Fréttablaðið - 16.11.2017, Blaðsíða 6
7 ára ábyrgð á öllum
nýjum Kia bílum
www.kia.com
Tveir sem vekja aðdáun — hvor hentar þér betur?
Þjóðkirkjan Kirkjusóknir á land-
inu voru reknar með rúmlega 400
milljóna króna hagnaði á síðasta
ári. Sóknargjöld kirkjusókna var um
tveir milljarðar króna en aðrar tekjur
um 900 milljónir króna. Hrein eign
kirkjusókna landsins var í árslok um
30 milljarðar íslenskra króna.
Ríkissjóður greiðir sóknum lands-
ins sóknargjöld, sem er ákveðin fjár-
hæð á mánuði vegna hvers einstakl-
ings innan kirkjunnar. Gjald þetta var
á árinu 2016 rúmlega tveir milljarðar
króna. Sóknum landsins ber að skila
rekstraryfirliti til ríkisendurskoðunar
á ári hverju. Af þeim 267 sóknum
hafði Ríkisendurskoðun fengið til sín
234 ársreikninga til skoðunar.
Helgi Hrafn Gunnarsson, þing-
maður Pírata á þessu kjörtímabili,
þykir ársreikningar þessara sókna
um margt áhugverðir og þá einkum
sérstakar sóknir. „Við fyrstu sýn er
mjög áhugavert að skoða Hallgríms-
kirkjusókn þar sem hún skilar átta-
tíu milljóna króna hagnaði. Sóknin
fær um 33 milljónir í sóknargjöld úr
ríkissjóði en aðrar tekjur kirkjunnar
nema um 270 milljónum króna.
Hver er þörfin í því tilfelli til að veita
þessari sókn sóknargjöld?“ spyr
Helgi Hrafn. „Þó við myndum taka
sóknargjöldin alfarið frá kirkjunni
væri kirkjan samt sem áður rekin
með fimmtíu milljóna króna hagn-
aði,“ bætir Helgi Hrafn við.
Fréttablaðið sagði frá því í byrjun
árs að Þjóðkirkjan teldi sig hlunn-
farna af ríkinu. Íhugaði biskup
því alvarlega að stefna ríkinu fyrir
vangoldin sóknargjöld. Taldi þjóð-
kirkjan ríkið seilast ofan í vasa kirkj-
unnar af mikilli hörku. Hundruð
milljóna vantaði í sóknargjöld að
mati kirkjuráðs þar sem innheimt
sóknargjöld af sóknarbörnum skil-
uðu sér ekki að fullu til ríkis.
Félögum í hinni íslensku þjóð-
kirkju hefur stöðugt fækkað á þess-
ari öld og er svo komið að færri en
sjö af hverjum tíu Íslendingum eru
meðlimir í kirkjunni.-sa
Kirkjusóknir reknar með miklum hagnaði
Hallgrímskirkja skilaði 80 milljóna
króna hagnaði í fyrra.
Dómsmál „Sem skiptastjóri kærði
ég Skúla og tvo samstarfsmenn hans
fyrir skilasvik, ranga skýrslugjöf og
skjalabrot og það er gersamlega frá-
leitt að tala um útbreiðslu rangra
sakargifta þegar fyrir liggur að hér-
aðssaksóknari vísar ekki frá kærum
þrotabúsins heldur hefur ákveðið
að setja sakamálarannsókn af stað,“
segir Sveinn Andri Sveinsson hæsta-
réttarlögmaður, sem Skúli Gunnar
Sigfússon og fleiri menn hafa kært
til héraðssaksóknara fyrir ólögmæt-
ar þvinganir og rangar sakargiftir,
vegna háttsemi hans sem skipta-
stjóri þrotabús félagsins EK1923.
„Ef ég vissi ekki að lítið fer fyrir
skopskyninu hjá viðkomandi
myndi ég halda að þetta væri grín.
Það er spurning hvort ég bæti við
kæru á hendur þessum aðilum fyrir
rangar sakargiftir,“ segir Sveinn
Andri, sem kom af fjöllum þegar
blaðamaður hafði samband til að
inna hann eftir viðbrögðum við
kærum þeirra Skúla og félaga á
hendur honum.
Í kærunni er því meðal annars
beint til héraðssaksóknara að hann
taki til rannsóknar hvort skipta-
stjóri hafi gert tilraun til að kúga fé
af kærendum með hótun um kæru
sem byggist á röngum sakargiftum
en háttsemi hans renni stoðum
undir að annarleg sjónarmið og per-
sónulegir hagsmunir hans ráði för
fremur en hagsmunir þrotabúsins.
Sveinn Andri segir það mikinn
misskilning að kærurnar hafi verið
lagðar fram til að þvinga fram
greiðslur eins og byggt er á í kær-
unni og úrskurðarnefnd Lögmanna-
félagsins féllst á með kærendum í
úrskurði frá 9. október síðastliðinn.
„Þessu er einmitt öfugt farið því ég
vakti athygli Skúla og hinna á því að
ég teldi þarna hafa verið brotið gegn
ákvæðum laga og gaf mönnum kost
á því að vinda ofan af því sem ég
taldi vera auðgunarbrot en það var
ekki gert.“ Sveinn lætur þess getið,
eins og kemur fram í kæru Skúla og
félaga, að þegar mál þetta var tekið
fyrir í héraðsdómi fyrir nokkru, hafi
héraðsdómari talið að hann
hefði átt að tilkynna hin meintu
brot strax. „Lögmaður þeirra kvart-
aði undan því við héraðsdómara að
ég hefði ekki kært strax í staðinn
fyrir að gefa þeim kost á fresti og
vera almennilegur,“ segir Sveinn
Andri.
Samkvæmt 84. gr. gjaldþrotalaga
er skiptastjóra uppálagt að tilkynna
grun um refsivert athæfi til héraðs-
saksóknara. Í málinu er meðal ann-
ars um það deilt hvort skiptastjóri
hafi rétt á, í stað tilkynningar, að
ráðast sjálfur í rannsókn og kæra
svo á grundvelli hennar. Í öðru
lagi hvort heimilt sé með vísan til
hinnar fortakslausu tilkynningar-
skyldu að sleppa mönnum við til-
kynningu til saksóknara, inni menn
umkrafðar greiðslur af hendi.
„Málið er að skilin eru mjög óljós
á milli gerninga sem hægt er að
rifta í einkamáli og refsiverðra skila-
svika,“ segir Sveinn Andri aðspurður
um túlkun 84. gr. og bendir á að það
varði aðallega huglæga afstöðu
manna og ásetning. „Ég hef hins
vegar leitt að því óyggjandi rök
að þarna væru menn fullkomlega
grandsamir um að gerningar þeirra
væru riftanlegir.“
adalheidur@frettabladid.is
Ásökunum Skúla vísað á bug
Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður segir ávirðingar Skúla og viðskiptafélaga hans fráleitar. Vildi
vera almennilegur og gefa Skúla og hinum kost á að vinda ofan af gerningum sem hann taldi auðgunarbrot.
Skúli í Subway telur að annanarleg sjónarmið ráði hjá Sveini. Fréttablaðið/GVa
Sveinn andri
Sveinsson
Ef ég vissi ekki að
lítið fer fyrir skop
skyninu hjá viðkomandi
myndi ég halda að þetta væri
grín. Það er spurning hvort
ég bæti við kæru á hendur
þessum aðilum fyrir rangar
sakargiftir.
Sveinn Andri Sveinsson
hæstaréttarlögmaður. Þjóðkirkjan Lögreglan á höfuð-
borgarsvæðinu mun ekki upplýsa
um hvort farið verði í frumkvæðis-
rannsókn á meintum kynferðisbrot-
um sr. Ólafs Jóhannssonar, sóknar-
prests í Grensáskirkju, á hendur
fimm konum. Konurnar fimm hafa
kært Ólaf til úrskurðarnefndar þjóð-
kirkjunnar um meðferð kynferðis-
brota en nefndin fer almennt með
rannsóknarvald í slíkum málum,
nema annars sé óskað af þolendum.
Lögreglunni er hins vegar heimilt að
taka málin upp á eigin spýtur.
„Það er skylda lögreglu, sam-
kvæmt lögum um meðferð saka-
mála, að bregðast við kærum ef
þær koma fram, eða ef við fáum
upplýsingar um meinta refsiverða
háttsemi. Kæra þarf ekki að koma
til til þess að hafin sé rannsókn hjá
lögreglu – það er hið almenna,“ segir
Grímur Grímsson, yfirmaður mið-
lægrar rannsóknardeildar lögreglu.
Sr. Ólafur var sendur í leyfi eftir
ásakanir um kynferðislega áreitni.
Konurnar tengjast kirkjunni nánum
böndum og störfuðu fyrir kirkjuna
þegar meint brot voru framin.
Þær rituðu Agnesi M. Sigurðar-
dóttur, biskupi Íslands, bréf þar
sem þær segjast bera fullt traust til
úrskurðarnefndar kirkjunnar, og las
Agnes upp úr bréfinu á kirkjuþingi
á mánudag. Ólafur hefur neitað sök
í málinu. – sks
Lögreglu
heimilt að
bregðast við
Grensáskirkja. Fréttablaðið/GVa
1 6 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 F i m m T U D a G U r6 F r é T T i r ∙ F r é T T a b l a ð i ð
1
6
-1
1
-2
0
1
7
0
5
:4
6
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
3
B
-7
3
0
4
1
E
3
B
-7
1
C
8
1
E
3
B
-7
0
8
C
1
E
3
B
-6
F
5
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
7
2
s
_
1
5
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K