Fregnir - 01.10.2009, Page 5

Fregnir - 01.10.2009, Page 5
FREGNIR. Fréttabréf Upplýsingar - Félag bókasafns- og upplýsingafræða 34. árg. - 2. tbl. 2009  þetta kvöld og ákveðið að huga að samskonar uppákomu næsta vetur. Á degi íslenskrar tungu voru börn úr Þjórsárskóla með upplestur, söng og stutta leikþætti á verkum Steins Steinars. Fundaraðstaða Miðsvæðis í húsinu er góð aðstaða eða salur fyrir litlar samkomur. Eldri borgarar í Skeiða-og Gnúpverjahreppi hafa komið saman í húsinu á föstudögum í vetur. Eru þeir því komnir með fast aðsetur með fundi sína og geta verið þar með fjölbreytta starfsemi. Frá því í febrúar hafa konur úr báðum hreppum komið saman á fimmtudagskvöldum í salnum í bókasafninu. Þar hafa þær verið að prjóna, hekla og gimba. Hafa þær verið duglegar að deila með sér kunnáttu sinni og kennt hver annarri handverkin. Í vetur hefur fólki gefst tækifæri til að vera með sýningar á verkum sínum í bókasafninu. Hafa verið sýningar á hinum ýmsu handverkum í skápum og einnig málverkasýning. Þess má geta að í vetur hefur verið tónlistarkennsla í salnum, þá kemur kennari einu sinni í viku frá Selfossi og eru nokkur börn úr hreppnum í tónlistarnámi. Barnastarf Þar sem bókasafnið er staðsett við hlið leikskólans þá var fljótlega farið að huga að heimsóknum barnanna í safnið. Börnin koma í sögubíó og eru þá lesnar bækur og horfa þau á myndirnar úr bókinni á tölvu. Á Alþjóðlega bangsadeginum komu börnin með bangsana sína í heimsókn og hlustuðu á sögu um Bangsímon. Keyptir voru tveir bókasafnabangsar og ákveðið að annar bangsinn yrði á bókasafninu, feimni bangsinn hann Björn, en hinn fengi að fara á leikskólann og kynnast börnunum. Leikskólabangsinn hefur fengið nafnið Bangsímon, honum fylgir skólataska með pennaveski og dagbók. Er Bangsímon farinn að fara heim með börnunum, hann kemur svo reglulega með börnunum í heimsókn á safnið og segir frá þeim ævintýrum sem hann hefur lent í. Hefur þetta gert mikla lukku meðal barnanna. Safnkennsla Sú nýjung hefur verið í vetur að bjóða upp á skólasafnskennslu þó ekki sé búið að tengja nema brot af safnkosti. Hafa börn úr 3. - 6. bekk Þjórsárskóla verið við safnkennslu einu sinni í viku. Þá hafa þau getað tekið bækur til lestrar og eru þau mjög áhugasöm og ánægð með að fá að koma á safnið. Tóku þau þátt í vali á Bókaverðlaunum barnanna 2009, og er það í stefnu safnsins að þau taki virkan þátt á næstu árum. Gott samstarf við Bókasafn Árborgar á Selfossi og önnur söfn á Suðurlandi er góður styrkur fyrir lítið safn eins og Lestrarfélag Skeiða- og Gnúpverjahrepps sem hefur aðeins einn starfsmann. Það er mikilvægt að geta leitað ráða hjá stóru safni. Þorbjörg Hj. Halldórsdóttir forstöðumaður

x

Fregnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.