Fréttablaðið - 16.11.2017, Page 38

Fréttablaðið - 16.11.2017, Page 38
Stefán Haukur Jóhannesson, AFS skiptinemi í Banda- ríkjunum ’76-’77 og nýr sendiherra Íslands í London Skiptinemadvölin mótaði mig fyrir lífstíð. Þetta er ferðalag út fyrir þægindarammann, á vit óvissu, ævintýra og áskorana. AFS minnkar heiminn, gerir mann ratvísari í heimsþorpinu. Ég held því að skiptinemareynslan hafi eflt mig og stælt, gert mig ódeigari í að sækjast eftir og takast á við oft erfið og flókin verkefni á alþjóða- vettvangi og halda ítrekað út í óvissuna. Þetta var afskaplega gefandi tími en ekki alltaf auðveldur. Sjón- deildarhringurinn víkkar svo um munar og á stuttum tíma eignaðist ég vini frá afar ólíkum menningar- heimum. Um leið áttar maður sig betur á því sem sammannlegt er. Það er fleira sem sameinar okkur en sundrar. Auk þess gerir þetta mann næmari fyrir fjölbreytni mannlífsins og eykur skilning á mismunandi skoðunum og gildum. Svo má ekki gleyma tungu- málinu. Í mínu starfi hefur skipt sköpum að geta tjáð mig af öryggi á enskri tungu. Þetta var því klárlega reynsla sem gaf mér næringarríkt veganesti í bæði leik og starfi.“ Hvað lærðir þú á skiptinemadvölinni? Alda Hjartardóttir hýsti 17 ára strák frá Katalóníu á Spáni. Þetta var frábær upplifun og lærdómsrík. Ekki ein-ungis kynntumst við annarri menningu heldur einnig eigin landi upp á nýtt og sjálfum okkur um leið. Við vorum einstaklega heppin með einstakling, hann datt inn í okkar fjölskyldu og inn í okkar húmor. Það er lykilatriði að taka skiptinemanum sem einum af fjölskyldunni af heilum hug og eins og þetta sé þitt barn en ekki gestur. Hann var alltaf einn af okkur. Nú er rúmt ár síðan hann fór heim en hann hefur komið tvisvar í heim- sókn til okkar og við farið einu sinni til hans. Hann hringir í okkur ef eitthvað merkilegt er að gerast í lífi hans úti og er í miklu sam- bandi. Ég var alltaf alveg ákveðin í að gera þetta aftur, þetta var svo skemmtilegt. Það runnu reyndar á mig tvær grímur þegar kom að því að kveðja hann. Það var ótrúlega erfitt en auðvitað jafnar maður sig á því. Maður græðir nefnilega eitt barn í viðbót sem er ómetanlegt og ótrúlega falleg upplifun.“ Hvernig er að vera skiptinemamamma?  Guðmundur Gunnarsson, framkvæmdastjóri AFS, Abena Amoah, skiptinemi á Sauðárkróki 1989, Halldóra Guð- mundsdóttir, formaður AFS og týnda systirin, Nana Yaa Appiah sem var skiptinemi í Kópavogi 1989. Heimsþing AFS var haldið í Gana í október síðast-liðnum og ég sem for- maður AFS á Íslandi fór þangað. Nokkrum dögum áður en ég fór út hitti ég kunningjakonu mína, Kristínu Pétursdóttur, sem hefur unnið með AFS í mörg ár og hún sagði við mig, í gríni náttúrlega: „Heyrðu, fyrst þú ert að fara til Gana værirðu þá ekki til í að finna systur mína sem var skiptinemi heima hjá mér í Kópavoginum 1989? Við misstum því miður alveg sambandið við hana en það væri frábært ef þú gætir fundið hana fyrir mig.“ Og ég sagðist náttúrlega alveg til í það enda búa ekki nema 2,7 milljónir manna í höfuðborg Gana, Akkra og ekkert mál að finna eina konu með ekkert nema nafnið hennar. En mér tókst á einum sólarhring ekki bara að finna systur hennar heldur hitta hana líka og geri aðrir betur. Við erum þarna allra þjóða kvikindi á þinginu og fyrsta kvöldið er veisla til að bjóða alla velkomna. Þar er ég kynnt fyrir konu frá Gana, Abenu Amoah, sem vinnur hjá AFS og hafði einmitt verið skiptinemi á Íslandi, nánar tiltekið á Sauðár- króki, árið 1989. Ég kveikti strax á ártalinu og spyr hana í djóki hvort hún muni nokkuð eftir konu sem hét Nana Yaa Appiah og hafði verið á Íslandi á sama tíma og hún. Abena mundi eftir nafninu en hafði ekki hitt hana í mörg ár og ekkert af henni heyrt. En hún prófaði að gúgla Nönu og viti menn, hún var búsett í Akkra og okkur tókst meira að segja að finna símanúmerið hennar. Við hringdum í hana strax, standandi í sparikjólunum í miðri veislu og hún svaraði! Og við mæltum okkur mót. Ég hafði strax samband við Kristínu og sagði henni að ég væri búin að finna systur hennar og svo hitti ég hana daginn eftir og það voru miklir fagnaðarfundir. Við tókum mynd til að senda Kristínu og þetta var mjög skemmtileg stund og alveg ótrúlegt að ég skyldi finna týndu systurina. Þetta sýnir hvað heimurinn getur verið lítill.“ Leitin að týndu systurinni Halldóra Guðmundsdóttir, formaður AFS á Íslandi, fann týnda skiptisystur úr Kópavoginum á heimsþingi í Gana Ægir Jónas Jensson, varafor- maður Norðurlandsdeildar AFS Ég fór sjálfur sem skiptinemi til Nýja-Sjálands 2015. Þar voru frábærir sjálfboðaliðar sem hjálpuðu mér með margt sem ég þurfti á að halda meðan á dvölinni stóð. Þegar ég kom heim langaði mig að halda áfram sambandinu við AFS og taka þátt í starfinu. Mig langaði til þess að leggja mitt af mörkum svo aðrir gætu öðlast jafn frábæra reynslu af skiptinámi og ég hafði gert. Ég er núna varaformaður í Norðurlands- deild AFS. Starfið felst meðal annars í að skipuleggja viðburði fyrir nemana og hjálpa þeim með hvað sem er hvort sem það tengist einhverju í skólanum eða öðru.“ Hvers vegna að gerast sjálfboðaliði?  Rebecca frá Ítalíu, fremst á mynd, dvaldi hjá fjölskyldunni í tæpt ár. Um aldarfjórðungur er síðan Baldvin Valdemarsson, bæjarfulltrúi á Akureyri og verkefnastjóri hjá Atvinnu- þróunarfélagi Eyjafjarðar, sendi fyrsta barnið sitt út í skiptinám á vegum AFS. Baldvin á fimm börn og hafa þau öll, utan eldri stráksins, sótt sambærilegt skiptinám undan- farin 25 ár. „Fyrsta barnið mitt og það elsta, dóttirin Katrín Björk, fór til Kanada og líklegast hefur fyrrverandi kona mín selt okkur þá hugmynd á sínum tíma. Hún var skiptinemi á sínum yngri árum og það hefur vafalaust haft mikil áhrif á þennan áhuga hennar.“ Í kjölfarið fylgdu hin börnin á næstu árum. „Næstur var Valdimar en hann fór til New York fylkis í Bandaríkjunum. Þá fór Elva Karitas en hún dvaldi í Kaliforníu í Banda- ríkjunum. Það síðasta var svo Sara Júlía sem dvaldi í Katalóníu á Spáni fyrir tveimur árum. Eldri strákurinn minn komst ekki út þar sem hann var orðinn of gamall en í staðinn tók hann eina önn í háskóla í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum.“ Dvölin ytra gekk mjög vel hjá öllum börnunum segir Baldvin. „Það er ekki hægt að segja annað. Þau mynduðu tengsl við fólk sem enn eru til staðar og munu kannski endast alla ævi. Það er óhætt að segja að þau hafi komið öll miklu fullorðnari til baka, lífsreyndari og víðsýnni.“ Baldvin hefur einnig hýst erlend ungmenni undanfarin ár sem var líka mjög lærdómsríkt. „Við vorum með eina ítalska stelpu í tæplega eitt ár og vorum mjög heppin. Það gekk mjög vel og við höfum hitt hana eftir að hún fór heim. Síðan hef ég hýst tvo krakka til bráða- birgða. Fyrst stelpu frá Austurríki sem dvaldi hjá okkur í þrjá mánuði og seinna ítalskan strák sem dvaldi hjá okkur um tíma þegar fóstur- fjölskyldan hans fór í frí til útlanda. Þetta gekk allt mjög vel og maður lærir alltaf eitthvað nýtt með hverju ungmenni.“ Hann mælir svo sannarlega með því að bæði ungmenni og foreldrar skoði þennan möguleika. „Þetta er ekki síður lærdómur fyrir fóstur- fjölskylduna. Þessi tími er ekki alltaf auðveldur en hann er mjög gefandi. Eins og ég segi oft þarf fósturfjölskyldan að uppfylla þrjú skilyrði. Þau þurfa að opna heimili sitt upp á gátt og gera krakkana að eigin fjölskyldumeðlimum. Þau þurfa að opna hjarta sitt og líta á þau sem börnin sín. Og það þýðir um leið að það þarf líka að opna veskið. Þótt nær allt sé borgað fyrir þau verður maður að vera viðbúinn að gera það sama fyrir þau og önnur börn sín.“ Reynsla sem nýtist ævina Fjögur af fimm börnum Baldvins Valdemarssonar hafa farið út í skiptinám á vegum AFS. Hann segir þau öll hafa komið til baka fullorðnari, lífsreyndari og víðsýnni. Stefán Haukur er lengst til vinstri. 4 KYNNINGARBLAÐ 1 6 . N óv e m B e R 2 0 1 7 F I M MT U DAG U RAFS á ÍSLANdI 1 6 -1 1 -2 0 1 7 0 5 :4 6 F B 0 7 2 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 3 B -6 9 2 4 1 E 3 B -6 7 E 8 1 E 3 B -6 6 A C 1 E 3 B -6 5 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 7 2 s _ 1 5 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.