Fréttablaðið - 16.11.2017, Síða 16

Fréttablaðið - 16.11.2017, Síða 16
markaðurinn 180 170 160 150 140 130 120 110 100 90 180 170 160 150 140 130 120 110 100 90 VísitalaVísitala 2001–2007 2012–2017 n Húsnæðisverð n Atvinnutekjur n Útlán til heimila 1 2 3 4 5 6 7 1 2 3 4 5 6 7 Ólíkar húsnæðisverðsuppsveiflur Heimild: Peningamál Seðlabankans 2017/4. 949 kr.pk. 17 sortir smákökudeig, 500 g Premium fer þér vel Nýtt Mastercard kreditkort sem veitir aukin fríðindi, betri vildarkjör og meiri þægindi Kynntu þér fríðindin og sæktu um kortið á kreditkort.is Hagvöxtur mun helmingast á þessu ári og verða 3,7 prósent samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Seðlabankans en í spá bankans aðeins þremur mánuðum áður var gert ráð fyrir að vöxturinn yrði 5,2 prósent. Á síðasta ári mældist hagvöxtur á Íslandi 7,4 prósent, sem var mesti vöxtur frá 2007, en nú er útlit fyrir að hann dragist nokkuð hratt saman vegna aukins innflutnings og hægari vaxt- ar útflutnings. Þar ræður mestu að lengri tíma hefur tekið fyrir sjávar- útvegsfyrirtæki að vinna upp fram- leiðslutap eftir verkfall sjómanna í ársbyrjun og þá hefur dregið hraðar úr vexti þjónustuútflutnings en áætlað var í síðustu spá bankans. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýjasta hefti Peningamála Seðlabanka Íslands sem kom út í gær samhliða því að peninga- stefnunefnd bankans tilkynnti að vextir yrðu áfram 4,25 pró- sent. Ákvörðunin var í samræmi við allar birtar spár greinenda en í yfirlýsingu nefndarinnar segir að vísbendingar séu um að „spennan í þjóðarbúskapnum kunni að hafa náð hámarki“. Nefndin bendir á að dregið hafi úr verðhækkunum á húsnæðismarkaði sem aftur muni stuðla að minni verðbólgu haldi sú þróun áfram en á móti fjara áhrif sterks gengis krónunnar. Verðbólga mælist nú 1,9 prósent og hefur verið undir markmiði Seðlabankans sam- fellt í tæp fjögur ár. Þótt ákvörðun peningastefnu- nefndarinnar um að halda vöxt- um óbreyttum hafi verið við- búin þá hækkaði ávöxtunarkrafa nokkuð á skuldabréfamarkaði í viðskiptum í gær sem má líklega rekja til þess að miðað við tóninn í yfirlýsingu nefndarinnar telji fjárfestar líkur á að vextir muni lækka minna – og hægar – en áður var búist við. Þá kom einnig fram í máli Más Guðmundssonar seðla- bankastjóra að ekki stæði til að gera breytingar alveg á næstunni á innflæðishöftum Seðlabankans en samkvæmt núgildandi reglum þurfa erlendir aðilar sem ætla að fjár- festa í skuldabréfum hér á landi að binda 40 prósent af fjárfestingunni á vaxtalausum reikningum í eitt ár. Mjög hefur dregið úr innflæði fjár- magns í ríkisskuldabréf frá því að sú bindiskylda var innleidd sumarið 2016. Gaf Már til kynna að ekki yrðu gerðar breytingar á bindiskyld- unni fyrr en afleiðuviðskipti með krónuna hafa verið heimiluð og búið verður að losa að fullu um fjármagnshöftin. Unnið sé að endurskoðun á tæknilegum grunni bindiskyldunnar í Seðlabankanum og tillögum að breytingum á lögum sem varða beitingu hennar. Greiningardeild Arion banka bendir á að það sem veki hvað mesta athygli í uppfærðri þjóðhags- spá sé að Seðlabankinn telji núna að sá mikli viðskiptaafgangur sem hefur verið undanfarin ár fari hratt minnkandi – hann verður fjögur prósent í ár í stað tæpra sex pró- senta sem fyrri spá gerði ráð fyrir – og verði orðinn 2,5 prósent af lands- framleiðslu eftir tvö ár. Þrátt fyrir þessa þróun þá telur Seðlabankinn engu að síður að svigrúm sé fyrir gengisstyrkingu á komandi árum. hordur@frettabladid.is Hægist hratt á hagvexti í ár vegna minni útflutnings Már gaf til kynna að ekki yrðu breytingar alveg á næstunni á innflæðishöftum bankans. FréttAblAðið/Anton Snörp leiðrétting hús- næðisverðs ólíkleg Frá 2012 hefur raunverð húsnæð- is hækkað um nærri 50 prósent, sem er svipuð hækkun og varð á árunum 2003 til 2007, en hins vegar er „grundvöllur hækkunar- innar nú allt annar en þá“, eins og það er orðað í Peningamálum Seðlabankans. Nú sé húsnæðis- verð að hækka samhliða mikilli hækkun ráðstöfunartekna og á sama tíma er skuldsetning heimila ekki að vaxa hratt líkt og einkenndi síðustu uppsveiflu á húsnæðismarkaði. Þannig telur bankinn að snörp leiðrétting hús- næðisverðs sé ólíklega. Ólíkt fyrri uppsveiflu, þar sem ráðstöfunartekjur jukust vegna ósjálfbærrar hækkunar innlendra tekna sem voru fjármagnaðar með erlendu lánsfé, þá er tekju- auki heimila nú knúinn áfram af utanaðkomandi búhnykkjum, einkum bættum viðskiptakjörum. Bankinn segir að samspil hús- næðisverðs, ráðstöfunartekna og lántöku til húsnæðiskaupa muni leika lykilhlutverk í þróun húsnæðisverðs. Erfitt sé að sjá það hækka með sama hraða og á þessu ári nema skuldir aukist verulega. Án frekari búhnykkja er því líklegast að áfram hægi á hækkun íbúðaverðs og markaður- inn leiti jafnvægis. Hagvöxtur helmingast frá fyrra ári og verður 3,7 prósent í ár. Viðskipta- afgangur dregst mjög saman á komandi árum. Ekki er von á breyting- um á innflæðishöftum á næstunni. Leiðrétting á íbúðaverði ólíkleg. Greiðslukortafyrirtækið Valitor greiddi tæplega 1.450 milljónir króna fyrir bresku greiðslumiðlunarfyrir- tækin Chip & PIN Solutions og IPS Ltd. en tilkynnt var um kaup Valitor á félögunum með skömmu millibili fyrr á árinu. Greint er frá kaupverðinu í árs- hlutareikningi Arion banka, sem er eigandi alls hlutafjár í Valitor, sem var birtur í fyrradag. Þar segir að ekki sé búið að ganga frá greiðslu alls kaupverðsins en það verði gert í síðasta lagi á fyrri helmingi næsta árs. Fram kom í tilkynningu Valitor í byrjun júlí síðastliðnum, vegna kaupanna á Chip & PIN Solutions, að kaupin myndu breikka til muna þann viðskiptavinahóp Valitor í Bret- landi sem fyrirtækið þjónar milliliða- laust. Viðar Þorkelsson, forstjóri Val- itor, sagði kaupin „strategískt mjög þýðingarmikil fyrir Valitor“ en með þeim bættust sjö þúsund fyrirtæki í viðskiptavinahóp félagsins. Hagnaður Valitor í fyrra nam sam- tals 271 milljón króna og var heildar- velta félagsins rúmlega 14,2 millj- arðar. Greint var frá því í vikunni að tuttugu starfsmenn Valitor á Íslandi myndu missa vinnunna vegna skipu- lags- og hagræðingaraðgerða. Ellefu störf myndu færast frá Íslandi til Bret- lands en Viðar sagði ástæðuna fyrir þessum aðgerðum vera versnandi rekstrarumhverfi á Íslandi. Fyrir- tækið sé með stærstan hluta tekna sinna í erlendri mynt en á sama tíma hafi krónan verið í sögulegu hámarki og þá spili inn í innlendar kostnaðar- hækkanir. – hæ Greiddi 1.450 milljónir fyrir bresk fyrirtæki 1 6 . n Ó v e m b e r 2 0 1 7 F I m m T U D A G U r16 F r é T T I r ∙ F r é T T A b L A ð I ð 1 6 -1 1 -2 0 1 7 0 5 :4 6 F B 0 7 2 s _ P 0 6 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 3 B -6 E 1 4 1 E 3 B -6 C D 8 1 E 3 B -6 B 9 C 1 E 3 B -6 A 6 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 7 2 s _ 1 5 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.