Fréttablaðið - 16.11.2017, Síða 32

Fréttablaðið - 16.11.2017, Síða 32
Í gegnum tíðina hafa verið gerðir alls kyns sjónvarpsþættir sem tengjast tískuheiminum á ýmsan hátt. Sumir leiknir þættir hafa haft mikil áhrif á tískuna, eins og Sex and the City og Gilmore Girls, en ýmsir raunveruleikaþættir hafa sett tískuna alveg í forgrunn. Þeir eru eins misjafnir og þeir eru margir og líklega fleiri vondir en góðir. En örfáir hafa notið mikill vinsælda og velgengni. Project Runway Project Runway er bandarískur raunveruleikaþáttur sem snýst um tískuhönnun. Keppendur í þætt- inum keppa um að hanna flottustu fötin en eru takmarkaðir af tíma, hráefni og þema. Hönnunin er dæmd af hópi dómara og yfirleitt er einn eða fleiri keppandi rekinn úr þættinum í hverri viku þar til örfáir eru eftir. Þessir lokakeppend- ur hanna svo safn af tískufatnaði fyrir tískuvikuna í New York og sá vinnur sem gerir besta safnið. Stjórnandi þáttarins er ofurfyrir- sætan Heidi Klum. Project Runway hefur unnið fjölmiðlaverðlaun GLAAD, Peabody-verðlaun og tvenn Emmy-verðlaun. Sextánda sería af Project Runway er að klárast en það er búið að stað- festa að tvær þáttaraðir í viðbót Bestu þættirnir um tísku Það eru til ótal raunveruleikaþættir sem snúast um útlit og tísku. Langflestir endast skammt og njóta takmarkaðra vinsælda en nokkrir hafa slegið rækilega í gegn og haft mjög mikil áhrif. Heidi Klum og Tim Gunn eru í forsvari fyrir Project Runway. MYND/NORDIC­ PHOTOS/GETTY Tyra Banks og J. Alexander, dóm- arar í America’s Next Top Model. MYND/NORDIC­ PHOTOS/GETTY RuPaul Charles með Emmy-verð- launin sem hann vann fyrir RuPaul’s Drag Race. MYND/NORDICPHOTOS/GETTY eru væntalegar. Sex hliðarþættir tengdir Project Runway hafa verið framleiddir og auk þess hafa 26 staðbundnar útgáfur af þættinum verið framleiddar víða um heim. America’s Next Top Model America’s Next Top Model er bandarískur raunveruleikaþáttur þar sem upprennandi fyrirsætur keppa um að hefja feril sinn sem atvinnufyrirsæta. Fyrirsæturnar keppa í myndatökum og alls kyns áskorunum sem tengjast fyrir- sætustörfum og eru dæmdar af hópi dómara. Einn keppandi fer heim í hverri viku og sigurveg- arinn fær yfirleitt umfjöllun í stóru tískutímariti, samning við umboðsskrifstofu og fleira. Þátturinn var búinn til af ofur- fyrirsætunni Tyru Banks, sem er líka aðalframleiðandi, stjórnandi og aðaldómari þáttanna. Það hafa verið gerðar 23 þátta- raðir af America’s Next Top Model og sú 24. er á leiðinni. Auk þess hafa yfir 30 útgáfur af þáttunum verið framleiddar víðs vegar um heiminn. RuPaul’s Drag Race RuPaul’s Drag Race er banda- rískur raunveruleikaþáttur þar sem dragdrottningar keppa í alls kyns áskorunum. Þær eru dæmdar af hópi dómara og yfirleitt er einn keppandi sendur heim í hverri viku. Dragdrottningin RuPaul er stjórnandi, kennari og aðaldómari þáttanna. Titill þáttarins leikur sér með hugtökin „drag queen“, eða drag- drottning, og „drag racing“ eða spyrnu og upphaf þáttarins og þemalagið vísa líka í spyrnu. Níu þáttaraðir hafa verið sýndar og sú tíunda er væntanleg. Auk þess hafa komið út tveir hliðarþættir og þáttaröð sem gefur nánari innsýn bak við tjöldin. Þættirnir hafa verið sýndir víða um heim en það er líka til sílesk útgáfa og bresk útgáfa er sögð væntanleg. Árið 2015 tilkynnti RuPaul að kvikmynd með öllum keppendunum væri í vinnslu. RuPaul fékk Emmy-verðlaun fyrir stjórn þáttarins árið 2016 og þátturinn sjálfur hefur meðal annars unnið fjölmiðlaverðlaun GLAAD. What Not to Wear What Not to Wear er breskur raun- veruleikaþáttur sem snýst um að fríska upp á útlit fólks. Í þáttunum eru einstaklingar sem eru taldir smekklausir tilnefndir af vinum sínum og þeim gefin tískuráð. Þeir fá svo 2.000 pund til að kaupa sér ný föt. Fylgst er með verslunarferð- inni og svo er fjallað um hvernig gekk. Seinna var fyrirkomulaginu breytt þannig að stjórnendur völdu þá sem fengu nýtt útlit út frá innsendum myndböndum frá áhorfendum. Trinny Woodall og Susannah Constantine stjórnuðu fyrstu fimm þáttaröð- unum en nýir stjórnendur tóku við í síð- ustu tveimur þáttaröðunum. Þátturinn var tilnefndur til BAFTA-verð- launa og gerði stjórnendurna landsþekkta í Bretlandi. Þær gáfu út bækur sem byggðu á þáttunum og stjórnuðu hliðar- þætti sem fjallaði um tísku á rauða dreglinum. Þátturinn hefur verið sýndur víða um heim og það er til banda- rísk, ítölsk og rússnesk útgáfa af þættinum. Queer Eye Queer Eye, sem hét upprunalega Queer Eye for the Straight Guy, var bandarískur raunveruleika- þáttur sem snerist um að samkyn- hneigðir karlmenn kenndu fólki að klæða sig, snyrta sig, innrétta, haga sér og sjá um mat. Í hverjum þætti var einhver sem var ekki með þessa hluti á hreinu tekinn fyrir og frískað upp á þetta. Þátturinn naut mikilla vinsælda og leiddi til sölu á ýmsum varningi og hliðarþáttar sem snerist um konur og ól af sér tólf staðbundnar útgáfur. Queer Eye hlaut bæði Emmy- verðlaun og fjölmiðlaverðlaun GLAAD. Gerðar voru fimm þáttaraðir en í byrjun þessa árs tilkynnti Netflix að ný þáttaröð væri væntanleg með nýjum stjórnendum. Levi ś Kringlunni – Levi ś Smáralind – Levi ś Glerártorgi 12.990 502 STRETCH SVARTAR Vörunúmer: 29507-0031 Danmörk kr 14.870* Svíþjóð kr. 12.314* *Skv. levi.com og gengiskrán. Isl.banka 15.11.17 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 6 . N Óv E M B E R 2 0 1 7 F I M MT U DAG U R 1 6 -1 1 -2 0 1 7 0 5 :4 6 F B 0 7 2 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 3 B -8 B B 4 1 E 3 B -8 A 7 8 1 E 3 B -8 9 3 C 1 E 3 B -8 8 0 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 7 2 s _ 1 5 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.