það eru annars vegar tveir kaflar úr tónverk- inu Caputkonsert nr. 2 sem hann samdi árið 2002 og tileinkaði félög- um slagverkshópsins Bendu – sem þá voru hinir þrír í bandinu. Hins vegar Fimm kvæði.  „Fimm kvæði  eru þjóðlagaútsetningar,“ útskýrir Snorri. „Það verk er byggt á lögum sem sungin hafa verið við kvæðin fimm, Stúlkurnar ganga sunnan með sjá, Ása gekk um stræti, Katrínarkvæði, Státsmey sat í sorgum og Eg veit eina baugalínu.“ Hann kveðst hafa  tileinkað Pétri Grétarssyni slagverksleikara þetta verk og þeir hafi frumflutt það saman í Listasafni Sigurjóns Ólafs- sonar í ágúst 2009. „Sum lögin eru prentuð í Þjóðlagasafni Bjarna Þor- steinssonar en önnur eru varðveitt í hljóðritasafni Árnastofnunar og eru aðgengileg á netinu.“ Miðasala er við innganginn í Nor- ræna húsið. Verðið er 2.000 krónur en 1.000 krónur fyrir eldri borgara, öryrkja og námsmenn. Áminning um að viðhalda hversdagslegri leikgleði Basl í hnasli – Benda við stofuhita er frumleg yfirskrift tónleika slagverkshópsins Bendu í Norræna húsinu á morgun, 12. nóvember. Þeir falla undir 15:15 tónleikasyrpu hússins. Hér eru strákarnir í Bendu, Snorri Sigfús, Eggert, Pétur og Steef van Oosterhout á brunandi siglingu. Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur Umsóknir fyrir jólaaðstoð verða dagana 13. 20. og 27. nóvember á milli kl 12 og 14 í Hátúni 12b. Sýna þarf skattframtal 2017. Velferðarráðuneytið hefur samið við Landssamtökin Þroskahjálp um að hafa umsjón með því að fyrrverandi vistmönnum á Kópavogshæli og aðstandendum þeirra verði boðin sálfræðiþjónusta. Aðstoðin er veitt þeim að kostnaðarlausu og getur numið allt að 8 samtölum við sálfræðing. Samið hefur verið við Andrés Ragnarsson og Jóhann Thoroddsen hjá Sálfræðingum Höfðabakka um að annast þjónustuna en óski fólk eftir því að nota aðra sálfræðinga er það einnig heimilt. Landssamtökin Þroskahjálp hvetja alla þá sem dvöldu á Kópavogshæli og aðstandendur þeirra að notfæra sér þá aðstoð sem þeim stendur til boða. Viðkomandi geta haft samband við Sálfræðinga Höfða- bakka með því að hringja í 527-7600 eða senda póst á ritarar@shb9.is og láta vita af því að beiðnin sé í gegnum Landssamtökin Þroskahjálp eða haft samband við Landssamtökin Þroskahjálp í síma 588-9390, tölvupóstur fridrik@throskahjalp.is. Jo hn P ed en © 2 01 5 KVÖLDSTUND MEÐ PAT METHENY ANTIO SANCHEZ · LINDA MAY HAN OH · GWILYM SIMCOCK 17. NÓVEMBER í ELDBORG MIÐASALA TIX.IS, HARPA.IS OG Í SÍMA 528 5050 Bækur Myrkrið veit HHHHH Arnaldur Indriðason Vaka Helgafell 283 bls Kápa: Halla Sigga Prentuð í Odda Það er hreinn óþarfi að ræða Arnald Indriðason, velgengni hans sem rit- höfundar bæði hérlendis og um allan heim, áhrif hans á bókmennta- sögu Íslands þar sem bækur hans ruddu íslensku glæpasögunni leið til vegs og virðingar og öllum höf- undum sem komu í kjölfarið og hafa síðan slegið í gegn um allan heim. Mýrin var sprengja inn í íslenskan bókmenntaveruleika og Grafarþögn tókst að vera ekki síður áhrifamikil og þannig tryggði endurtekningin að eitthvað var orðið til. Núna er nóg að segja: Ertu búin að lesa Arnald? Og allir vita hvað við er átt. Myrkrið veit er tuttugasta og fyrsta bók Arnaldar á um það bil jafnmörgum árum og hér er nýr lögreglumaður á ferð, Konráð, sem er kominn hátt á áttræðisaldur og hættur í löggunni. Þegar þrjátíu ára gamalt sakamál skýtur upp koll- inum í formi líks sem finnst heillegt enda frosið í Langjökli er hann kall- aður til starfa að nýju, reyndar ekki af lögreglunni heldur ættingja ungs manns sem lést í bílslysi. Konráð kannar málið, fylgir vísbendingum, leitar lausna og finnur að lokum eins og sannri glæpasagnahetju sæmir þó lausnin skilji kannski eftir sig óbragð í munni. Arnaldur gerir aukapersónum sögunnar hátt undir höfði eins og endranær, allar fá þær nafn, starfs- vettvang, bakgrunn og persónuein- kenni, jafnvel kæki. Þrátt fyrir þetta er erfitt að henda reiður á þeim öllum og stundum er eins og lesand- inn sé að horfa á þátt af Bílastæða- vörðunum: vissu Linda og Eygló af samskiptum Friðgeirs og Helenar? Hver átti peningana sem Bárður og Gunni fundu í bílnum? (nöfn og per- sónur uppdiktaðar til að spilla ekki lestrargleði neins). Löggan Konráð er kominn á eftir- laun og í sjálfu sér er skemmtileg- ast að lesa um hans lífshlaup sem er rakið meðfram sakamálunum tveimur. Það er þó ekkert sérstak- lega rishátt eða fjölbreytilegt en lýs- ingarnar á því hvernig allar vörður í tímans nið hafa horfið og engu máli skiptir hvort er laugardagur þegar ekkert ytra áreiti rammar tímann inn eru vel skrifaðar af næmni. Lýsingarnar á Reykjavík sem var, eru líka skemmtilegar eins og endranær hjá Arnaldi, hvort sem um ræðir Skuggahverfið á sjötta áratugnum eða Öskjuhlíðina í upp- hafi þess níunda. Glæpurinn sjálfur, fórnarlömb og fremjendur eru hins- vegar ekkert sérstaklega grípandi en það gerir ekkert til, því eins og títt er í bókum Arnaldar er persónu- leiki rannsakandans í forgrunni frekar en þess sem er rannsakaður og í þessu tilfelli er hvorki samúð né beint áhugi á fórnarlömbunum eða örlögum þeirra fyrir hendi. Í stuttu máli má segja að þetta sé frekar dæmigerður Arnaldur. Þeir sem lesa bækur hans af því sjálfs- mynd þeirra byggir að einhverju leyti á því að þeir vita að þeim finnst þær skemmtilegar eiga eftir að njóta þessarar bókar. Við hin, sem fengum einhverskonar hug- ljómun yfir Dauðarósum, Mýrinni og Grafarþögn og langar í svoleiðis upplifun aftur, finnum hana ekki hér. Sem dregur ekkert úr því að hér er ágætisarnaldur á ferð. Brynhildur Björnsdóttir NIðurstAðA: Frekar hefðbundin en ágæt glæpasaga sem sver sig í höfundar- verkið án þess að valda straumhvörfum. Ágætisarnaldur 1 1 . N ó v e M B e r 2 0 1 7 L A u G A r D A G u r52 M e N N I N G ∙ F r É t t A B L A ð I ð 1 1 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :1 5 F B 1 2 8 s _ P 1 1 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 9 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 3 1 -4 D E 4 1 E 3 1 -4 C A 8 1 E 3 1 -4 B 6 C 1 E 3 1 -4 A 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 1 2 8 s _ 1 0 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.