Fréttablaðið - 16.11.2017, Síða 18
Frá degi til dags
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kjartan Hreinn Njálssson kjaranh@frettabladid.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili
á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105
reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is
menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Halldór
Kjartan Hreinn
Njálsson
kjartanh@frettabladid.is
Tækifærið
sem við fáum
núna, eftir
rassskellingu
ríkisins í
héraði og fyrir
EFTA-dóm-
stólnum, er
því tímabært
og mikilvægt.
Viðhorfsbreytinga er þörf gagnvart iðn- og starfsnámi á Íslandi. Hér á landi er hægt að velja úr fjölbreyttum iðngreinum sem allar
skipta miklu máli fyrir samfélagið. Við viljum fag-
fólk og fagleg vinnubrögð á öllum sviðum. Skortur
er á iðnmenntuðu starfsfólki á vinnumarkaði og því
mikilvægt að hvetja ungmenni til að sækja sér dýr-
mæta þekkingu í fjölbreyttu iðnnámi. Undanfarin
misseri hafa umbætur verið gerðar á náminu sjálfu
og það lagað að nútímanum. Fyrirkomulag á að vera
skýrara og öryggi nemenda aukið, svo þeir hafi við
upphaf náms vissu fyrir því að geta lokið námi óháð
aðstæðum hjá iðnmeisturum. Þá er unnið að því að
brúa bilið milli iðnnáms og háskólanáms sem eykur
möguleika á frekari menntun síðar meir.
Um árabil hafa ráðamenn talað um að efla iðn-
menntun í landinu, en velviljinn hefur ekki dugað
til. Viðhorf þeirra í garð iðn- og starfsmenntunar
er framþróun til trafala. Þau birtust okkur fyrir
skemmstu þegar í ljós kom að erlendir iðnnemar fá
ekki lengur dvalarleyfi til náms á Íslandi eftir breyt-
ingu á útlendingalögum. Nám í skilningi laganna er
eingöngu nám á háskólastigi. Frumvarpið var sam-
þykkt mótatkvæðalaust á Alþingi 2016.
Hér á landi skráðu einungis 14% nemenda sig á
starfsnámsbrautir að loknum grunnskóla haustið
2007 en sambærilegt hlutfall meðal ríkja Evrópusam-
bandsins var 50%. Viðhorfsbreytingu og aukið fjár-
magn til verknámsskóla þarf til að bæta úr. Mennta-
kerfið þarf að vera sveigjanlegt þegar fólk hefur störf
við tiltekna iðn og aflar sér svo réttinda og þekkingar
síðar þegar ákveðinni færni er náð og áhuginn á
iðninni er staðfestur.
Það ætti að vera eitt af fyrstu verkum nýs þings að
efla iðnnám og leiðrétta þau mistök sem gerð voru
samhliða breytingum á útlendingalöggjöfinni á
síðasta ári svo iðnnám standi jafnfætis háskólanámi.
Viðhorfsbreytingin þarf að eiga sér stað víða í sam-
félaginu og væri óskandi að ráðamenn þjóðarinnar
færu fremstir í flokki og hömpuðu iðnnámi. Það þarf
að auka veg þess og virðingu.
Sýnum iðnnámi virðingu
Sigurður
Hannesson
framkvæmda-
stjóri Samtaka
iðnaðarins
Hér á landi
skráðu
einungis 14%
nemenda sig
á starfsnáms-
brautir að
loknum
grunnskóla
haustið 2007
en sambæri-
legt hlutfall
meðal ríkja
Evrópusam-
bandsins var
50%.
Fyrirkomulag innflutningstakmarkana á fersku kjöti, eggjum og mjólkurvöru var í tvígang í vikunni dæmt ólögmætt. EFTA-dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að slíkar takmarkanir brytu gegn ákvæðum EES-samningsins. Ríkið
tapaði einnig í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar inn-
heimta ríkisins á útboðsgjaldi á heimild til að flytja
inn búvörur á lægri tollum var sögð brjóta gegn
stjórnarskrá.
Starfandi landbúnaðarráðherra sagði í kvöld-
fréttum Stöðvar 2 að íslenska ríkið hefði „brotið
gegn EES og um leið gegn hagsmunum íslenskra
neytenda með því að koma í veg fyrir innflutning á
vörum sem hefði stuðlað að aukinni samkeppni og
líklega lægra vöruverði.“
Augljóslega er brýn þörf á að bregðast við þessu
með laga- og reglugerðarbreytingum. Enda hafa
hagsmunir neytenda greinilega ekki verið hafðir
að leiðarljósi. Niðurstaða dómstólanna er eitthvað
sem ætti ekki að koma neinum á óvart.
Þannig er þörf á nýrri hugmyndafræði í þessum
efnum en samhliða þarf að horfast í augu við þá
ömurlegu staðreynd að verksmiðjubúskapur sem
síðustu hálfa öld hefur verið knúinn áfram af sýkla-
lyfjum er meiriháttar hnattrænt vandamál.
Í þeirri orðahríð sem brýst út með fyrirsjáan-
legum hætti í hvert skipti sem innflutningur búvara
er til umræðu verður að hafa þetta í huga. Lausnin
verður að felast í því að bæta hag neytenda, bæði
með betra og hagstæðara úrvali matvæla og að þeir
séu varðir fyrir þeim hættum sem fylgja gegndar-
lausri ofnotkun sýklalyfja.
Fersk matvæli, eins og grænmeti og kjöt, geta
borið fjölónæmar bakteríur, og aukið sýklalyfja-
ónæmi með ofnotkun sýklalyfja í mönnum og
dýrum er einhver mesta heilsufarsógn sem mann-
kyn stendur frammi fyrir. Um leið og við höfum
náð árangri í landbúnaði þá erum við einnig og
óbeint að framleiða ónæmar bakteríur.
Íslenskar landbúnaðarvörur hafa algjöra sér-
stöðu með tilliti til smithættu og það eru forrétt-
indi þeirra sem hér búa að hafa aðgang að öruggum
matvælum, að minnsta kosti þegar sýklalyfja-
ónæmi og smithætta er annars vegar.
Þeirra, sem fá það brýna verkefni að endurmóta
fyrirkomulag innflutnings, bíður því sú erfiða
vinna að samþætta þessi tvö sjónarsmið. Þetta risa-
vaxna verkefni þyrfti að vinna á alþjóðlegum vett-
vangi, þar sem þjóðir taka höndum saman um að
samræma reglur og eftirlit með sýklalyfjanotkun.
Tækifærið sem við fáum núna, eftir rassskellingu
ríkisins í héraði og fyrir EFTA-dómstólnum, er því
tímabært og mikilvægt.
Hagsmunir
neytenda
ára
Starfsmanna-
og munaskápar
www.rymi.is
Þori ég, vil ég, get ég?
Samhliða gerð stjórnarsáttmála
vinnur nú hópur að því innan
VG að hringja í flokksráðsmeð-
limi til að tryggja að samstarf
flokkanna verði samþykkt
af grasrótinni. Dylst engum
hversu erfitt verður fyrir
margan vinstrimanninn að
kyngja samstarfinu. Róttækir
vinstrimenn og femínistar
innan VG klóra sér í hausnum
yfir vegferðinni þessa dagana
og skilja hvorki upp né niður.
Þora þeir, vilja þeir og geta þeir
farið í samstarf með höfuðand-
stæðingi flokksins?
Þetta hljóta allir að sjá
Svandís Svavarsdóttir, einn
valdamesti pólitíkusinn í VG,
sló þetta svo sannarlega út af
borðinu fyrir kosningar árið
2016. „Vera kann að samstarf af
þessu tagi hafi verið á dagskrá
í gamla daga,“ sagði Svandís.
„Það er hins vegar óhugsandi
við núverandi kringumstæður
eftir aðdraganda kosninga
og uppljóstranir úr Panama-
skjölum. Þetta hljóta allir að
sjá.“ það hefur ekkert breyst
síðan þá, nema bæst ofan á
téðar kringumstæður Svan-
dísar; uppreist æru, þöggun og
höfum hátt. En hins vegar þarf
pólitískan kjark fyrir vinstri
menn til að taka þátt í ríkis-
stjórn með Sjálfstæðisflokki.
Greinilegt er að Katrín og
Svandís búa yfir þeim kjarki.
sveinn@frettabladid.is
1 6 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 F I m m T U D A G U r18 s k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð I ð
SKOÐUN
1
6
-1
1
-2
0
1
7
0
5
:4
6
F
B
0
7
2
s
_
P
0
7
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
3
B
-5
A
5
4
1
E
3
B
-5
9
1
8
1
E
3
B
-5
7
D
C
1
E
3
B
-5
6
A
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
7
2
s
_
1
5
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K